Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 06 Oct 2013 21:53

Ég stal þessu af refur.is

Mig langar að láta þig vita af einstöku tækifæri sem ekki býðst á hverjum degi hérlendis. Dagana 11.-13. október næstkomandi verður haldin fjórða alþjóðlega ráðstefnan um melrakkarannsóknir (e. Arctic fox conference). Ráðstefnan verður haldin á Hótel Núpi í Dýrafirði og eru upplýsingar um hana hér á síðunni: http://melrakki.is/arctic_fox_conference/

Ég hef sent tilkynningu um ráðstefnuna til Skotvís og Skotreyn og reynt að koma henni á framfæri meðal veiðimanna en sé ekkert um hana á helstu miðlum. Því ákvað ég að senda þér og öðrum sem ég hef netfang hjá, þennan póst, þá er alla vega tryggt að þú hafir vitneskju um viðburðinn og getur ákveðið sjálfur hvort þú kýst að taka þátt eða heimsækja ráðstefnuna. Endilega láttu vita í þínum kunningjahópi, það má vel vera að einhver hafi áhuga á að taka þátt.

Þar sem lokadagur ráðstefnunnar, 13. október er dánardagur Páls heitins Hersteinssonar, verður sá dagur helgaður minningu hans. Gott er fyrir menn að vita að hægt er að semja um að fá að koma eingöngu einn dag ráðstefnunnar ef menn eiga erfitt með að mæta alla dagana. Hvernig sem menn gera þetta þá er nauðsynlegt að skrá sig og er kostnaður um 10 þúsund kr. fyrir hvern dag. Innifalið er aðgangur að dagskrá, hádegismatur og kaffi fyrir og eftir hádegi. Ef taka á þátt í kvöldverði þarf að tilkynna það sérstaklega eða kaupa miða í kvöldverð hjá Hótel Núpi. Enginn styrktaraðili er að ráðstefnunni svo við höfum ekki fjárráð til að bjóða gestum á okkar kostnað, því miður.

Það gæti verið gaman fyrir ykkur að kynna ykkur nýjustu rannsóknir á þessum málaflokki og hitta fólk sem stúderar tegundina við allt aðrar aðstæður en hér eru - til dæmis þar sem tófur eru strangfriðaðar en einnig þar sem veiðar eru enn stundaðar vegna feldarins,

Mig langaði bara að deila þessu og láta sem flesta vita, mest af mínum tíma núna fer í undirbúning og vinnu vegna þessarar ráðstefnu og mikið af efninu sem ég nota í erindi mín eru fengin frá ykkur veiðimönnum - takk fyrir það.

með kveðju
Ester Rut Unnsteinsdóttir

Melrakkasetri Íslands - The Arctic Fox Centre, Eyrardal, 420 Súðavík
Náttúrufræðistofnun Íslands - The Icelandic Institute of Natural HIstory
Urriðaholtsstræti 6-8, 212 Garðabær
Sími: 590 0500 - Tel: +354 5900500
Netfang - e-mail: ester@ni.is
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Oct 2013 22:51

Jú vissi af þessu og er að stefna á að fara
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af E.Har » 06 Oct 2013 22:58

Átti þetta að vera leiniráðstefna?
Ekki mikið auglýst!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af Gisminn » 10 Oct 2013 10:13

Er að búa mig undir að leggja land undir dekk og bruna 405km á ráðstefnuna og vera helgina og fræðast um hvað sé í gangi í heimi rannsóknana og taka almennt púlsin á stöðu refs.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af TotiOla » 11 Oct 2013 17:58

Sæll Þorsteinn

Ef þú hefur tök á þá mátt þú endilega deila með okkur, sem erum fastir heima við, helstu niðurstöðum eftir ráðstefnuna.

Eitthvað segir mér að þessar rannsóknir og niðurstöður sem þarna verða kynntar séu (og verði) ekki aðgengilegar fyrir almenning.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Lundakall
Póstar í umræðu: 4
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af Lundakall » 15 Oct 2013 00:41

Sæll Þorsteinn
Vonandi hefurðu haft góða heimkomu eftir ráðstefnuna.
Endilega deila því með okkur hvað fram fór þarna.
Við erum örugglega margir sem bíðum eftir skýrslu frá þér. :D :D :D
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 15 Oct 2013 13:51

Sælir heirði í Steina á föst kvöld og bíð mjöööög spenntur eftir því sem kom fram á laugardaginn miðað við hvað hann sagði mér.. Skildist á honum að fröken Ester myndi eiga erfiðann tíma eftir framsöguna sína :-) amsk miðað við það sem þeim fór í millum á föst kvöldið þannig að ég er eins og þið bíð spenntur...
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Oct 2013 17:46

Jú sælir þetta var mjög fróðleg ráðstefna um heimskautarefin og voru vísindamenn frá rúslandi og kananda en mest frá norðurlandaþjóðunum.
Það er satt sennilega verður lítið um almennar upplýsingar en þetta var aðalega svona framsögur um hvað hver væri að gera í sínu landi.
Ísland er með sérstöðu að því leiti að þar er mikil fjölgun af ref en öll önnur lönd eru að reyna að hjálpa stofninum því hann er jafnvel í útrýmingarhættu sumstaðar.
Ester hélt smá tölu um friðuðu svæðin hér á landi og svo kom húnn inn á hvað verið væri að reyna að gera með að halda í við fjölgun refa hér.
Svo hélt hún aðra tölu um Hornstrandir.
Ég ætla aðeins að heyra í mínu svæðisráði áður en ég gef út meira því það eru mörg eldfim og viðkvæm atriði þarna á milli sem mig langar að fá smá álit á .
Jafnvel gæti komið smá könnun en það kemur allavega meira síðar en ekki alveg strax en ég lofa að fræða ykkur nánar fljótlega.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Lundakall
Póstar í umræðu: 4
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af Lundakall » 17 Oct 2013 22:31

Sæll Þorsteinn
Það er sjálfsagt gott að melta þetta aðeins áður en farið er að skrifa mikið opinberlega. Svo er líka ekki verra að hafa svona Svæðisráð til stuðnings. :lol:
Hún Ester virðist vera háll sem áll ( eða segir maður hál sem ál í kvenkyni). :mrgreen:

Þú manst kannski eftir þræðinum sem ég stofnaði undir "Allt um veiði" og ég kallaði "Melrakkasetur, Ester og fundurinn". Þráðinn stofnaði ég 25 MAR 2013 eftir fundinn hjá Skotreyn.

Það sem mér fannst mjög gremjulegt var að Ester margsagði á fundinum að refir færu ALDREI út fyrir friðlandið og það átti að vera sannað mál vegna fræga eyrnamergsins.( ÚPS - ég ætlaði að sjálfsögðu að skrifa hér EYRNAMAURSINS).
Svo kom fram á þræðinum að hún hefur margsinnis fengið refi úr friðlandinu, sem eru skotnir fyrir utan það. Hvað gerðist, var þeim hent vegna þess að þeir pössuðu ekki inn í fyrirfram gefnar forsendur, eða hvað er í gangi. :evil:
Brotnar eitthvað viðkvæmt ef sannleikurinn er sagður um að auðvitað fara refir þarna frjálsir ferða sinna eins og annars staðar. Má ekki skrá það bara rétt. :o
Síðast breytt af Lundakall þann 28 Oct 2013 21:28, breytt í 1 skipti samtals.
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Oct 2013 22:41

Þarna hittiru pínu naglann á höfuðið og er þetta eitt af því sem ég mun ræða en Ester sagði eina mjög athygglisverða setningu þegar ég var aðeins að véfengja hana og er þetta setningin.
Það sem ekki er skráð GERÐIST ALDREI.
Það má kannski segja henni til varnar að hún var undir miklu álagi þarna þar sem ráðstefnan var á hennar ábirgð og mörg horn að líta í.
En eigum við bara ekki að segja að hún sé útsmogin eins og refur ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Lundakall
Póstar í umræðu: 4
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af Lundakall » 28 Oct 2013 21:46

Sæll Þorsteinn

Langaði aðeins að forvitnast hvort Svæðisráðið þitt hefði fundað og þá hver niðurstaðan hefði orðið.

Magnað þetta með að: ÞAÐ SEM EKKI ER SKRÁÐ GERÐIST ALDREI !!!

Þannig að svona sem dæmi þá skaut Gummi Valda frá Ísafirði árið 2009, 13 refi sem hann sendi inn og voru 3 þeirra með fræga eyrnamaurinn, sem öll kenningin um refina stendur og fellur með.

Til þess að eyðileggja ekki þessa fínu kenningu um að refir fari aldrei út fyrir friðlandið, þá var ekki skráð að þeir hefðu verið sendir inn - og púff - þessir refir höfðu aldrei verið til, hvað þá skotnir.

Þetta eru sko vísindi (ætli sé ekki hægt að fá helling af peningum til að rannsaka þetta). :idea: :?:
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af Gisminn » 28 Oct 2013 22:15

Nei það hefur ekki verið fundað menn pínu uppteknir og púsl að hittast enda dreifðir um Húnavatssýslur,Skagafjörð og Fljótin enda er breiddin góð og góðir menn.
En það er verið að skiptast á tölvupóstum en ég lofa að það verður gefin góð yfirsýn hvað verið er að spá í refamálum en svo því skal haldið til haga þá var margt gott og áhugavert líka á gangi og ungur drengur þarna( líka nemi Páls heitins ) Hálfdán Helgi ég hef mikið álit á þeim dreng og hanns hugmyndum við ræddum margt og vorum ekki endilega sammála enda skoðanirnar fengnar úr mismunandi reynslum.En hann hlustaði vel á það sem ég hafði að segja og ég gerði það einnig með hanns hliðar og ég held að þarna sé maður sem geti sameinað rannsókn og veiðar.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Oct 2013 00:01

Hálfdán Helgi er pottþéttur enda að austan og konan hans af Jökuldalnum 8-) ;) :D
Hann hefur verið með rannsóknir meðal annars hér fyrir austan, mér lýst vel á uppleggið hjá honum :!:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Lundakall
Póstar í umræðu: 4
Póstar:24
Skráður:25 Mar 2013 19:25
Fullt nafn:Eyjólfur Gíslason

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af Lundakall » 29 Oct 2013 00:22

Það er alltaf ánægjulegt að heyra af mönnum sem vinna starf sitt vel.
Sérstaklega finnst mér þörf á að heyra af einhverjum eins og Hálfdáni Helga sem virðist vera að gera góða hluti í rannsóknarvinnu á náttúrusviði.

Því miður virðist einmitt þar vera víða pottur brotinn, sbr. rjúpnarannsóknir og lundarannsóknir.
Eftir því sem næst verður komist er þar unnið skv. reglunni: Ég set fram kenningu og vinn svo að því að sanna hana með öllum leyfilegum og óleyfilegum meðulum.
Með kveðju,
Eyjólfur Gíslason lundakall

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Ólesinn póstur af E.Har » 29 Oct 2013 14:28

Hálfdán er nú soldið meira vestfyrst nafn svo þetta hlýtur að vera eðal drengur .-)

Annars skaut nú Finni Kubb úr bókinni Agggagagg í Dölunum!
Svo hann hefur auðvitað aldrei farið út af friðlandinu! :P
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara