Síða 1 af 1

Hlaupadýr...

Posted: 13 Nov 2013 21:29
af BjarniB
Sælir félagar...Mig langar agalega að skjótast og litast um eftir tófu jafnvel leggja út æti og liggja fyrir henni en vandinn er sá að ég bý í Reykjavík og hreinlega þori ekki að fara bara einhvert útfyrir borgarmörkin og trítla af stað..Nú spyr ég getur einhver bent mér á hvar ég mætti liggja fyrir tófu í almenning hér á SV horninu án þess að gera einhvern usla...ég hef mikið leitað á netinu hvar hægt er að greina eignarlönd frá almenning en hef ekkert nytsamlegt fundið...


ef þú getur frætt mig um þetta og eða gefið mér ráð þá máttu senda mér póst

Einn mjög áhugasamur um refaveiði..
Kv.Bjarni B

Re: Hlaupadýr...

Posted: 13 Nov 2013 22:00
af Gisminn
Sæll Bjarni stutta útgáfan er að það er bannað að leggja út æti nema með leyfi ég man ekki hvort það var sýslumanni eða lögreglustjóra en þessi regla er ekki sérstaklega virt.
Næsta ráð er að fá að fara frekar með einhverjum sem er að liggja fyrir dýrum heldur en að trítla á stað og leggja æti einmitt innan radíusar frá annari refaskyttu og trufla þannig reglulega rútínu tófunar (Ekki vinsælt)
3 ráðið er að ef þú þekkir bónda einhverstaðar er sterkur leikur að fá hann ef að falla til hrossasíða eða hausar og setja nálægt gilbarmi (lækjarfarveg).
Bóndinn þekkir staðaráttirnar vel svo þessi partur er auðveldastur.
Næsta hvernig ættlar þú að skýla þér og vera sem lyktarlausastur ? Gamalt bílhræ sem heldur vindi og vatni hafa verið vinsæl síðan eru húsin af gömlum hestakerrum líka sniðugar.
Bara númer 1-2-3-4-5 ekki setja út heilan skrokk af einhverju og prófa einusinni eða tvisvar og láta svo liggja það fjölgar dýrum en fækkar þeim ekki.(fá bóndan til að taka og urða)
Prófessinolinn er með skothús, ljós, myndavél eða skrásetjara því tófan er mjög tímastillt og
stundvís og bíður uns 2-3 tófur eru farnar að ganga í reglulega þá er farið í skurk.
Ef þú villt eitthvað frekari útlistingar þá er þér velkomið að hringja
8614449

Re: Hlaupadýr...

Posted: 14 Nov 2013 10:30
af Gisminn
Til að bæta aðeins við þá er neðst í þessari grein aðeins um tófuveiði nú í haust mest hlaupadýr sem sagt yrðlingar frá sumrinu ;-)
http://visir.is/sidasta-rjupnahelgin-fr ... 3131119519