Síða 1 af 1

Köttur í æti

Posted: 04 Feb 2014 18:53
af Rissi
Sælir spjallverjar

Það er kattarskratti að ganga í ætið hjá mér en rebbi vill ekki sjá það, hefur bara einu sinni komið á mynd hjá mér en fór ekki í það.
Hafið þið einhverja reynslu af því að rebbi vilji ekki ganga í ef köttur merkir við ætið?


Með kveðju

Reynir

Re: Köttur í æti

Posted: 04 Feb 2014 19:46
af Gisminn
Nei enga reynslu af því

Re: Köttur í æti

Posted: 04 Feb 2014 20:13
af Rissi
Ég fékk þessa tilgátu um daginn þegar ég var að barma mér yfir áhugaleysi rebba, hef skotið kött við æti og hann virtist ekki hafa nein áhrif á matarlystina hjá tófunni. Ef til vill er hrúturinn ekki lystugur þó ég hafi fláð hann áður en ég bar hann út.

Re: Köttur í æti

Posted: 04 Feb 2014 20:32
af Gisminn
Helst ástæður fyrir að rebbi vill ekki í æti eru þessar
1 Hundur markaði svæðið
2,Það er boðið betra í nágrenninu oftast hross
3 Dýrirð sem notað er í æti drapst af völdum sjúkdóms og hafði fengið pensilín (pestarlykt eða bragð)
Oft ruglast við og kallað húslykt og talið að tófa langi ekki í fé af húsi en það er miskilningur.
4. Ætið kynt of seint að vetri eins og ég myndi telja ef verið væri að bera út núna tófan er búin að finna sér fæðulindir sem hún treystir og gengur í þær nú. Gæti komið lota um mánaðarmótin Mars-apríl og síðan algjört stopp þegar læðan legst á greni.
Kannski hjálpaði þetta pínu.

Re: Köttur í æti

Posted: 04 Feb 2014 21:37
af Veiðimeistarinn
Þetta er rétt hjá þér Þorsteinn og það sem þú telur upp, munurinn á hundum og köttum við æti er sá að hundurinn lyktarmarkar með þvagi eins og refurinn en það gerir kötturinn ekki og hann merkir yfir höfuð ekki neitt.
Kettir eru pempíur og vilja enga lykt og eyða löngum stundum í að þrífa sig hátt og lágt, það er aðeins ef þeir verða ofsa hræddir sem þér míga til að verja sig og þá kemur vond lykt svo um munar.
Munurinn á húsalykt og pestarlykt = lyfjalykt aðalega pesilín, er sá að húsalyktin veðrast af tiltölulega fljótt en penseínlyktin ekki, þó dýr sem er borið út hafa drepist pestardauða skiptir það yfirleitt ekki máli nema ef reynt hefur verið að lækna skepnuna með lyfjum, þess vegna er réttara að tala um lyfjalykt en pestarlykt 8-)

Re: Köttur í æti

Posted: 04 Feb 2014 23:30
af Rissi
Þakka ykkur fyrir þetta, var ekki alveg að kaupa kenninguna með köttinn en maður gefur hlutunum sjéns og veltir þeim fyrir sér. Það eru fáir refir á ferðinni þar sem ég er með þetta skothús og fæðuframboðið gott, stórir bygg og lúpínuakrar sem hann sækir í, eflaust nóg af mús þar. Sá hvítann ref um daginn í lúpínuakri þar sem hann og ugla voru ekki sátt hvort við annað, bæði að leita að sömu bráðinni. Er ekki farinn að örvænta ennþá, seinnipartur mars og byrjun apríl hafa alltaf reynst mér best.

Re: Köttur í æti

Posted: 05 Feb 2014 00:06
af Rissi
Burtséð frá köttum og öðrum ófögnuði sem er að aféta refinn, hafa menn góða reynslu af myndavélum við æti? Var sjálfur að versla eina fyrir stuttu og get ekki sagt annað en að hún sé að virka vel. Sumar myndirnar mættu vera skýrari, þessi t.d. sem kom í kvöld er aðeins hreyfð, ekki gott að sjá hvort þetta er helv. kötturinn eða rebbi.

Re: Köttur í æti

Posted: 05 Feb 2014 01:17
af Veiðimeistarinn
Þetta er rebbi það er ekki spurning 8-)
Það sést á fótastöðunni ;)

Re: Köttur í æti

Posted: 05 Feb 2014 22:24
af Morri
Þetta eru leiðindi... köttur í æti...

Kettir og hundar á flakki eru til vandræða alltaf.


Á síðustu myndinni, klárlega refur