Verð á leiðsögn!

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Sep 2012 11:49

Í öðrum þræði á þessari síðu var einhver að kvarta undan verði á leiðsögn.
Ég tel að með það þá sé það líkt og margt annað.
Mikið að greiða en lítið að fá. :shock:

Rökin eru helst þessi, allavega eins og þetta snýr að mér.

Hvernig á að setja saman gjaldið, undir hverju stendur það, hvað er innifalið.
Fyrir utan hjól, bíl og kerru. Reikna með að það sé rukkað sérstaklega þá er búnaðurinn sem ég nota nærri 1,5m !

Tökum það aðeins saman.
Bakpoki (Niðri á fjörðum ef þarf að úrbeina) Töskubeli á heiðum til að geta hoppað á hjól 25 Þ
Tastöðvar, til að geta verið í sambandi við aðra. (Er með 4 stk til að dreifa á hópinn) 25 Þ
VHF stöð öryggistæki. Er með hana á fjörðunum ekki á heiðunum. 25 Þ
GSM nauðsynlegur til að tekka sig inn og hafa samband við aðra gæda 75 Þ
GPS tæpi helst með korti og trakki af öllum slóðum 100 Þ
Góður sjónauki í þesssu er bara það besta nógu gott! 180 Þ
Fjarlægðarmælir vandaður sem mælir almennilega langt! 75 Þ
Gönguskór alvöru skór ert í þeim dögum saman. 50 Þ
Fatnaður annað smálegt, hausljós hnýfar grisjur ólar töfrateppi. 75 Þ
Scope 75 Þ
samtals ca 700 þús.
Rifill, ég nota blaser en hvað sem menn nota þá duga ekki gamlir mauserar. Ef ég þarf að skjóta þá er það langt og allt komið í vitleysu! Blaserinn kostar um 500 þ + 60 í festingar og tæplega 500 þ í Zeissinn ofan á hann! Segjum samtals lítil milla :? gefum afslátt þar sem eg nota þetta meira!

Búnaður fyrir ca 1,5 m. kr afskrifað á 7 árum hugsa ég að sé sanngjarnt. Sjónaukar hægast, hlaup pg skór hraðast! 15 % af 1,5 = ca 225 þúsund á ári!
Því þarf að deila á veidda daga. Þeir sem fara oftast ná kannski 20-30 leyfum.

Þú getur ekki bókað nema ca annanhvern dag. Ef þú færð þoku eða lélegan veiðimann þá lendirðu í áhlaðanda og vésini.

Svo fyrir utan Þetta hvað á þá dagurinn að kosta! Miðum við við iðnaðarmann í 10 klst vinnu.
(sennilega meðaldagur nokkrir enda stuttir en aðrir langt fram á nótt)

10*5000 + vsk = 60 þ kall dagurinn áður en farið er að taka tillit til þess að ekki er hægt að bóka nema annan hvorn dag.
Auðvitað má bæta ofan á það verkfæragjaldi til að afskrifa græjurnar. (10-20 þ á dag)
Ferðakostnaði austur. Fæði og uppihaldi. ( 15 þ kall á dag í gistingu og fæði fyrir mig ca!)

Þannig að ef allt er eðlilegt þá þerf ég nærri 75-90 þ á dag.
Menn eru að rukka ca þriðjungin af því! 30-40 kall á dag.

Svo mín niðurstaða er einföld.
Sel mig út í 2-3 klst sem verkfræðing fyrir hér í bænum fyrir daggjaldinu.

Fer fáa túra á ári af því mér finnst þetta gaman. Halda mér í formi.
Þá skiptir ekki öllu máli hvað ég fæ greitt.
Meira atriði að vera með alvöru veiðimenn, vini eða vandamenn. Sé ekki ástæðu til að gefa öðrum þjónustuna. :lol:

Þeir einir geta haft soldið upp úr þessu sem eru að leiðbeina heiman frá hjá sér með lágmarkskostnaði. Helst selja mönnum gistingu og verkun líka.

Við þessir veiðifíkklar getum aldrei staðið undir svona vinnu. Við eigum því að láta þá sem það geta gera það. En í guðanabænum ekki rugla mér saman við suma pappakassana sem eru í hópi leiðsögumanna. þó ég fari orðið sjaldan. Ástæða þess er einföld. Ég hef bara ekki efni á því. :(
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 17 Sep 2012 12:28

Verð á hreindýra leiðsögn finst mér fremur lágt. Var sjálfur laxveiði gæd í mörg ár og held að ég hafi verið að taka meira inn en þið sem eruð í þessu.
Varð líka mjög hissa í fyrra þegar ég lenti í því í fyrsta sinn að veiða ekki á fyrsta degi, gædinn var með mig að leita í 15 klukkustundir og tók ekkert fyrir daginn. Tók svo bara venjulegt verð þegar við veiddum dýrið nokkrum dögum síðar. Vonandi get ég gert honum greiða í staðin einhverntíman.

Hitt er annað að kanski er ill mögulegt að hafa þetta mikið dýrara. Þetta er nú þegar soldið dýr pakki fyrir venjulegan launaþræl. Tala nú ekki um ríkisstarfsmann eins og mig ;)

Varðandi búnaðinn þá er nú margt af þessu dót sem að veiði og útivistarmaður á í fórum sínum. Án þess að ég ætli að gera lítið úr mikilvægi þess að vera vel græjaður sem hreindýragæd.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Sep 2012 12:55

Þennan verð- og búnaðarlista er lítið mál að tæta niður hjá þér Einar og ég mun gera það fyrir þig og fleiri þegar betri tími gefst.

Þegar öllu er á botnin hvolft þarf þú ekki mikið meira en riffil, sjónauka, hníf, bakpoka, GPS er ágætt og GSM sími. Verðlistinn er í engu samræmi við það sem þarf til veiðanna, enda þekki ég helling af gædum sem eiga nánast ekkert af þessu.

Að gæda á hreindýraveiðar er líka ekki full vinna hjá mörgum svo það er nú kannski heldur ekki þörf á því að reikna sér verkfræðingalaun fyrir viðvikið.

Hér er öllu snúið á hvolf og hlutirnir reiknaðir út og réttlætir eins og menn séu að fara með yfirstéttarfólk á veiðar sem veit ekki aura sinna tal og skiptir ekki nokkru máli hvað borgað er fyrir túrinn.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Sep 2012 15:28

Þessi búnaðarpakki er bara búnaðurinn minn. 8-)
Veit að margir eru með minna stuff. Ef ef ég er að nota mitt dót þá hlýtur kostnaðurinn eð miða við afskriftir á því. Held að það sé frekar vanreiknað en hitt.

Ef að einhver kemst af með Rem 710, Tasko, heimasíma og gúmískó með hvítum botni, og stingi svo gps hnitið til stonunarinar á korti þá er það hanns mál. Ég er bara veiðifíkill. Og tel að ef ég er að selja þjónustu þá þurfi ég að vera útbúinn til að takast á við flest og að minnstakosti jafn vel skjótandi og kúnnin því ef svo illa vill til að það komi að mér þá er þetta orðið langt og ervitt!

Afskriftirnar eru svo sem ekki stór pakki í þessu. :mrgreen:
þetta er bara ástæðan fyrir að ég tel þetta lágt. Daggjaldið er lægra en við fáum nokkurn iðnaðarmann til að vinna á. Enda miðaði ég taxtan við iðnaðarmann ekki verkfræðing. :roll:

Það að reyna að gera út vinnu sem þú getur ekki selt út samfleitt á 30 þ kall dagin, og eiga þá eftir að redda sér fæði og húsnæði gerir það að verkum að ég hef ekki efni á að vera í leiðsögn.

Ekki að ég sé að reyna að tala taxtan upp. Finnst þetta alveg nóg að borga fyrir blanka veiðimenn.

Ekki að ég hafi neinar áhyggjur :roll: Ég bara stend fyrir vikið ekki í þessu, einfaldara að fara bara færri túra og njóta þess. Læt þá sem geta gert þetta ódýrar um þetta.

Síðan gleymdist auðvitað leyfisgjald til Umhverfisstofnunar, tryggingar gagnvart þriðja aðila ofl. þessháttar.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

SPP
Póstar í umræðu: 2
Póstar:13
Skráður:17 May 2012 20:03

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af SPP » 17 Sep 2012 17:55

Samkvæmt þessum lista er búnaður fyrir ágætlega græjaðan smala í minni sveit að slaga í hálfa millu...
og ekki eru laun fyrir það 30þ.kr.....

Sammála Stefáni með að þessi listi standi á brauðfótum, en líklega græða fáir þeirra leiðsögumanna sem ekki eru "pappakassar" á þessum bransa, en gera það þá kannski ánægjunar vegna.
Svavar Páll Pálsson
Redneck

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Sep 2012 18:05

Segjum að ég nái því í gegn að koma námskeiðinu á fyrir þá sem eftir eru á biðlistanum af þeim 170 sem sóttu um og standist jafnvel þær kröfur sem þar eru gerðar og fái réttindin. Ég hef verið að jagast í UST og umhverfisráðneitinu til skiptis með reglulegu millibili síðastliðið eitt og hálft ár eða svo og líklega ekki allir sem kunna mér miklar þakkir fyrir. :? Fleiri kornflexkallar... Þó ég sé nú meira fyrir hafragraut og lýsi :lol:

Ég hef aðeins veitt á svæði 7 (flokkast sem niðri á fjörðum), bæði tarfa og beljur, þó sjaldnast verið með veiðileyfi sjálfur í þeim ferðum sem ég hef farið í, heldur meira verið að koma með sem létta drengur. En ef ég klára það að komast í þetta þá lítur mitt dæmi svona út. A.T.H. Ég sæki að sjálfsögðu bara um að gæda á svæði 7 þar sem ég hef aðeins yfirborðsþekkingu á öðrum svæðum í gegnum vinnuna mína.

Must have listinn:
Riffill: Tikka T3 Varmint = 120.000.- Keyptur fyrir 7 - 8 árum eða svo og því að fullu afskrifaður = 0 krónur.
Sjónauki: Zeiss 6 - 24 x 56 = 180.000.- Keyptur fyrir 8 - 9 árum síðan og því einnig að fullu afskrifaður = 0 krónur.
GPS: Garmin hand tæki sem ég fékk vegna vinnunar minnar með Íslandskorti, sem vinnan borgaði líka fyrir mig = 0 krónur.
Sími: Fæ hann líka frítt hjá vinnuni og þarf ekki að borga GSM reikninginn = 0 krónur. Einnig kostar nýr nokia sími aðeins 15.900.- krónur hjá Símanum.
Handsjónauki: Meopta 10 x 42, fékk hann í afmælisgjöf þegar ég varð 27 ára frá konuni fyrir tæpum 6 árum síðan = 0 krónur.
Hnífur: Keypti hann í USA þegar ég var þar á ferðalagi = 60 dollarar = 8.000.- kall
Fjarlægðarmælir: Leupold RX-1000 Keypti hann líka í USA = 35.000.- Er varla must have en leyfi honum að fljóta með hér.
Gönguskór: Nota þá í líka í smalamensku og aðra fjallgöngu 50.000.- / 3 c.a. 18.000.-
Annar fatnaður: löngu afskrifaður enda búinn að vera mikið í veiði og ég er ekki viss um að nokkur maður myndi láta krónu fyrir þau föt sem ég nota.
Ferðin austur og til baka: 25.000.- Er á sparneytinni Corollu.
Nesti í hverja ferð 2 kók og 4 snikkes: 2.000.- ef keypt í kaupfélaginu á Djúpavogi = 3.000.- Svo bíður mín togarasteik, bjúgu, saltkjét eða annað hnossgæti þegar ég kem af veiðunum hjá Tengdó 0 krónur.
Gisting og fæði fyrir austan er svo gott sem frítt þar sem ég myndi einfaldlega búa á Hótel Tengdó.

Nice to have listinn:
Allt aukadótið sem Einar taldi upp hér að ofan.

Til að súmmera þetta upp þá eru afskriftir búnaðar á must have listanum nokkurn veginn svona:
0 + 0 + 0 + 0 + 0 + 8000 + 35000 + 18000 = 61.000.- / 7 ár = 8.714.- krónur á ári. Ef ég kemst svo í að gæda 3 veiðimenn á ári (gef mér að ég komist yfir það með öllu sumarfríinu mínu sem er 6 vikur á hverju ári) þá er þetta 8.714.- / 3 = 2.905.- krónur í afskriftir á búnaði per ferð.

Að sjálfsögðu tek ég ekki inn í þetta kostnaðinn við námskeiðið + skyndihjálparnámskeið á tveggja ára fresti, leyfi UST og tryggingu þar sem það hentar mér mjög ílla að þessu sinni og myndi hækka kostnaðinn umtalsvert. :lol:

Eins og þú sérð þá eru tvær hliðar á öllum peningum Einar og þinn sannleikur er líklega ekkert heilagari en minn og ég giska á að flestir gædar lendi þarna eitthversstaðar á milli!

Við verðum líklega seint sammála um þetta, svo við skulum líka bara vera sammála um að vera ósammála. Bið að heilsa Val þegar þú hittir hann...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Sep 2012 19:17

:mrgreen: :lol: :mrgreen:

Að mörgu leiti sammála þér.
Málið er hinnsvegar að ef þú þarft að endurnýja t.d riffilsjónaukan þá vegna hnjasks sem hann ledir í þá er það lélegur buissness að " vinnan " standi ekki undir endurnýjun heldur verði að treysta á afmælisgjafir eða annað slíkt. Ef menn ætla að gera þetta sem vinnu þá verður þetta að standa undir sér. :)

Ertu nokkuð iðnaðarmaður, helst bifvélavirki. Vantar einhvern með þennan hgsanagang til að vinna fyrir mig :!:

En að öllu gamni sleptu þá skipta afskriftirnar ekki öllu ínþessu nema þá helst fyrir skattmann.

Hugsa að þetta sé svipað og margt annað að þú stendur betur að víg
i en ég geta búið og borðað hjá tengdó :lol:

Ég er samt á þeirri skoðun að taxtin sé lár jafnvel þó tengdó kokki og reddi þér gistingu.

Ég tel mig ekki hafa efni á þetta ódýru daggjaldi.
Ef t.d nærð að selja út helming daga ( þoka og ferða dagar)
þá ertu komin undir 2 þ á tíman útsel með skatti!

Við gerum þetta ekki fyrir peninga heldur af ástrýðu, vegna þess að við erum veiðimenn og vegna þess að svona basl á fjöllum er skemtilegt og krefjandi :ugeek:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Sep 2012 19:38

Sæll Einar gakktu bara í Skotfélag Kópavogs, þar vinn ég frítt fyrir félagsmenn allt àrið! Reyndar geri ég ràð fyrir því þannig sé þetta í flestum ef ekki öllum skotfélögum...

Veit ekki hvort ég get gefið mikið meira af mér, hvað ertu annars með í huga?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Sep 2012 21:06

Góður :mrgreen:
Annars ætti ég ekki að segja mikið er altaf í einhverjum stjórnum og félagpökkum frá Skotvís til Samút yfir í stjórn VJÞ allt lanalast fyrir utan að gæda vini og vandamenn :lol:

Fyrir utan að kikja á vini og vandamenn á veiðum.

Reikna valla með að bæta Kópavogi við sem 4 skot..... félaginu :o
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Sep 2012 13:16

Stefán, þú virðist dæmigerður höfuðborgarsvæðismaður sem villt fá allt fyrir ekki neitt þegar veiðar eru annars vegar :o
Svo virðist þú vera í hálfgerðri afneytun á kostnað eða bara gjörsneiddur allri kostnaðarvitund og dæmið sem þú dregur upp af kostnaði við ökuferð með gæd í þrjá daga er út úr öllu korti, svona gæd er aðeins sjálfum sér verstur og verðleggur sig strax út úr bransanum 8-)
Mín verðskrá er öll í takt við raunveruleikann ;)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 19 Sep 2012 15:55

Flott, þá langar mig að vita hvað það kostar mig að panta hjá þér einn dag á svæði 2 í belju 10. ágúst á næsta ári, fari svo að ég fái úthlutað. Ég á ekki jeppa, getur þú útvegað svoleiðis og hvað kostar það mig aukalega. Ég er í nógu góðu formi til þess að bera beljuna mína nokkra kílómetra, þannig að ég þarf ekki sexhjól.

Ég vil gera ráð fyrir því að lenda í þoku og leiðindaveðri þann tíunda, þannig að ég þarf kannski að fá að fljóta með 11. ágúst líka, hvað kostar það mig aukalega ef okkur tekst ekki að fella þann tíunda?

p.s. Ég verð með kornflexið með mér ef þú vilt njóta morgunverðarins með mér... :twisted:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Sep 2012 16:22

Það kostar 30.000 + VSK = 37.500
Ef þið eruð fleiri saman er það hlutfallslega ódýrara, vegna þess að ég tek 15.000 á dag og 15.000 á fellt dýr + Vsk.
Þannig að tveir saman borga 45.000 : 2 = 22.500 + VSK = 28.125
þrír saman borga 60.000 : 3 = 20.000 + VSK = ca 25.000
Bíll, 25. þús. á dag, innifaldir 100 km. og 140 kr. á kílómeter umfram 100 km.+ olía.
Ég leigi ekki út sexhjól og nota ekki svoleiðis til veiða.
Ég tek ekkert fyrir þá daga sem ekkert veiðist, en þú verður að borga bílinn þá daga.
Þú þarft líka að gefa mér að éta á fjallinu, það er ódýrt ég ét bara feitt kjöt!

Ps. Ég ét ekki kornflex, hvorki í morgunmat sem annan tíma, ég et hafragraut með rjóma útá á morgnana eftir að hafa fengið mer gúllara af lýsi til að skola tannkremsbragðið úr munninum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 19 Sep 2012 22:07

Og súkkulaðirúsínur
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Padrone
Póstar í umræðu: 5
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Padrone » 19 Sep 2012 22:49

Veiðimeistarinn skrifaði:dæmigerður höfuðborgarsvæðismaður sem villt fá allt fyrir ekki neitt þegar veiðar eru annars vegar
Æji plís Sigurður, nenniru að hafa svona orðalag fyrir sjálfan þig. Það hefur komið fyrir áður að þú hefur þurft að lækka í þér rostann þegar slíkar yfirlýsingar eru annars vegar úr þínum munni.

En hvort sem kostnaður er 2000 kr eða 60.000+ þá verður maður að hafa guide með sér og ef maður þekkir ekki einhvern sem er til í að gefa vinnu sína þá verður maður víst að borga uppsett verð. Sama þarf maður að gera hjá Kynnisferðum eða Sæti eða Tanni (bara til að nefna nokkra)
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Sep 2012 07:33

,,dæmigerður höfuðborgarsvæðismaður sem villt fá allt fyrir ekki neitt þegar veiðar eru annars vegar"

Nei þetta hef ég ekki fyrir sjálfan mig, þetta segi ég fullum fetum og stend við það!
Hvers vegna eru spjallþræðirnir fullir af þráðum þar sem verið er að spekulera í því fram og aftur hvar hægt sé að veiða frítt og þurfa ekki að spurja um leyfi, einnig hvar sé hægt að fá sem ódýrasta hreindýraleiðsögumenn eða fría. Menn fara jafnvel á rándýr leiðsögumannanámskeið til að geta leiðsagt félgunum, væntanlega fyrir ekki eitt?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af TotiOla » 20 Sep 2012 09:58

Jæja Sigurður :roll: Þú ætla að standa við þetta? Mætti þá ekki segja á sama hátt: "Dæmigerður sveitamaður, sem hrokinn og fáfræðinn er alveg að drepa." sem ég mundi þó aldrei reyna að klína á þig af því að ég veit að þú veist betur.

Auðvitað leita byrjendur og efnaminna fólk í almenning eða á náðir bænda sem þekktir eru fyrir að leyfa að skjóta í sínu landi. Ef við líkjum þessu t.d. við golf (eða önnur áhugamál) þá fara menn ekki beint á St. Andrews og borga tugi þúsunda fyrir golfhring heldur byrja á æfingasvæðinu og fikra sig svo út á velli sem ódýrt er að spila á! Sumir hafa ekki efni á öðru og fara jafnvel bara hérna út á almenn tún til þess að æfa sveifluna (það er þá eins og þeir sem láta sér nægja að veiða gæs í almenningi og fækka máf), aðrir hafa efni á að spreða í dýru og flottu vellina (það þýðir samt ekki endilega að þeir séu góðir veiðimenn).

Svona er það bara og alhæfingar um að dæmigerður höfuðborgarsvæðismaður vilji ekkert borga ganga bara ekki upp og gefa frekar í skyn að sá sem mælir hafi eitthvað á móti viðkomandi "þjóðflokki". Getur það verið? Mig langar líka að vita, heldur þú að bændur yrðu sáttir ef þeim væri gert að borga veiðigjald fyrir að veiða á sínu eigin landi? Nei, þeir vilja fá að veiða í sínu landi eins og þeim sýnist enda eðlileg krafa að mínu mati. Eins er krafa okkar sem ekkert eigum nema almenning að fá að veiða þar án þess að vera kallaðir "dæmigerðir höfuðborgasvæðismenn".

Ef ég fæ svo að koma með mín "2 cent" á verð á leiðsögn þá finnst mér ekkert nema eðlilegt að leiðsögumenn komi út á sléttu varðandi búnað, auk þess að menn reikni sér eitthvað á tímann. Einar og Stefán eru svo með öfgarnar í sitthvora áttina sem sýna bara fram á að menn gera þetta á mismunandi forsendum og verða að fá að eiga það í friði frá skítkasti og hroka. Umræðan er engu að síður öllum holl.
Síðast breytt af TotiOla þann 20 Sep 2012 17:54, breytt í 1 skipti samtals.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Padrone
Póstar í umræðu: 5
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Padrone » 20 Sep 2012 17:45

Ég verð nú bara að segja að þetta hljómar rosalega líkt og að segja að allir svertingjar séu þjófar, þó svo að innan um þá séu þjófar. Að mínu mati er þetta ekki annað en fáfræði og vanvirðing að fara með þessi orð.

Ég kann ágætlega við þig Sigðurður þó svo að við séum kannski ekki sammála um hin ýmsu málefni en svona orðalag fellur ekki vel í minn jarðveg.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 20 Sep 2012 23:48

Þórarinn og Árni. Ég held að það sé óþarfi að taka öllu of hátíðlega sem hér á undan hefur farið. Oft er ýmislegt látið flakka í hita leiksins og Siggi missir örugglega ekki svefn yfir því ferkar en ég. Hann hefur sína sýn á hlutina og ég hef mína.

Tarfur sem er á þeim stalli sem Siggi er í hreindýraveiði tekur það að sjálfsögðu óstinnt upp þegar snuddi eins og ég ákveður að bjóða honum byrginn... :lol:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Padrone
Póstar í umræðu: 5
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Padrone » 21 Sep 2012 07:51

Stebbi Sniper skrifaði:Kv: Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópavogs

"Dæmigerður kornflexétandi höfuðborgarsvæðisveiðimaður, virðist vera gjörsneiddur allri kostnaðarvitund eða í hálfgerðri afneitun" Sigurður Aðalsteinsson 2012.
Flottur
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Sep 2012 15:25

Sannleikanum verður hver sárreiðastur :evil:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara