Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Jan 2011 13:31

Hafið þið sem stundið skothúsaveiði verið að nota svona græjur eins og hreyfiskynjara, skrásetjara eða veiðimyndavélar til að aðstoða ykkur. Hlað selur bæði hreyfiskynjara og skrásetjara og svo er hægt að versla á cabelas.com, ebay eða öðrum síðum svokallaði trail cameras eða veiðimyndavélar sem eru með hreyfiskynjara og taka mynd þegar dýr kemur inn í skynjarasviðið og skráir um leið á myndina dagsetningu, tíma og stundum hitastig og stöðu tungls.

Flottustu tækin senda meira að segja SMS eða MMS í farsíma um leið og mynd er tekin eins og þetta tæki hér.

Mynd

Hérna er til dæmis heimasíða Bushnell: http://www.bushnell.com/products/trail- ... rophy-cam/

Og svo önnur síða tileinkuð svona myndavélum: http://www.bestgamecamera.com/
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Rissi
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:23
Skráður:06 Jul 2010 00:27

Re: Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af Rissi » 18 Jan 2011 20:42

Ég er með í láni svona veiðimyndavél. Þetta er snilldartæki, auðvelt að prógrammera og tekur myndir hvort sem er í myrkri eða birtu. Notar innrautt flass í myrkrinu þannig að rebbi á ekki að styggjast. Ég set hana við æti hjá mér um næstu helgi til að fylgjast með hvernig tófan er að ganga í.
Ég setti hana við kattarlúguna hjá mér um daginn til að prófa hana og hafði hana þar eina nótt. Það komu fínar myndir af kettinum þegar hann var að koma inn eða fara út yfir nóttina. Ég skil betur núna hvers vegna hann sefur allan daginn, hann var að fara út á klukkustundarfresti alla nóttina :)
Með kveðju
Reynir Þorsteinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Feb 2011 22:53

Er hægt að sjá einhverja rútinu hjá tófunni, hvernig hún gengur í, t.d. eftir tunglstöðu og annað. Væri hægt að sjá hvort að hún kemur frekar seint eða snemma eða er það bara algjörlega tilviljunarkennt?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af E.Har » 27 May 2012 23:45

Efg er með moultree myndavél. Hún virkar vel dag sem nótt. Er við æðarvarp í hrútafyrðinum núna. Var búin að lyggja tvær nætur við æðarvarp, en kvikindidin sáu við mér. Var farið að gruna að þær væru eki að mæta þarna í fjöruna svo ég setti upp vél. Hafa mætt tvær svo nú veit ég að þærveru þarna kl hvað þær koma og hvaða litir svo þá einfaldast lífið. Set kannski inn myndir seinna.

E.Har
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af Bowtech » 28 May 2012 14:45

Hafið þið verið að nota svona til að fylgjast með gæsa og andasvæðum.

Hvað nær þetta að mynda langt og hver er standard skynjunarfjarlægðin á svona græjum.

Spurning hvort það væri hægt að nota þetta til að vakta svæði og sjá á hvað tímum dags t.d gæsin er?
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af T.K. » 28 May 2012 19:41

Í stuttu máli eru þessar "trail cams" alger snilld. Með tilkomu þeirra sè èg ekki tilganginn með skrásetjara, nema menn vilji eyða pening. Dýrin virðast alls ekkert truflast þò myndavèlin smelli af (innrautt flass er á flestum vèlum). Myndavèlarnar gefa frábærar vísbendingar um fjölda dýra, lit þeirra (sem virkilega getur hjálpað) og hvenær dags þau heimsækja æti.


Èg hef átt tvær vèlar. Bushnell Trophy og Moultrie 80. Hef ekki viljað hafa of flókna græju nè sms pakkann. Af öllum fítusum sem eru í boði finnst mèr ending á batterýi við íslenskar aðstæður skipta mestu.

Bushnellinn átti við software vandamál að stríða í upphafi. Èg lenti ekki í því en las um marga sem gerðu það. Etv er Bushnell komnir yfir það nú, en auðvelt er að gúggla þetta. Kosturinn við Bushnellinn var svakalegt batterýending (amk 1 ár með Lithium) fínar myndir og frábær frammistaða í íslensku vetrarveðri. Hef nokkrum sinnum komið að henni helfrosinni, eins og ísklump en allt í góðu. kostar slatta, eða um 250$. Mæli samt algerlega með græjunni.

Moultrie M80 er einfaldari. Etv eru myndirnar ekki alveg eins góðar og batterýin endast ekki eins lengi, endast þó lungann úr vetrinum. Hún stenst veðráttuna líka vel og verðið er fínt eða um 100$.

Mynd
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af maggragg » 12 Oct 2013 14:20

Nýjasta videoið
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=YZRLkUSZYPg[/youtube]
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Rissi
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:23
Skráður:06 Jul 2010 00:27

Re: Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af Rissi » 13 Oct 2013 11:14

Flott myndband, gengur hún í á hverri nóttu?

Kv. Reynir
Með kveðju
Reynir Þorsteinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Oct 2013 12:06

Veit ekki hver staðan er. GSM vélin er of langt frá og ég tók þessa niður. Græja þetta upp á eftir og verður gaman að sjá þá hvernig þetta þróast.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

máni
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:6
Skráður:23 Mar 2012 12:08

Re: Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af máni » 13 Oct 2013 17:27

heldurðu að það séu fleiri að ganga í en þessi maggi, og hvernig á svo að ná henni ertu með bíl eða skothús til að liggja í....kv.Jóhann Jensson

Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af Garpur » 14 Oct 2013 11:05

Ég er búinn að nota Acorn vélar síðan 2009 bæði með og án GSM, þetta léttir manni lífið umtalsvert á þann hátt að þu veist hvað mörg dýr ganga í, hvenær og hvað þau koma oft á sáolarhring.
Einnig hafa Þeir sem þurfa langt að fara til að athuga með æti notað sms eða myndir til að vita hvort eitthvað er farið að ganga í eða ekki.
Besta við þessar vélar, finnst mér allavega að þær hjálpa við að ná dýrum sem ganga slitrótt í þ.e , einhvert mynstur er alltaf á því hvenær þær koma og hvenær ekki en það getur verið erfitt að átta sig á því ef að snjór er lítill eða enginn og lítil hreyfing á æti. Nú ef þarf að vakta varp eða eitthvað slíkt eða átta sig á gönguleið.

Sem dæmi þá dró ég út æti í okt. á síðasta ári og fékk þrjár til að ganga í það fljótlega, ekkert gerðist fyrstu tíu dagana en svo fór að koma sms uppúr því, ég fór og sótti kortið og sá á hvaða tímum þær voru að ganga í. Tvær voru að ganga í um kvöldið og fram á morgun en ein kom á morgnana, kom einu sinni á hverjum morgni og ekki aftur.
Til að ná þessum dýrum með gamla laginu hefði ég þurt að liggja heila nótt þ.e frá fimm til tíu um morguninn en tvær ferðir sem samtals tóku fjóra tíma fram og til baka kláruðu þetta.

Sumsé idealt þegar maður er orðin kaldfælinn og stöðulatur :lol:
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Oct 2013 17:07

Sæll Garðar

Hvað týpur af Acorn vélum ertu með ef ég má spyrja. Hvað hefurðu staðsett þær langt frá ætinu?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Hreyfiskynjarar og veiðimyndavélar

Ólesinn póstur af Garpur » 14 Oct 2013 22:22

Sæll, ég hef mest notað 5210 og svo 6210 frá því síðasta haust, ég hef staðsett vélina svona sex til átta metra frá og c.a 80cm-120 cm frá jörð. Hérna er þannig háttað að GSM samand er ekki alstaðar og þá nota ég frekar 5210 vélina.
Kv. Garðar Páll Jónsson

Svara