Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Allt sem viðkemur hreindýrum
Árni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar
Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af Árni » 23 Jan 2013 11:28

Daginn,
Datt nú í hug að skrá mig hérna inn til að fá smá ráð.

Skaut tarf í fyrra, var með leyfi á sv2 en endaði að skjóta hann á sv6 eftir ca 7km eltingarleik uppí fjall.
Hef þó farið nokkrum sinnum með öðrum en það hefur alltaf verið á svæði 1+2 og verið nokkuð straight forward að ná dýrunum.

Nú er ég að fara að sækja um aftur en hvernig er þetta með hin svæðin? semsagt svæði 3-9.
Er eitthvað svæði áberandi erfiðast að veiða á? dýrast? er bara hægt að veiða fyrri hluta sumars á sumum svæðum eða hvernig er þetta?

Ég er alveg til í að vera á svæði þar sem ég þarf að hafa vel fyrir þessu en kannski ekki þannig að það taki að meðaltali 5 daga að skjóta dýr á ákveðnu svæði meðan það tekur að meðaltali 1 dag að skjóta dýr á svæði 2.

kv, Árni
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Jan 2013 11:51

Sæll Árni.
Velkominn hérna á Skyttuspjallið, minn maður strax undir fullu nafni í fastri kveðju :D
Ég ráðlegg þér að bíða með að ákveða á hvaða svæði þú sækir um að veiða hreindýr á, þar til búið ar að gefa út veiðikvótann en þá fyrst er ljóst hvað verður úthlutað mörgum leyfum á hverju svæði, skipt eftir kyni og sjá hvaða skilmálar fylgja veiðum á hverju svæði fyrir sig.
Síðan skiptir líka máli hvort þú sækir um veiðileyfi á tarf eða kú.
Það eru of margir óvissuþættir varðandi þetta allt þar til búið er að gefa kvótann út til að nokkurt vit sé í því að ákveða strax hvar skuli bera niður til hreindýraveiða á næsta veiðitímabili.
Meðal annarra orða og úr því að farið er að ræða þessi mál, er það fullkomlega óásættanlegt að Umhvefisráðuneytið skuli ekki enn vera búið að gefa út veiðikvótann, auk þess sem það er skírt lögbrot.
Starfandi Umhverfisráðherra finnst það kannski ekki tiltökumál vegna þess að hún hefur tvisvar, ég segi og skrifa tvisvar, verið dæmd fyrir valdníðslu og einhvernstaðar segir ,,það sér ekki á svörtu".
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af TotiOla » 23 Jan 2013 15:58

Skv. mínum heimildum verður þessi úthlutun tilkynnt á morgun.

En ég er þó að mestu sammála Sigurði. Fáránlegt hvað ráðuneytinu finnst sjálfsagt að draga þetta án útskýringa.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af E.Har » 23 Jan 2013 17:16

Sammála félögum mínum hér að ofan.

Það er samt hægt að ná smá leiðbeiningum út úr okkur :mrgreen:

Öll svæði geta verið þannig að þú rekst á dýr við veg og eftirleikurinn auðveldur.
Mesta brasið er sennilega Sandvík á 5 en það kostar gjarnan kjötvinnslu á staðnum eða bát eða bæði :lol:

3 og 4 geta lika verið mikið labb. En segja má um 3-4-5 að þau veiðirðu frekar eftir veðurspá en dagsetningum. Þokan er oft þykk niður á fjörðum.

8 og sérstaklega 9 hafa gefið illa fyrr en seinustu dagana svo ef þú vilt fara snemma wr annað svæði skinsamlegra.

Svo er þetta eginlega spurning um veiðar ða bootcamp :twisted:


Velkominn á þráðinn :roll:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Árni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af Árni » 23 Jan 2013 17:56

Þakka svörin takk,
Já ég set nú ekki labbið eða eltingarleikinn fyrir mig, eftir að tarfurinn féll í fyrra og ég var eitthvað dæsandi yfir að þetta væri nú loksins búið því eltingarleikurinn var svo langur og erfiður, þá sagði Guðmundur (leiðsögurmaðurinn) við mig "iss, þetta eru alltaf bestu túrarnir, eftir 50 ár þegar þú ert búinn að skjóta 20 dýr frá vegakantinum þá áttu eftir að muna eftir þessu! svo njóttu þess núna því við eigum eftir að koma því niður af fjallinu líka :)"

Held það sé alveg vit í þessu hjá kallinum, held þetta geri bara ferðina skemmtilegri með því að hafa vel fyrir þessu.
En ég var svona aðallega að spá í að eyða ekki of mörgum dögum í leit að dýrum:)
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af jon_m » 23 Jan 2013 18:25

Sæll

Allt rétt og satt sem strákarnir segja hér að ofan. Síðastliðin ár hefur verið mjög mikið af dýrum á svæði 7 og því yfirleitt nokkuð þægilegt að finna dýr ef veður er gott og leiðsögumaðurinn þekkir svæðið. Einnig hefur verið mikið af törfum á svæði 6 sem oft hefur reynst þægilegt að nálgast.

En eins og Einar segir þá getur þokan verið svört og legið yfir dögum saman svo ekki er hægt að útiloka að veiðiferðin dragist á langinn.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af E.Har » 23 Jan 2013 19:41

Vandamál við hreindýraveiðar hefjast um leið og búið er að fella.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af jon_m » 23 Jan 2013 21:29

E.Har skrifaði:Vandamál við hreindýraveiðar hefjast um leið og búið er að fella.
Vandamál ? Ég segi mínum mönnum að 20% er að finna dýr, 10% að fella og 70% að koma þeim heim.
Veiðarnar byrjar þegar búið er að fella ;)
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af Morri » 23 Jan 2013 22:18

Kvöldið

Hvað er hægt að gera í því þegar valdafólk eins og umhverfisráðherra brýtur lög ítrekað og ekkert gert?

Djöfull sem ég er orðinn pirraður á þessum ráðherrum, með allt lóðrétt niðrum sig.

Á morgun segið þið, ætli það opni fyrir veiðikortaumsóknir hjá öllum á morgun þá líka. Ég set hausinn ( allt að því ) undir að svo verður ekki.

Ómar, illur
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Árni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af Árni » 23 Jan 2013 22:53

Ég tékkaði nú með það í morgun og gat skilað inn og sótt um nýtt þá, en hætti að vísu við því ég var óviss hvaða svæði ég myndi sækja um á.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af TotiOla » 23 Jan 2013 22:57

Morri skrifaði:Á morgun segið þið, ætli það opni fyrir veiðikortaumsóknir hjá öllum á morgun þá líka. Ég set hausinn ( allt að því ) undir að svo verður ekki.
Það veit ég ekkert um og tel líklegt, eins og þú, að sá vefur opni ekki fyrr en seint og síðar meir :cry:
Ég get hins vegar fullyrt að á morgun kemur yfirlýsing frá ráðuneytinu um hreindýraúthlutunina :)
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af TotiOla » 23 Jan 2013 23:00

Árni skrifaði:Ég tékkaði nú með það í morgun og gat skilað inn og sótt um nýtt þá, en hætti að vísu við því ég var óviss hvaða svæði ég myndi sækja um á.
Ég fæ bara "Service Temporarily Unavailable", en ég er kannski á vitlausum stað.
Mbk.
Þórarinn Ólason

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af iceboy » 23 Jan 2013 23:22

Svo er nú eitt í þessu.

Í ár þarf að fara inn á sér síðu til þess að sækja um hreindýr.
Ekki bara klikka villt og galið um leið og sótt er um veiðikort.

Þetta hef ég frá áræðanlegum heimildum.
Árnmar J Guðmundsson

Árni
Póstar í umræðu: 4
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Vantar ráðgjöf varðandi hreindýrasvæði

Ólesinn póstur af Árni » 23 Jan 2013 23:34

[/quote] Ég fæ bara "Service Temporarily Unavailable", en ég er kannski á vitlausum stað.[/quote]

Þetta kemur hjá mér núna líka, ætli ég hafi ekki hitt inná þetta þegar þeir voru að breyta honum eða eitthvað álíka.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Svara