Lög Tengdamömmu.

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Lög Tengdamömmu.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 10 Mar 2013 00:17

Lög Tengdamömmu á óðali Mæðranna eru afar sterk. Sumt er meitlað í steinn en án sjáanlegar ummerkja. Svo sterk eru þessi lög og áhrifamikil að uppátækjasamir drengir á öllum aldri hlíta þeim orðalaust. Þessu kynnist ég fljótlega í upphafi þessara aldar þegar ég fór að kúra hjá dóttir hennar. En sú góða kona hefur marga góða kosti og einn af þeim er að vera ættuð að Vestan.
Þannig er að Tengdamóðir mín og hennar systkini eiga lítið afdrep á afviknum stað á Suðurfjörðum. Þar er lítið hús sem gert hefur verið notalegt og ég sæki reglulega í.

Eitt af því fyrsta sem heillaði mig þegar mín góða kona bauð mér með sér á óðal Mæðranna voru ýmsir möguleikar til veiða. Ég sá tjarnir, víkur og fallegar fjörur ásamt dal og bröttum hlíðum. En í reynda var þetta frumsýning á nýjum tengdasyni og ekki get ég annað sagt en að nú bráðum þrettán árum seinna hafi mér verið vel tekið. Fljótlega fór ég að kanna möguleika á skotveiði.

Af sinni einskæri kurteisi sagði tengdamóðir mín sem svo. Okkur er ekki vel við það.

Þar með var það ekki rætt í tvö ár og naut ég þess að vera á þessum fallega stað þar sem vel er gert í mat og hvílt sig þess á milli. Reyndar gæti ég vel hugsa mér himnaríki á svipuðum nótum því að í besta falli grilla karlarnir og sjá um þau fáu útiverk sem þarf að gera. Svo er hlustað á fréttir og sofið vel og lengi.
Þannig háttar til að við óðal Mæðranna er falleg tjörn sem ýmsar fuglategundir venja komur sínar á. Endur og gæsir verpa í sefinu. Lómurinn er þarna að sjálfssögu heimaríkur eins og honum er einum lagið. Dag einn í blanka logni í Júní ber óvelkominn gest að garði. Tengdamóðir mín horfði á mig og spurði mig hvort að ég gæti ekki gert eitthvað.

Minkurinn var að slátra ungunum á tjörnin fyrir framan nefið á henni.

Ég gat ekkert gert annað en að benda henni á að hún hefði lýst þetta vopnlaust og friðlýst svæði og ég gæti ekkert gert.
Sú gamla sagði hvasst að þetta ætti ekki við um spendýr :evil:

Nú er það fastur liður hjá fjölskilduni að fara Vestur á vorin. Þetta eru mínir uppáhalds túrar og mörg undafarin ár hef ég notið þess að vera þarna með mínu fólki. Dóttir mín sem er nú sjö ára hefur vanist því að pabbi vaki flestar nætur og skjóti tófur og minka sem éta endurnar hennar ömmu.
Nú styttist í næsta túr og öll erum við farinn að hlakka til. Afinn og dóttir mín gefa Hrafninum og eiga sínar bestu stundir saman í þessum túrum okkar fyrir vestan.


Ekki get ég státað af miklum fjölda veiddra dýra en ferðirnar hver annarri betri þar sem við njótum þess að vera saman. Þeir sem hafa upplifað það að vera úti alla nóttina þegar fer að vora vita það að vera einn með sjálfum sér í sátt er það allra besta. Síðastliðið vor bar svo við eina nóttina að ég fór óvanalega snemma inn. Illa gekk mér með svefn og svaf lítið og laust.
Nú er að svo að veiði snýst oftar en ekki um tilviljanir og heppni. Gott dæmi um það er þessi nótt því að ég vaknaði við einkennilegt málm hljóð sem virtist koma að utan.
Ég brá mér í úlpu, stígvél og lét nærbrækurnar duga í þessa skoðunarferð. Mér til undrunnar lá áll við hliðina á húsinu án sjáanlegra skýringar. Auk þess var mér skítkalt í norðan garranum og hiti við frostmark þarna í byrjun Maí.
Tengdamóðir mín er nýtin kona og frá því að ég kom á óðal mæðranna hefur bjóðabali staðið þarna við húsvegginn. Sjálfssagt af því að einhver gæti kannski notað hann og hann var ekki fyrir neinum. Þeir sem hafa horft á CSI sjónvarpsþættina vita að það eru alltaf skýringar á öllu og nú varð ég að finna út úr þessu.
Kaldur á síðum nærbuxum í úlpu og stígvélum. Állinn hefur væntanlega komið úr tjörninni og einhver hefur hjálpað honum að húsinu. Auk þess var álinn bitinn, rispaður og skítugur.
Ekkert kom annað til greina en minkur eða fugl. Ég setti stein ofan á álinn og fór inn. Klæddi mig almennilega og greip með mér haglabyssu og skot.

Svo kom ég mér fyrir í útilegustól og beið. Það leið ekki langur tími þar til ég sá brúnt andlit horfa á mig undan eldiviðar stafla og þar með voru dagar minksins taldir.
Oftar en ekki er það talið færni þegar allt virkar og eingin veit af hverju. Þessi veiði er gott dæmi um það. Minkurinn veiðir áll í tjörninni og gerði þau misstök að draga álinn framhjá bjóðabala. Þar spriklar állinn sem var helmingi lengri en minkurinn og berst fyrir lífi sínu með þeim afleiðingum að hann lemur sjálfum sér í bjóðabalann. Ég vakna og veiði minkinn sem var ákaflega auðvelt en um morguninn er ég hilltur sem hetja og fær veiðimaður :lol:
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Lög Tengdamömmu.

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 Mar 2013 00:28

Einhvernveiginn datt mér strax lagið um hænurnar sem vöktu hanann og svo framveigis :-)
En gaman að lesa þessar minningar og ég veit einmitt hvað það er stundum mikil fylling í næturvöktum úti í nátturunni og maður samlagast umhverfi og þekkir hvert hljóð.
Endilega póstaðu svona hugleiðingum áfram bara gaman af þessu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara