Síða 1 af 1

Staða refsins innan ESB?

Posted: 07 Mar 2012 21:22
af maggragg
Samkvæmt fréttum á visir.is er fjallað um að refir séu friðaðir í ESB og mjög þröngar skorður settar í regluverkið um undanþágur. Því er haldið fram að það sé mikill vilji innan ESB til að friða refinn allveg og ríkjum gert að koma upp friðlödum. Það er erfitt að átta sig á þessu máli án þess að sjá regluverkið sjálft en þetta virðist hafa komið til umræðu í samningaferlinu samkvæmt fréttinni.

Nú væri gaman að heyra frá bæði refaskyttum og svo fróðari mönnum um aðildarumsóknina að ESB og hvers er að vænta ef Ísland gengur í ESB þegar kemur að refaveiðum og áhrifun friðunnar á refastofninn og aðra stofna í lífríki Íslands.

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 08 Mar 2012 02:03
af Gisminn
Þetta er ósköp einfalt ef það verður stigið það ógæfuspor að ganga í þetta ESB og missa öll völd á okkar málum þá getum við kvatt allt sem heitir skotveiðar á Íslandi það er ekkert flóknara en það því miður.

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 08 Mar 2012 14:48
af maggragg
Það er örugglega ekki fjarri sanni hjá þér. Miðað við reglur ESB þá verður svartfuglinn friðaður og refurinn, nema samninganefndin spíti í lófana, sem ég efast um að hún geri. Svo þetta með jafnræði innan ESB, um leið og allir í ESB mega veiða rjúpu og heiðagæs á Íslandi, verða þessir stofnar friðaðir fljótt. Væri gaman að heyra frá einhverjum fróðum manni hvaða möguleikar verði fyrir hendi...

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 08 Mar 2012 22:12
af oliar
Gæti svo sem skrifað sama pistil hér eins og í flokknum um hreindýrin, en menn hafa leyfi í dag til veiða hvort sem þeir komi erlendis frá eður ei.
Strákar þið verðið að fara að komast í sólina til að losna við þetta svartsýnisraus :-)
Ef samningurinn verður svona slæmur þá verður hann felldur svo einfalt er það !!

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 08 Mar 2012 22:50
af maggragg
Sæll, ég setti þetta inn einmitt til að fá umræður um þetta málefni. Bæði kosti og galla og rétta hluti.

Málið er að í dag mega aðeins Íslenskir ríkisborgarar veiða á þjóðlendum. Erlendir ríkisborgara mega aðeins veiða á einkalöndum. Þannig að það gilda ekki sömu reglur um veiðar hvað varðar erlenda ríkisborgara og Íslendinga.

Varðandi refinn þá svara þú því í hinum póstinum að refir séu veiddir út um alla Evrópu. Það er líka rétt en því sem ég best veit þá er heimskauta-refurinn friðaður í Evrópu þó að rauðrefurinn sé það ekki. Sú friðun byggir á því að stofninn er mjög lítill í ESB. Þetta er mál sem Skotvíst þarf að fylgja eftir þegar ESB nefndin semur um þessi atriði, þar eð ég held að þetta séu svokölluð "samningsatriði"

Þessvegna er gott að fá sem flesta vinkla á þessi mál og helst á fá rétta "sannleikan" á borðið því það eru alskyns mýtur um þessi mál. En veiðimenn verða allavega að vera vakandi yfir þessum málum og einmitt benda samninganefdinni sem "semur" við ESB á þessa hluti.

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 08 Mar 2012 22:56
af Veiðimeistarinn
Ég held að það sé alveg ljóst að ef við göngum í ESB verða settar miklar skorður við veiðar á meindýrum svo sem ref.
Bretarnir hafa verið í miklum vandræðum með sínar refaveiðar og löngum að ég held á undanþágu frá ESB reglum, en nú hefur verið þrengt að þeim með regluverki ESB og refaveiðar þar nánast bannaðar.
En hvað sem öllum veiðum líður þá vil ég að það sé alveg á hreinu, að ég er algerlega mótfallinn inngöngu Íslands í ESB.

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 08 Mar 2012 23:18
af Gisminn
Sæll óli Þór ég ætla að anda með nefinu og sleppa því að æsa mig en vil benda þér á að það er búið að gefa það klárt út að Heimskauta refur verður friðaður. Það er ekkert að sjá til með það og það er líka búið að spyrja um stofna sem eru friðaðir ef gengið yrði inn í ESB hvort meigi aflétta því einhliða af Íslandi og svarið var einfalt NEI það land sem vill afnema friðun á einhverju dýrir verður að sækja um það og rökstyðja það og mun það fara fyrir ráðið. Verði svarið neikvætt ber því aðildar ríki að hlýta því.
Og með Erlendu veiðimennina er það nú svo í augnarblikinu að engin erlendur ríkisborgari getur veitt á Íslandi nema hafa Íslenskan ríkisborgara með skotvopnaleyfi til að ábyrgjast hann.
Svo ég spyr bara hvað er það sem ég á að bíða eftir og sjá til ?

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 09 Mar 2012 00:10
af maggragg
Var að reyna að afla mér upplýsinga um þetta. Í ESB eru færri en 200 heimsskautarefir og því eru þeir flokkaðir í ANNEX II í Council Directive 92/43/EEC of 21 May 1992 on the conservation of natural habitats and of wild fauna and flora sem tegund sem þarf að vernda. Ég skil þetta allavega þannig.

Hérna er svo grein um heimsskautarefinn en hann er aðeins í Svíþjóð og Finnlandi og í útrýmingarhættu.

http://ec.europa.eu/environment/life/pr ... ocType=pdf

Spurning um að maður sendi fyrirspurn á evrópuvefinn um þetta efni...

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 24 Apr 2012 19:07
af Einar P
Heimskautarefurinn er friðaður innan ESB og það er erfitt að fá undanþágu frá því, sérstaklega fyrir lönd sem eru að ganga í sambandið því þau lönd þurfa alltaf að lúta strangari reglum en lönd sem þegar eru inni. En varðandi veiðar útlendinga þá eru aðeins meiri líkur á að ísland geti haldið reglum varðandi veiðar í þjóðlendum, til dæmis eru svíjar að skoða að breyta reglum hér þannig að erlendir veiðimenn verði að hafa gæd við veiðar í þjóðlendum, á aðallega við um rjúpu en sá stofn er nánast að hverfa eftir að opnað var óheft fyrir veiðar ESB borgara hér í landi.

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 24 Apr 2012 20:08
af Veiðimeistarinn
Einar P. býrð þú sem sagt í Svíþjóð?

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 24 Apr 2012 21:08
af Einar P
Já ég bý í Svíþjóð. Varðandi refaveiðar þá er mikið magn af rauðref og hann er ekki friðaður, reyndar mikið veitt af honum þó svo ég hafi ekki gert mikið af því ennþá bara skotið einn.

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 26 Apr 2012 12:39
af maggragg
Sæll Einar

Miðað við reynslu þín í Svíþjóð af ESB, við hverju myndirðu búast á Íslandi í sambandi við veiðar ef Ísland yrði aðili að ESB. Hvað breytingum mætti búast við eins og t.d. varðandi rjúpna og hreindýraveiðar? Já og svo refaveiðar?

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 26 Apr 2012 15:46
af Einar P
Líklegast yrði refurinn friðaður þar sem hann er friðaður í ESB í dag, varðandi veiðar í þjóðlendum þá er grunnreglan sú að alli íbúar í ESB hafi sama rétt til veiða í þjóðlendum en td. hefur finnum tekist að halda sínum reglum þannig að finnar hafa forgang, svíjar breyttu sínum reglum þannig að allir hafa sama rétt í þjóðlendum en vegna ágangs eru þeir að athuga hvort hægt sé að taka aftur upp fyrri reglur. Vandamál íslands er að ný lönd í bandalaginu verða alltaf að taka upp nýustu reglurnar, þannig að líklegast verður ísland að opna upp þjóðlendur sínar fyrir ESB-borgurum. Sama á við um hreindýraveiðarnar þar munu lílegast allir veiðimenn innan ESB hafa sama rétt og íslenskir að sækja um hreindýr. Einnig er spurning um selveiðar td. þá má veiða sel hér í svíþjóð, kvóti uppá nokkur dýr, en það er enginn sem nennir að standa í því þar sem samkvæmt reglum ESB er bannað að selja eða gefa selaafurðir og það eru takmörk hvað maður getur safnað á sig af húðum og kjöti.
Happadrýgst væri fyrir íslenska skotveiðimenn að ísland stæði utan þessa ólukkunar sambands því að þeir eru alltaf að seilast lengra í miðsýringu veiði- og vopnalögjafar bandalagsþjóðanna.

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 26 Apr 2012 17:27
af Veiðimeistarinn
Hvað sem gerist í sambandi við veiðar ef við göngum í ESB, er ég alveg sammála Einari P að við höfum ekkert að gera inn í þetta fyrirhyggjusinnaða og tálmandi skrímsli sem ESB er.
Segjum nei við Inngöngu í ESB hvar sem við komum því við!!
Standa nú saman veiðimenn og koma svo!!!!!!

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 26 Apr 2012 22:36
af Guðni Einars
Mig langar að benda á frétt á mbl.is um erindi sem dr. Fredrik Widemo, dýravistfræðingur frá Svíþjóð, hélt í Þjóðmenningarhúsinu 5. febrúar í fyrra. Widemo er starfsmaður Sænska veiðimannasambandsins og kom hingað á vegum Skotvís. Hann taldi næsta víst að ESB myndi vilja banna refaveiðar hér og sagði að ESB hafi friðað hrafninn í Svíþjóð.
Ef ég skildi hann rétt þá yrði framtíð veiða á Íslandi að miklu leyti í höndum samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum. Hún gæti gert kröfur um undanþágur vegna aðstæðna hér. Það er svo annað mál hversu líklegt það er að stjórnvöld hér fari að teygja sig langt vegna skotveiðimanna.

Slóðin á fréttina er: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/ ... ikilvaegt/

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 26 Apr 2012 22:53
af maggragg
Hérna er fjallað um þetta málefni á evrópuvefnum: http://evropuvefur.is/svar.php?id=60084

Ég sendi fyrirspurn á vefin varðandi hvaða markmið samningahópurinn hefði í þessum málum. Langar að heyra hvort virkilegur vilji sé til að fá undanþágu.

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 10 Jun 2012 22:05
af Stefán_Jökull
Mig minnir að veiðar á grentíma séu bannaðar innan ESB, svo að það mætti eins ræða minkinn í þessu sambandi.

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 10 Jun 2012 23:52
af maggragg
Já, og ekki bara í ESB, ég held að veiðar á grenjatíma séu bannaðar með öllu líka á norðurlöndunum, hvort sem það er minkur og eða refur. Leiðréttið ef ég fer með rangt mál.

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 11 Jun 2012 15:17
af Einar P
Það eru reyndar mismunandi tímabil á refaveiðum í aðildarríkjum ESB og ég veit ekki til að sambandið leggi sig svo mikið í veiðitímann, t.d. þá eru fjögur mismunandi tímabil hér í svíþjóð. Til dæmis þá er tímabilið hér í norður svíþjóð frá 1. ágúst til 15. apríl en í suðursvíþjóð frá 1 ágúst til 28 (29) febrúar. En þetta á við um rauðref, heimskautarefurinn er hinnsvegar friðaður í ESB , það eru bara til um 170 stikki og eru þau öll í svíðþjóð.

Re: Staða refsins innan ESB?

Posted: 11 Jun 2012 21:34
af skepnan
Sæll Óli Þór, hér er tilvitnun í þig" Strákar þið verðið að fara að komast í sólina til að losna við þetta svartsýnisraus"
Ég bjó í "sólinni" eða nánar tiltekið í skotlandi þegar gengið var inn í ESB og svartnættið sem því fylgdi, sérstaklega hvað fiskveiðar varðaði og ég vona að ég þurfi aldrei að segja #ég sagði ykkur þetta#. En það er nú því miður svo að þegar fólk sem hefur búið í ESB eða býr í ESB opnar munninn til þess að segja frá sinni skoðun á batterýinu og hversu illa það hentar okkur, þá fáum við alltaf að heyra það að við vitum ekkert í okkar haus, höfum ekki hundsvit á shangrílainu ESB og erum örugglega að ljúga hvort sem er. Á þeim vefum sem að eiga að vera fyrir skoðanaskipti um kosti og galla ESB þá eru því miður of margir sem að vita allt betur, staðsettir á pínulittlu skeri lengst út í ballarhafi, heldur en fólk sem býr í þessum löndum. Við rekum farfuglaheimili og af öllum þeim aragrúa fólks sem að ég hef spurt þegar það kemur hingað til lands um það hvort að það sé betur statt núna eftir að hafa gengið í ESB, þá hefur enginn sagt já :o
En ansi margir sagt að við ættum ekki fyrir okkar littla líf að ganga þangað inn. Fyrirgefðu innilega Óli Þór ef ég er að stuða þig eitthvað en af fenginni reynslu með þjóð sem að ég ann mikið þ.e. skotum þá er ég svarinn andstæðingur ESB og þoli ekki þetta aðlögunnarferli sem að við erum í. :evil: :x

Enda er ég ekki Sólskinsdrengurinn Keli
bara bóndadurgurinn Keli :lol: :D