Refur í borgarlandinu.

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Refur í borgarlandinu.

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Sep 2013 08:51

http://www.visir.is/refum-fjolgar-i-bor ... 3709179991

Áhugaverð nálgun, ref fjölgar ekki un bygð færist nær honum! :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Refur í borgarlandinu.

Ólesinn póstur af iceboy » 17 Sep 2013 09:02

Og þetta kemur frá forstöðumanni Melrakkasetursins..... það skildi þó aldrei vera örlítil hlutdrægni þarna.

Ég bíð bara eftir því að það komi tillögur um að við rýmum landið svo það verði pláss fyrir refinn.

Hvort sem refurinn er að færa sig nær bygð eða bygðin nær refnum, þá er vandmálið samt að sama.

Ref er að fjölga mjög mikið og hann er að drepa niður fuglalífið.
Árnmar J Guðmundsson

Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Refur í borgarlandinu.

Ólesinn póstur af Garpur » 17 Sep 2013 12:35

Sælir, hvernig er það þá þar sem byggð hefur verið síðan elstu menn muna og sjaldan sést refur en það er orðið nánast daglegt brauð í dag. Þetta er eins og aðrar skýringar hjá henni forsoðið og vakumpakkað að vestan.
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: Refur í borgarlandinu.

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 18 Sep 2013 23:33

Sælir ágætu herramenn. Ég las þessa grein í fréttablaðinu yfir morgunkaffinu nú á dögunum og ég gat ekki séð neitt athugavert við hana. Þetta er ekki alveg rétt hjá þér Einar...
E.Har skrifaði:Áhugaverð nálgun, ref fjölgar ekki un bygð færist nær honum! :mrgreen:
Það stendur aftur á móti skýrt í greinini : "Hún segir refastofninn hafa stækkað og þess vegna ekki óeðlilegt að menn verði varir við refi í borgarlandinu. Refir hafa sést við Reykjanesbrautina og dæmi eru um að ekið hafi verið á þá. "

Ég held að tilgangurinn með greini sé einmitt sá að benda á að þar sem byggðin er að stækka, og þar af leiðandi að færast nær heimkynum refa, er orðið algengara að sjá refi í og við byggð. Sérstaklega þar sem ref hefur einnig fjölgað..

Svo er bara farið yfir að gott sé að ganga vel frá matarleyfum og leggja ekki út æti fyrir rebba... sem er held ég bara gott mál ekki satt?

Ekki það að ég skilji ekki vandann með fjölgun refa eða það að ég haldi eitthvað sérstaklega uppá þessa konu, heldur finnst mér bara þessi nálgun ykkar á þessa grein slitin úr samhengi og væntanlega byggð á einhverjum misskilningi.
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Refur í borgarlandinu.

Ólesinn póstur af E.Har » 19 Sep 2013 09:42

Misskilningur :D byggir á ðru sem hefur komið frá melrakkasetrinu eða kannski frekar Ester undanfarin ár. Hægt og rálega er svo komið að flestir sem bveiða ref taka öllu sem hún segir með grammi af salti. Er t.d líklegt að stækkun bygðar sé að valda því að refur sé nær bygð? venjulega hrekkur refurinn undan. Sjáum t.d Keflavíkurveginn. Þarna var varla tófa fyrir 20 árum. Nú í karratalningum sjá menn jafnmargar tófur og rjúpur!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Refur í borgarlandinu.

Ólesinn póstur af Garpur » 19 Sep 2013 11:56

Sælir, nú hef ég ekki lesið téða grein en vanalega er það þannig að ef að ref fjölgar á einhverjum svæðum hefur hann betri aðgang að æti, óháð fjölda refa sem eru fyrir, eða mannfólki.
Í þessu samhengi er það mín skoðun að kanínur í Heiðmörk og víðar þarna á svæðinu dragi að sér refi meira en annað.
Mín reynsla er sú að refurinn aðlagast manninum og sinnur leiðir til að forðast hann, eða láta lítið fyrir sér fara og þau svæði þar sem gnótt er af æti eru mjög vinsæl og oft fjölsótt af skolla.
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Refur í borgarlandinu.

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Sep 2013 10:15

Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara