Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Feb 2014 16:47

Daginn.

Er ennþá í kúlupælingum. Hornady V-Max eru framleiddar sem vargkúlur. A-Max eru framleiddar sem nákvæmniskúlur en hafa sama plastodd og þunna kápu. Eru með skemmtilegri flugstuðul og annað í þeim dúr.

Hvernig hafa þær verið að virka á varg, þá á ég við áhrifin á bráðina. Eru þær að springa janf vel út og V-Max?

Get valið milli 95 gr. V-Max eða 123 gr. A-Max.
Er með mauser í 6.5x55 með 8.5 twisti
Á N140, N540, N560 og nota norma hylki

Þar sem ég er um þessar stundir fatlaður með QuickLoad sem ég nota annars óspart vantar mig svo smá upplýsingar um hvora kúlu fyrir sig, hvaða púður henta best af þessum. Finn lítið um 95 gr. V-Max en ef 123 gr kúlan er líka góð vargkúla væri ég hrifnari af henni.

Er vanalega að skjóta 130 - 140 grain svo að fall er ekki aðalatriðið hér.

Bætt við:
100 gr. A-Max er líka til þannig að hún kæmi einnig til greina. Þarf aðeins að leggjast í ballistic reikning með þær þegar ég hef hugmynd um hraða, miða við 6.5x55 SKAN hleðslur.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 2
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 13 Feb 2014 17:59

Sælir,
Hef verið að nota 123 A-Max á rebba, sé ekki stóran mun á V eða A.
Var búin að vera reyna að nota 95 V en varð aldrei sáttur, góð á 100m en yfir 200 var hún ömurleg.
Kosturinn við A-Max er að hún hefur nánast sama flugstöðul og Scenar 123, og ég er að nota sömu hleðslu á báðar kúlurnar, og báðar falla 9 MOA frá 100m í 500m en Scenar er að setja aðeins þéttar á lengri færum. Svo þetta er mjög einfallt hjá mér, Scenar á flest sem ég ætla að borða en A-Max á allt sem á bara að aflifa.
Sigurður Kári Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Feb 2014 18:02

Takk fyrir þetta. Er farinn að hallast að 123, sérstaklega vegna flugstuðulsins og greinilegt að A-Max eru að gera það gott í vargveiði
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 3
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 13 Feb 2014 20:32

Sæll Magnús

Ég hef verið að nota A max 123gr í 260rem og sáttur með nákvæmni, þú taldir nákvæmnina vel viðunandi ef ég man rétt. Ég get minna frætt þið um hvernig hún hentar í varg.
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Feb 2014 20:53

Hún þarf jú að vera nákvæm. Er sáttur með í kringum 1/2 MOA af resti.

Litz gefur upp upplýsingar um V-max 95 grain í bókinni sinni, en er ekki með þessa listaða. Hefði verið gaman, en hægt að bjarga sér án þess :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 Feb 2014 21:42

Mín reynsla af 123 A í minn sem er eins og fram hefur komið með 8 twist er ekki góð hvað varðar nákvæmni ég fæ mikið nákvæmara með 100 og 120 Nosler BT en ég reyndi bæði kúlusetningu frá nánast rillum og langt aftur með R-19 með svipaða hleðslu og í 120 og prófaði svo 2 mismunandi gleðslur en kulusetningar skalan með N-160 Jákvæði punkturinn var að sumar af þessum prófunum gáfu betri grúbbur en noslerinn á 200 metrum en aldrei á 100 hún kanski var bara ekki orðin stöðug á 100 ég veit það ekki.
Síðast breytt af Gisminn þann 14 Feb 2014 15:09, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Feb 2014 11:41

Ég held að 100 og 120 gr. Nosler BT séu bara ekki til í landinu eins og er.
Ætla að prófa þessar 123 gr. pillur. Reyni það með N560 og sé hvernig það kemur út.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 Feb 2014 12:39

Ég heyrði í hlað um daginn og þeir sögðust eiga 120 þó hún stæði uppseld á netinu en þessir eru með hana auglýsta og venjulega taka þeir af sölu ef þær eru ekki til
http://veidiflugan.is/is/vorur/flokkur/ ... ur/2?rada=
Síðast breytt af Gisminn þann 14 Feb 2014 13:12, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af konnari » 14 Feb 2014 12:41

Var staddur í Hlað í gær og 120 gr, Nosler BT er til :)

Aðal munurinn milli V-max og A-max er að V-maxinn er með enn þynnri kápu sem á að springa um leið og kúlan verður fyrir mótstöðu. Það er ekkert öruggt að A-maxinn opnist eitthvað í varg !!
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Feb 2014 14:01

Takk fyrir þetta. Sá bara að hún var uppseld á heimasíðunni hjá þeim. Heyri í þeim.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af gylfisig » 14 Feb 2014 14:49

Af hverju er það ekki öruggt, Ingvar?
Ég hef grun um að þú sért ekki að nota þessar kúlur, nema þá á pappa. Reynslan sýnir yfirleitt svona lagað svart á hvítu.
Ég kaupi, og nota þessar kúlur eingöngu í varg. Þær fara mjög illa með allt sem þær lenda í, samkv. minni reynslu. Gera alls ekki síðri usla en nosler bt kúla, og nákvæmnin síst verri.
Samt var helsta ástæða þess að ég fór að nota þær, að þær voru töluvert ódýrari en Noslerinn, auk þess fékk maður góðan afslátt að auki í Ellingsen. Nú... og svo komu kúlurnar og nákvæmni þeirra bara þægilega á óvart.
Viðhengi
4 mynd.jpg
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af gylfisig » 14 Feb 2014 14:50

,Efri myndin sýnir skotsár eftir 123 grs A max og sú neðri er eftir 75 grs V max.
Á fleiri myndir af svona skotsárum eftir þessar kúlur, en ætli sé ekki best á láta þetta duga.
Viðhengi
mynd 1.jpg
mynd 1.jpg (38.21KiB)Skoðað 5273 sinnum
mynd 1.jpg
mynd 1.jpg (38.21KiB)Skoðað 5273 sinnum
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 2
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 14 Feb 2014 17:26

Það er nátturulega ekkert öruggt í þessum heimi, en hvað varðar A-Max þá hafa allir refir sem ég hef skotið með henni farið mjög ílla.
Síðast breytt af Siggi Kári þann 14 Feb 2014 19:00, breytt í 1 skipti samtals.
Sigurður Kári Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Feb 2014 17:52

Er ekki málið bara að Hornady ábyrgist A-max ekki sem veiðikúlu, heldur er hún hönnuð sem markkúla. Það segir samt ekki að hún virki ekki vel á varg. Svipað og með Berger VLD kúlurnar sem voru hannaðar sem markkúlur, en svo kom í ljós að þær hentuðu vel til veiða, og ekki fyrr en eftir miklar prófanir voru þær markaðssettar sem veiðikúlur.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af konnari » 14 Feb 2014 22:48

Þú hittir naglann alveg á höfuðið Magnús....Hornady ábyrgist ekkert A-max kúluna sem varg kúlu, en svo er það aftur á móti engin ný vísindi að.....ef þú skýtur i bringubeinið á önd eða gæs að þá fer allt í klessu :? burtséð hvaða kúlu þú notar....það fer í klessu !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af gylfisig » 15 Feb 2014 00:59

Mikið helv. er bringubeinið aftarlega á þessum tveimur fuglum :D :D :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Jul 2014 20:58

Er núna búin að nota 123 gr. A-max í soldin tíma. Er með hleðslu sem skilar henni á 2900 fps í 6.5x55 og er stöðugt að skila 0.6 MOA grúppum. Nákvæmnin er mjög góð, virkilega sáttur við hana og er búin að skjóta tvo refi með þessari kúlu og það er ekkert að hlaupa burtu sem verður fyrir henni.

Er með sjónaukan stilltan á 100 metra. Á 200 m er ég 9 cm yfir og 35 cm á 300 metrum. Þetta er allt skrifað utan á riffillinn svo maður er fljótur að stilla inn, eða halda yfir. Annar kostur við þessa kúlu er að hún heldur sér vel í vindi.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 9
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af maggragg » 10 Jul 2015 14:18

Kláraði 123 gr skotin hja mer um daginn og prófaði svo Berger 140 gr VLD á rebba í gær, en þetta er þrusu nákvæm hleðsla en hef ekki prófað þessar Berger á varg áður og lítið til um það. Refur er einfaldlega of lítill til að kúlan opnist almennilega. Skaut ref og yrðling á um 150 metrum við greni í gær, bæði bógskot og þetta er árangurinn. Refurinn féll í sporunum en yrðlingurinn tók eitt stökk og svo var hann allur.

Mynd inngatið

Myndútgötin

En er kominn með nóg af 123 gr. A-max og er að hlaða skot með þeim í þessum skrifuðu :D
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Hjörtur S
Póstar í umræðu: 3
Póstar:56
Skráður:24 May 2012 13:41
Staðsetning:Reykjavík

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af Hjörtur S » 11 Jul 2015 11:03

Sæll Magnús

Þessir 2 vinstramegin á seinni myndinni voru teknir með 123gr Amax sem og þessi á fyrri myndinni. Þeir féllu strax.
Viðhengi
R200002.jpg
R200002.jpg (198.36KiB)Skoðað 4594 sinnum
R200002.jpg
R200002.jpg (198.36KiB)Skoðað 4594 sinnum
R200001.jpg
R200001.jpg (188.38KiB)Skoðað 4594 sinnum
R200001.jpg
R200001.jpg (188.38KiB)Skoðað 4594 sinnum
Með kveðju
Hjörtur S
Hjortur@internet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hornady A-max á varg, einhver reynsla?

Ólesinn póstur af gylfisig » 11 Jul 2015 16:58

Úfff....stutt færi?
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara