Síða 1 af 1

Eitt greni í ár?

Posted: 14 Jul 2014 21:10
af Veiðimeistarinn
Það virðist bara ætla að verða eitt greni hjá okkur félögunum mér og Sveini Pálssyni í ár, tófa lá í Bakkastaðahnjúk, búið að fara á flest önnur greni og hvegi far nema í einu greni sem hún virðist hafa flutt úr.
Hins vegar er eftir að fara á nokkur greni inn á öræfunum en þau eru nýkomin undan snjó svo við búumst ekki við neinu þar, en hver veit.
Þeir lögðust á hnjúkinn Sveinn og Aðalstein sonur minn á föstudaginn og gekk vægast sagt illa eftirtekjan var rýr, aðeins 2 hvolpar sem voru kallaðir út og skotnir, og feilskot á bæði dýrin og fleiri en eitt á refinn :twisted:
Síðan kom ég til þeirra upp úr hádeginu á laugardag, Aðalsteinn var þá á greninu en Sveinn farinn að leita á öðrum grenjum.
Ég lá á greninu fram að klukkan 2 á aðfaranótt sunnudags þegar Aðalsteinn kom aftur og tók við.
Ég varð einskis var nema síðasti hvolpurinn í greninu fór að kalla um klukkan 21 um kvöldið, sem var undarlegt í meira lagi þar sem refurinn kom heim í annað sinn klukkan 7 um morguninn öskrandi viðvörunar öskur, það nægir venjulega til þess að hvolpar bæra ekki á sér næstu 2 sólahringana, hann var þá hrakinn burt með viðvörunarskoti :lol:
Þegar hvolpurinn var búinn að kalla smá stund sá ég læðuna í svip en kom ekki á hana skoti og hún hvarf sýnum, kom ekki skoti heldur á hvolpinn þó hann væri að hlaupa á milli munna.
Aðalsteinn tók svo við greninu milli kl: 2 og 3 um nóttina og læðan kom aftur kl 4:30 eftir að hvolpurinn hafði kallað aftur og þá skaut Aðalsteinn hana með rifflinum mínum.
Hvolpinn var síðan farið að lengja eftir læðunni og hann kom út að gá kl: 5:30 og Aðalsteinn skaut hann með rússanum sínum og leirdufuskoti enda færið ekki nema 14 metrar.
Ég fór svo aftur til hans um kl 8 um morguninn og við vorum þarna til kl: 10 þá ákváðum við að gefa þessu líf enda ekkert eftir nema refurinn sem hafði ekki látið sjá sig í rúman sólarhring , kannski ekki nema von eftir trakteringarnar sem hann fékk.
Það má segja að Aðalsteinn hafi fengið sína eldskírn í grenjavinnslu þarna á sínu fyrsta greni og stóðst hana með mikilli prýði, hann stóð sig ekkert síður en við Sveinn sem var með honum fyrsta sólarhringinn.
Hann hefur að vísu farið einu sinni á greni með mér áður fyrir nokkrum árum úti og yfir í Þórfelli, en þá tók bara fjóra tíma að fullvinna grenið en hann skaut þar einn eða tvo hvolpa.
Mé finnst alltaf sérstaklega gaman að vera þátttakandi í því að miðla nýjum mönnum af reynslu minni og ekki spillir fyrir að það skuli vera sonur minn :D

Re: Eitt greni í ár?

Posted: 14 Jul 2014 21:54
af gylfisig
Skemmtilegt, Siggi.
Væri gaman að vera með í svona, en vinnan leyfir það víst bara ekki.

En ein spurning samt: Sonur þinn er með Mauserinn þinn. Er sonurinn líka handstór ? :D

Re: Eitt greni í ár?

Posted: 14 Jul 2014 21:55
af Veiðimeistarinn
Já, okkur passar saman :D

Re: Eitt greni í ár?

Posted: 14 Jul 2014 22:11
af gylfisig
Ja.. það er eins gott. :D

Re: Eitt greni í ár?

Posted: 14 Jul 2014 22:35
af karlguðna
gaman af þessu :D :D :D