Á greni

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Á greni

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Jul 2013 21:59

Við Sveinn Pálsson á Aðalbóli lágum á fyrsta greninu um síðustu helgi, fórum og leituðum útstykkið í Rana.
Tófan hafði lagst í eitt greni af 10 sem við vitjuðum, hún lá í Þúfunni austan í Ytra Eyvindafjallinu, þar sem hún hefur legið nær árvisst síðan við sveinn fórum að sinna grenjunum í Rana fyrir 9 árum.
Við náðum strax einum hvolpi sem ég kallaði út úr greninu og greip, síðan var læðan skotin þegar hún kom heim, refurinn lét aldrei sjá sig og er sennilega dauður áður.
Það eru sennilega eftir tveit hvolpar í greninu sem verða teknir í glefsur, vegna þess að éir eru heldur þurrir á manninn síðan ég tók hvolpinn hann er svo grimmur og skrækti mikið þegar ég tók hann og gekk illa að þagga niður í honum þar til ég kom honum í búrið og gat breitt yfir hann.
Viðhengi
IMG_9105.JPG
Séð heim á Þúfugrenið milli vörðunnar sem ég hlóð fyrir 9 árum og byrgisins sem ég hlóð núna.
IMG_9099.JPG
Sveinn horfir niður á grenið úr nýja byrginu sem ég hlóð meðan við vorum að bíða eftir að refurinn kæmi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Á greni

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Jul 2013 07:47

Flott aðstaða :-) notar þú flautu við að kalla út ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Á greni

Ólesinn póstur af iceboy » 02 Jul 2013 08:06

Já þeim líkar vel við þúfuna, ég fór með pabba þangað fyrir, liklega um 15 árum síðan, og hún var nú oftast á þúfugreninu, enda kannski sem betur fer, það er nú ekki versta aðstaðan þar, betra að eiga við hana þarna heldur en t.d á Halldórsöldunni ;-)
Árnmar J Guðmundsson

Guðmundur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:14 Dec 2012 12:02

Re: Á greni

Ólesinn póstur af Guðmundur » 02 Jul 2013 15:33

Skemmtilegt að sjá þetta. Hef sjálfur aldrei farið á greni en vonandi verður það einhverntíman.
Guðmundur Jónsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Á greni

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Jul 2013 19:42

Já Árnmar, pabbi þinn fór með Sveini í gærkveldi að vitja um glefsurnar á Þúfunni og rifjaði upp gamlar minningar með honum.
Það var einn kvolpur kominn í og þá er einn eftir, Sveinn ætlaði aftur nú í kvöld að vitja hans, en refurinn hefur ekki enn látið sjá sig og hefur sennilega verið skotinn í vor.
Nei, ég nota ekki flautu, ég ,,húkka" sem kallað er, líki sjálfur eftir hljóðinu sem dýrin nota þegar þau koma heim á grenið og kalla hvolpana út.
,,Spotti" á Aðalbóli kenndi mér þetta, en þetta er mjög líkt hjá mér og hljóðin hjá Theodór á Bjarmalandi á refur.is
Það er hægt að líkja eftir allskonar dýrahljóðum, hreindýrabaulið er samt erfitt þó mér hafi stundum tekist að stoppa kálfa með eftirhermum, síðan þurfti ég þess ekki lengur eftir að ég fékk hreindýraflautuna en það er hægt að spila á þau með henni nánast að vild.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Á greni

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Jul 2013 22:24

Jæja, eitthvað höfum við Sveinn vantalið hvolpana í Þúfugreninu, hann fór inneftir í kvöld að vitja grenisins, þá var einn í og hann heyrði í fleirum, hann egndi glefsurnar beið og gaggaði annað slagið í hálftíma og þá voru tveir í viðbót komnir í svo það voru alls 5 hvolpar í greninu, 2 mórauðir og 3 gráir, læðan var mórauð svo refurinn hefur væntanlega verið grár.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Á greni

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Jul 2013 22:03

Það var legið á öðru greni núna um helgina, Tungugreninu inn af Hrafnkelsdal. Það náðust bæði dýrin strax, læðan var heima þegar við komum klukkan 15 á grenið, fyrra skotið geigaði og hún náði að öskra og svæfa grenið eins og við köllu, það er að ekki er að vænta að hvolpar komi út svona cirka næstu 2 sólarhringana, en hún fór ekki langt hljóp 250 metra niður fyrir grenið og stoppaði þar og þá var ekki að sökum að spyrja þegar Sveinn hefur skotið þær í færi stein liggja þær.
Það var helv.... vind sperringur sem setti strik í reikninginn.
Síðan kom refurinn tveimur tímum seinna og lá snarlega, hann kallaði út hvolpa og sáust 3 en öskrin frá læðunni dugðu samt enn og þeir vildu ekkert við okkur tala, svo það voru settar glefsur í grenið og haldið heim á leið.
Viðhengi
IMG_9165.JPG
Sveinn með feng dagsins.
IMG_9152.JPG
Eitthvað hafði læðuna klæjað í lærið eftir skotið sem var í aftara lagi vegna vindsins.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara