Refaveiði

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
Rissi
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:23
Skráður:06 Jul 2010 00:27
Refaveiði

Ólesinn póstur af Rissi » 19 Dec 2010 23:08

Sælar Skyttur

Þá er vetrarveiðin hafin hjá mér, ég fór bæði á föstudagskvöldið og laugardagskvöldið. Náði einum ref hvort kvöld. Það var helv.... hvasst á föstudaginn þegar ég lagði af stað með félaga mínum. Það hrikti í skothúsinu fram eftir kvöldi þegar hnútarnir komu ofan af fjallinu sem skothúsið stendur undir. Það fór að lægja uppúr tíu og refurinn kom í ætið flótlega uppúr því. Hann kom rakleitt í ætið, greinilega ekki fyrsta skifti sem hann var að koma í það. Ég sá för eftir hann hringinn í kringum skothúsið þegar ég kom í það og var hræddur um að hann myndi gera það aftur en hann var greinilega orðinn öruggur með sig.
Refurinn sem ég náði í gær var varari um sig. Hann faldi sig á bakvið lúpínubrúsk og fylgdist með skothúsinu áður en hann fór í ætið. Þetta er yrðlingur síðan í vor með þykkan og fallegan feld, grásprengdann. Ég ætla að láta súta skinnið af honum og er að leita að einhverjum sem kann það. Veit einhver hver sútar refaskinn? Ég hef heyrt af einhverjum á Sauðárkrók en hef ekki fundið hann.

Kveðja
Rissi
Viðhengi
IMG_3126.JPG
Með kveðju
Reynir Þorsteinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Refaveiði

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Jan 2011 15:39

Glæsilegt hjá þer. Gott þegar veiðist vel enda þarf að taka vel á stofninum.

HVaða tilfinningu hefurðu fyrir stofninum núna, heldurðu að hann sé búin að stækka síðustu ár?

Annars veti eég ekki um neinn sem sér um að súta.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Rissi
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:23
Skráður:06 Jul 2010 00:27

Re: Refaveiði

Ólesinn póstur af Rissi » 02 Jan 2011 21:06

Það er engin spurning, stofninn er að stækka og núna má búast við að hann stækki hratt þar sem sveitarfélögin neyðast til að draga úr greiðslum fyrir refaveiði þar sem að ríkið er hætt að taka þátt í kostnaðinum.
Ég er að smíða skothús sem ég ætla koma í notkun á næsta tungli. Við félagarnir verðum þá komnir með fjögur hús en stefnan er að vera með fimm. Það þýðir ekkert annað en að stunda vetrarveiðina grimmt ef það á að halda í horfinu.
Með kveðju
Reynir Þorsteinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Refaveiði

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Jan 2011 22:06

Já það verður að taka á þessu. Hvernig fer þetta núna þegar dregið er úr greiðslum til veiðimanna. Hvað er besta leiðin til að halda rebba í skefjum? Hvernig væri best að hátta veiðunum til þess að þær skiluðu sem mestu árangri?

Kv.
Maggi
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

IngiLarus
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:9
Skráður:18 Jul 2010 23:47
Fullt nafn:Ingi Lárus Ágústsson
Staðsetning:Fljótshlíð

Re: Refaveiði

Ólesinn póstur af IngiLarus » 15 Jan 2011 22:35

Án nokkurs vafa er grenjavinnsla sem stunduð er af heilum hug afar áhrifarík, en hún er mjög tímafrek og veit ég dæmi þar sem að menn lúffa eftir að hafa kanski bara skotið annað dýrið eða bæði og skilja svo hvolpana eftir vegna þess að ekki er nennt að hafa fyrir því. En umræðan hér og nú snýst kanski ekki um það. Ég hef miklar hugmyndir í kringum vetrarveiðina og er mjög mikið á skothúsaveiðinni, sem ég tel geta verið mjög afkasta mikla. Ef að menn hafa aðstæður til að geta verið með færanlegt skothús eða þá nokkur kanski og hafa eitthvað vit á rebba er þetta nokkuð snjallt. Ljóskastaraveiði er ég ekki hlynntur, þó að hægt sé að ná dýri og dýri þá er þetta að fæla og styggja þá refi sem annars væri þá kanski hægt að fella við skothús. Svo er það líka ólöglegt og hættulegt þar sem stórar riffilkúlur fljúga langt og engin veit hvert og hvað er í kringum mann þegar myrkur er þó svo að ekkert hafi verið þar um daginn í björtu, en já best að hætta að hljóma eins móðir hins alvitra. Ég er búinn að vera vinna mikið fyrir innan Fell og inn í Þórsmörk og er mikið að tófu þar. Sérstaklega þó inn í mörk þar sem að maður sá tófu og tófur alla morgna. Á Dímónaraurunum er ég búinn að keyra daglega kvölds og morgna núna í tvö ár og sá ég á nánast á hverjum morgni tófur bæði fyrir ofan Dímón og rétt fyrir neðan hann fyrstu tvo veturna. Hef enga séð núna í vetur þannig að þeir hafa staðið sig vel grenja guttarnir í hlíðinni. Ég segi að grenjaveiðarnar séu málið en þyrfti að vera meiri nýliðun í þessu, svo er hægt að gera góða hluti með skothúsaveiði. Haglabyssa með nætursjónauka er sennilega það bezta að ég tel en er því miður ekki löglegt, en þá er hægt að liggja mikið þéttar enda ekki háður tungli eða snjó til að sjá eitthvað. Riffil er líka nauðsinlegt að hafa með enda stoppa dýrin oft utan færis fyrir haglabyssu. Sjónaukar með linsu breidd 56+ og 30mm túbu duga lengi í rökkri séu þeir vandaðir en nætursjónauki en einfaldlega málið. Orðið vitni af því. En alla vega má taka vel á þessu og er þetta að mínu mati allra skemmtilegasta veiðimennskan.

Kv Ingi Lárus
Ingi Lárus Ágústsson.
Fljótshlíð.
indro_kot(hjá)hotmail.com

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Refaveiði

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Jan 2011 11:17

Gaman að heyra þetta. Ég væri til í að prófa skothúsaveiði en vandamálið við hana er tíminn sem fer í það. Það þarf mikla yfirlegu við það. Ég var að velta fyrir mér hvort að það væri einhverjar aðrar aðferðir mögulegar í þessum veiðum í ljósaskiptunum t.d. Núna er hægt að kaupa sérstakar refaflautur og hvernig eru þær notaðar.

Er einhver möguleiki að fá rebba í skotfæri, segjum 300-400 metra ef maður er með góðann riffill og við góðar aðstæður með því að kalla á hann meðan bjart er eða er það meira bara happa glappa. Það er um að gera að hafa sem flesta möguleika í þessu og gott að það sé verið að fækka tófunni á bleiksáraurunum. Væri áhugavert að vera með hitamyndavél á veiðum, ætti að vera mun öflugra en nætursjónauki. En því miður jafn ólöglegt myndi ég telja og að auki margfalt dýrara...

Kv.
Maggi
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Rissi
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:23
Skráður:06 Jul 2010 00:27

Re: Refaveiði

Ólesinn póstur af Rissi » 18 Jan 2011 21:46

Ég er sammála því að refaveiðin er skemmtilegasta veiðimennskan, en tímafrek er hún. Það er undantekning að ég er færri klukkustundir en átta í skothúsinu í einu og átta tímar á greni þykir ekki langur tími :) Það væri toppurinn í skothúsveiðinni að vera með næturkíki en hann er of dýr fyrir mig. Ég er með Meopta riffilkíki á haglaranum, 3-12 x 56 með 30 mm túpu, hann er að koma mjög vel út en vantar talsvert uppá að standa jafnfætis næturkíkjunum.
Með kveðju
Reynir Þorsteinsson

Víddi Jóns

Re: Refaveiði

Ólesinn póstur af Víddi Jóns » 03 May 2011 17:47

Sælir, góðar pælingar. Sútarinn á Sauðárkróki heitir Karl Bjarnason og er síminn hjá honum 865-0951. Hann sútaði fyrir mig 2 hreindýr og var ég ánægður með þá vinnu. Kv. Víðir

Svara