Síða 1 af 1

Fyrsti refurinn minn

Posted: 24 Jun 2014 12:12
af maggragg
Ég fór á refaslóð í gær með Reyni Þorsteinssyni, reyndri grenjaskyttu, en við vorum að leita af greni á Rangárvöllum, og jafnframt dýrbít sem hafði verið þar á sveimi síðan í vor en ekki náðst. Ég er úr Landeyjunum þar sem engir refir hafa veriði og því algjörlega blautur á bak við eyrun hvað refi varðar, hef aldrei séð þá á vappi nema stöku sinnum við þjóðvegi landsins. Ég hef þó haft mikinn áhuga á því að koma mér inn í þessa veiði.

Semsagt í gær þá fórum við á bithagana þar sem tófan hafði sést tvemur dögum áður síðast. Vorum við ekki búnir að vera lengi þegar við sáum rebba koma arkandi í átt að fénu og að okkur, hann hljóp svo í um 200 metra fjarlægð ofan í gil. Við fórum á stað þar sem við töldum að hann myndi birtast. Ég kom mér fyrir, mældi fjarlægð í þá staði sem voru í góðri skotlínu, annarsvegar um 200 metrar og svo um 120 metrar. Skömmu síðar birtist rebbi, stoppaði og horfði á okkur, og þá fekk hann eina 123. gr. A-max í sig og var allur. Færið var 122 metrar. Riffillinn, Mauser að hætti Bóbó í 6.5x55. Kúlan á um 2900 fps.

Þetta var gamall refur, en tennurnar voru orðnar vel slitnar.

Það er held ég ekki aftur snúið eftir að maður er búin að prófa þetta. Virkilega spennandi og krefjandi veiði.
10469347_10152531388962743_3949222671415642606_n.jpg
Fyrsti refurinn

Re: Fyrsti refurinn minn

Posted: 24 Jun 2014 12:33
af Gisminn
Til hamingju og velkominn í hópinn :-)

Re: Fyrsti refurinn minn

Posted: 24 Jun 2014 15:15
af gylfisig
Flottir... báðir tveir :D

Re: Fyrsti refurinn minn

Posted: 24 Jun 2014 16:15
af Stebbi Sniper
Sæll Maggi

Vel gert... Þetta er líka sú veiði sem ég hef virkilega mikinn áhuga á að komast í. Hef skotið nokkra í gegnum árin, keyrt yfir aðra, en ekki komið því í verk ennþá að koma mér á greni.

Nú fer maður að koma sér upp vetrarveiðistað í Húnavatnssýslu, þar sem allt verður vaktað og skotið sem sýnir sig. Það verður líklega ekki aftur snúið þegar maður byrjar í þessu... það sem heldur aftur af manni í dag er að þetta er ekki beint fjölskylduvænt sport.

Vonandi áttu eftir að salla nokkra niður í viðbót í sumar... það er örugglega ekki erfitt að verða húkkt á þessum veiðiskap!

Re: Fyrsti refurinn minn

Posted: 25 Jun 2014 16:27
af maggragg
Já það er rétt Stebbi. Þetta er ekki fjölskylduvænt. En þetta er spennandi, og krefjandi. Einnig þjóðþrifamál.

Það verða fleirri vonandi sallaðar niður í sumar og svo næsta vetur. Það er einnig ómetanlegt að komast með svona reyndum skyttum á veiðar til að læra og fylgjast með.