Úthlutun á hreindýrum

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35
Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af skepnan » 05 Dec 2012 17:11

Ekkert bólar enn á hreindýrakvótanum hjá UST né annarsstaðar. Það gengur erfiðlega hjá þessu fólki og ráðherra að fylgja lögum og reglum um þetta.

II. Framkvæmd hreindýraveiða.
6. gr.
Umhverfisráðherra ákveður og auglýsir fyrir 1. desember ár hvert, hve mörg hreindýr megi veiða árið eftir og hvernig veiðum skuli skipt eftir svæðum, aldri og kyni dýra, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar.

Þurfum við mögulega að bíða fram á næsta ár aftur eftir því að þessir "snillingar" hundskist til þess að koma þessu frá sér? :evil: :x
Svona endurtekinn framkoma og virðingarleysi gagnvart lögum og reglum er algerlega óþolandi og ólíðandi.

Það vona ég svo innilega að þessi ráðherra verði hvergi nálægt Alþingishúsinu á Austurvelli eftir næstu kosningar.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Dec 2012 18:13

Ég veit að það var gengið frá tillögunum Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Asturlands varðandi fjölda veiðileifa og skiptingu milli svæða, til Umhverfisráðuneytisins seint í síðasta mánuði.
Þeir í raðuneytinu hafa aldrei verið að flýta sér að gefa út regugerðina, enda hefur fólk í því annars ágæta Umhverfisráðuneyti með ráðherran í broddifylkingar aldrei talið sig þurfa að fara eftir lögum, samanber að ráðherran er margdæmd fyrir valdníðslu.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af Gisminn » 05 Dec 2012 18:54

Góð ámynning meistari Keli og til hamingju með daginn njóttu hans á einhvern annan hátt en að vera með kollinn fullan af pólitísku jukki.Það er nóg af öðrum dögum til þess
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af skepnan » 05 Dec 2012 21:04

HAHAHA :lol: :lol:
Takk fyrir það ljúfurinn :D
Kollurinn er hvort eð er stútfullur af hrútaskránni margrómuðu og þar eru nú merkilegri gæðagripir en á framboðslistum stjórnmálaflokkanna :twisted:
Enda mikið skemmtilegra að raða þar á lista hverja maður vill fá heldur en á téðum listum pólitíkarinnar :D :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af iceboy » 05 Dec 2012 22:05

Keli þú veist að það þýðir ekkert að bera saman HRÚTA og SAUÐI :lol:
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Sako75
Póstar í umræðu: 1
Póstar:2
Skráður:05 Dec 2012 22:08
Staðsetning:Vopnafjörður

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af Sako75 » 06 Dec 2012 00:28

já, þetta er allt á sömu bókina hjá þessu liði en vonandi verður skipt um fólk í þessum störfum í vor
... en, góður dagur er þegar vel er veitt.
kv.
Jón Sigurðarson
Vopnafirði.

kra
Póstar í umræðu: 1
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af kra » 06 Dec 2012 18:27

Forvitnilegt að sjá tölur yfir þá sem keyptu hreindýra kjöthluta af UST.
Merkilegt hvað sumar kjötvinnslur og veitingahús geta gert mikið úr td einum parti :lol:
Frábær nýting hjá þeim. Þessir aðilar kaupa stk eða tvö hjá UST til að geta sagt , við keyptum stimplað kjöt af UST en eru svo í stórum stíl að kaupa skrokkhluta beint af heiðinni af mönnum.. :mrgreen:
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af Morri » 06 Dec 2012 19:02

Dæmigerður slóðagangur.

Óþoalandi að þetta lýðist ár eftir ár..... hvenær kom þetta aftur í fyrra??? ( já einmitt, langt liðið á þetta ár var það ekki)

Það hlítur nú að teljast frekar léleg vinnubrögð hjá Umhverfisstofnun, að senda tillögur um þessi mál til ráðuneytisins seint í november mánuði, þegar ráðherra á að gefa þetta út 1.des opinberlega.

Kannski er galli þarna, að frestur UST til að skila tillögum til Umhverfisráðuneytisins er ekki skilgreindur og því lendi þetta svona??


Þetta lagast ekki neitt, það þarf að fækka um ansi marga á þessum stofnunum, of margir sauðir, hrútar og ekki síst jarmandi vinstrijafnaðarmenn.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Dec 2012 10:02

Ég hef trú á að það verði miklar breyringar og tilfærsla á leyfum milli svæða frá því sem verið hefur og veiðikvótaútgáfan þetta árið á líklega eftir að koma mikið á óvart, samkvæmt óstaðfestum heimildum mínum.
Heildar veiðikvótinn verður samt að öllum líkindum á svipuðu róli hvað fjölda varðar og síðustu ár.
Viðhengi
IMG_7458.JPG
Veiðileyfum á tarfa verður að öllum líkindum fjölgað.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af skepnan » 03 Jan 2013 13:10

Sæll Sigurður, veistu hvort að arðgreiðslur til bænda, vegna ágangs hreindýra, hafi hækkað á síðasta ári? Það væri nefnilega gaman að vita hvert allur þessi peningur sem til kom vegna hækkanna á veiðileyfum fór.

Og enn er beðið eftir hreindýrakvótanum og verði á veiðileyfum þeirra vegna, en umhverfisráðherra á samkvæmt lögum og reglum að ákveða hvoru tveggja fyrir 1.des árinu áður :shock:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Jan 2013 17:08

Já arðurinn hækkaði örugglega þarna á suðursvæðunum þar sem hækkunin á veiðileifunum var mest.
Hins vegar er ekki gott að setja puttann á þetta, vegna þss að arðgreiðslurnar hækka og lækka milli ára innan svæðanna og á milli svæða vegna þess að þær breytast eftir hvar hreindýrin ganga frá ári til árs.
Ég hef ekki skoðað heildartölurnar milli síðustu ára, en það er hægt að skoða allar þessar tölur, þær liggja frammi þegar gert hefur verið upp efir veiðtímabilið í ákveðin tíma, þá geta menn sem fá ágangsbætur gert athugasemdir ef þeim finnst á sig hallað.
Kvotareglugerðin hlítur að liggja fyrir á allra næstu dögum, þeir eru venjulega svona rúmum mánuði á eftir lögbundnum tíma :evil:
Smá viðbót:
http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/h ... ndyraardi/
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af skepnan » 12 Jan 2014 14:23

Viti menn, búið er að skipta um mann í brúnni en ekki lagast hlutirnir samt :evil:
Enn bólar ekkert á kvótanum sem að átti að vera ljós fyrir rúmum mánuði síðan eða sjö vikum svo rétt sé farið með :o :shock:
Er þessari stofnun, lífsins ómögulegt að fylgja lögum og reglum???
Þetta er ólíðandi framkoma ár eftir ár :evil: :evil:

Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af jon_m » 12 Jan 2014 16:03

Sælir

Ég er bjartsýnn á að mögulega gæti þetta verið að breytast ef marka má svörin hjá ráðherra á Alþingi.
http://www.althingi.is/altext/upptokur/ ... 202T163652

Með þessari einföldun á regluverki sem talað eru um þá er kannski hægt að birta kvótann um leið og búið erð að samþykkja hann. Náttúrustofa, UST og Hreindýraráð sátu fund í byrjun desember þar sem farið var yfir tillögur Náttúrurstofu Austurlands að kvóta næsta árs. Þær tillögur hafa hingað til alltaf verið notaðar óbreyttar þegar kvótinn er ákveðinn. Kannski verður hægt að ákveða kvótan á þessum fundi næst og birta strax ?

Lítill fugl sagði mér að kvótinn á svæði 7 yrði heldur meiri en á síðasta ári, en þá var hann 425 dýr.

Varðandi arðgreiðslunar þá finnst mér að verðbólgan mætti fara að hafa áhrif á 5.000 kr sem landeigendur fá fyrir hvert dýr sem er fell í þeirra landi. Þetta hefur verið óbreytt frá 2003. Veit einhver hvert er núvirði 5.000 kr 2003 ?
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 12 Jan 2014 23:08

jon_m skrifaði: Varðandi arðgreiðslunar þá finnst mér að verðbólgan mætti fara að hafa áhrif á 5.000 kr sem landeigendur fá fyrir hvert dýr sem er fell í þeirra landi. Þetta hefur verið óbreytt frá 2003. Veit einhver hvert er núvirði 5.000 kr 2003 ?
Vísitala neysluverðs var 225 stig í byrjun árs 2003 og var í lok 2013 418 stig. :lol: Það er c.a 86 % hækkun!

5000 kallinn frá þeim tíma er þá 9300 í dag miðað við þá ágætu vísitölu... Það væri fróðlegt að vita hvað veiðileyfin hafa hækkað mikið á svæði 7 á þessu tímabili sem um ræðir... ég efast ekki um að það sé yfir 100 %. Það er eins og mig minni að þau hafi verið á 60.000 frekar en 65.000 fyrir tarfinn á þessum tíma.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af jon_m » 12 Jan 2014 23:43

Takk Stebbi. Hvernig gátu menn klikkað á þessi í kerfi þar sem allt er verðtryggt?
Það lætur þá nærri að verðið á leyfunum sé í raun verðtryggt m.v. þessar tölur.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af skepnan » 19 Jan 2015 15:07

Enn og aftur er ekkert að frétta af hreindýrakvóta þessa árs, þó svo að það hafi átt að vera ljóst fyrir tæpum tveim mánuðum síðan :evil: :evil:
Til hvers er verið að setja lög og reglur um hluti, þegar þeim er ekki fylgt? Af hverju þurfa þessir pappakassar ekki að svara fyrir það að brjóta lögin ár eftir ár?
Það sama á við um veiðikortasjóð, þar sem menn brjóta ítrekað þær reglur að skila skýrslum og fá samt úthlutað af spenanum.
Svo er UST búið að breyta úthlutunar-reglum á veiðikortasjóðnum. Núna er skyndilega hægt að fá styrki til vöktunar á veiðistofnum :o :shock: væntanlega vegna þess að sumir skila aldrei skýrslum og þá á að ljúga sig framhjá reglum með svona gjörningi. :evil: :evil: :evil:
Við veiðimenn eigum ekki að borga fyrir vöktun á stofnum sem ríkið skuldbatt sig til með undirritun á alþjóðlegum samningum. Veiðikortasjóður hefur ákveðið hlutverk og á að sinna því, en ekki vera banki fyrir ráðherra, stofnanir og "spenadýr" til að leika sér með. :evil: :evil: :evil:
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Björninn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:67
Skráður:04 Jul 2012 16:31
Fullt nafn:Björn Gíslason

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af Björninn » 19 Jan 2015 15:08

Kveðja,
Björn Gíslason

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af skepnan » 19 Jan 2015 16:29

Sæll Björn, ég leit inn á vefinn hjá UST áður en ég skrifaði pistilinn og þar var ekki stafur um þetta. :?
Þetta er samt nærri tveim mánuðum of seint :evil:
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Úthlutun á hreindýrum

Ólesinn póstur af gkristjansson » 19 Jan 2015 16:41

Var sjálfur rétt að kíkja inn á UST.IS og sá ekkert um þetta þar....
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Svara