Varmint veiðiferð / Kúluprófanir / Einn Xxx Yfir

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Varmint veiðiferð / Kúluprófanir / Einn Xxx Yfir

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 03 Ágú 2014 14:12

Frumathugun fór fram um helgina hjá okkur Jenna á 284 Win og 308. Kúlurnar sem voru notaðar voru eftirfarandi:

308: 125 grs NoslerBT og 155 grs Scenar
284: 168 grs Berger Hunting

Í upphafi er rétt að geta þess að við fórum í suður í Hafnir nokkrum dögum áður með 284 riffilinn spreyuðum plattana á 883 og 1000 metrum og gerðum ýmsar prófanir til þess að staðfesta kúluferilinn, rétta af flugstuðulinn og hraðan svo allt passaði miðað við uppgefnar forsendur. Færin sem voru prófuð þar voru 300, 520, 883 og 1000 metrar.
520 metrar.jpg
520 metrar Check
Tók ekki langan tíma að komast inn á þessa skífu og þegar var aðeins búið að aðlaga hraðan í ferilforritinu þá steinlágu fullt af kúlum í réttri hæð mislangt frá miðjuni þó.
883 Metrar.jpg
883 Metrar Check
Smá tweek á flugstuðlinum setti okkur á nokkuð góðan stað á þessu færi
1000 Metrar.jpg
1000 metrar Check
1000 Metrar.jpg (177.05KiB)Skoðað 4702 sinnum
1000 Metrar.jpg
1000 metrar Check
1000 Metrar.jpg (177.05KiB)Skoðað 4702 sinnum
Hér komumst við inn á plattan eftir að Jenni hafði grúppað nokkrum skotum hægra meginn í stóra plattan í réttri hæð. Vindurinn aðeins farinn að stríða, en hann var á milli 4 - 5 metrar miðað við hvað kúlan var að reka mikið til hægri.

Veiðiferðin:
Færin á máfana voru flest á bilinu 400 til 530 metrar lengst. En slatti var skotið með 308 á bilinu 150 til 300 metrar.

Fuglarnir sem við skutum voru Svartbakur og Silfurmáfur mest, þó datt líka einn Hrafn á 440 metrum og einn eða tveir Sílamáfar.

308 með 125 grs Nosler á c.a. 3200 fps þessir sprungu flest allir í tætlur, sérstaklega þeir sem voru á færum í kringum 150 metra. Færi fyrir utan 300 metra voru ekki reynd með þessari kúlu vegna lélegs flugstuðuls og smá heimsku í upphafi þegar gleymdist að núlla einu sinni eða tvisvar. Máfur var orðið frekar lítið skotmark þó vindurinn væri ekki mikill fyrir utan 300 metrana.

308 með 155 grs Scenar: Skutum ekki marga með þessari en þeir sem við skutum steindóu, flugu ekki hænufet. Meðal annars þessi sem var skotinn á 500 metrum eftir að hann komst lifandi í sjóinn á 470 metra færi með 168 grs Berger Hunting í 284. 11 MOA var útreiknað fall fyrir 500 metra og hann steinlá þar sem hann var búinn að svamla aðeins í burtu út á sjónum.

Lengri færin voru mest prófuð með 284 win og hann olli mjög litlum vonbrigðum. Eftir að fyrsta skotið á rúmum 400 metrum klikkaði vegna vitlaus vindreiknings þá fórum við að tína þá niður á færum frá 400 og allt upp í 530 metra.

Þrjú lengstu færin voru 520 og 530 með 284 og 500 með 308.

Á flestum færunum var 0 - 2 m/s annað hvort aftan á okkur eða aðeins frá hlið að aftan og því var vindrek mjög lítið.

Á heildina litið duttu flestir máfarnir steindauðir niður, þó var það einna helst að koma fyrir að þeir sprikkluðu í stutta stund eftir Berger kúluna úr 284 Win þá var þeim sálgað með 308 :lol: , en við vorum yfirleitt að hitta mjög, mjög vel og 284 er alveg hrikalega flott cal með þessari 168 grs Berger kúlu. Enginn máfur flug upp og flögraði um áður en hann datt, eins og maður hefur heyrt suma segja að gerist með Scenar. 308 með 155 grs Scenar virðist skilja eftir sig það stórt gat í máfi að hann á ekki möguleika. Þannig að enn og aftur verð ég að dásama 308 fyrir þann fjölbreitileika sem þetta cal býður upp á.

Ég var reyndar ekki með 6,5 x 47 riffilinn minn, en mér hefur stundum fundist fuglar komast á flug með 130 grs Berger Hunting kúlunni úr honum.

Í fyrra skutum við bóg skot með þessari kúlu á hreindýr, ég og konan. Annað var á 135 metrum og hitt á 270 metrum. Bæði dýrin féllu eftir að hafa hlaupið um 40 - 50 metra og kúlan skildi eftir sig útgat á stærð við gólfkúlu. Þessi kúla getur verið varasöm vegna þess að hún stoppar ílla í því dýri sem skotið er og þess vegna er betra að huga vel að því að svæðið fyrir aftan sé vel frítt frá öðrum dýrum í hjörðinni.

Lærdómurinn af þessrai ferð sýndi manni fram á mikilvægi þess að fara á skotvöll og prófa það sem maður er að nota áður en haldið er á veiðar. Flugstuðull skiptir mjög miklu máli, því yfirburðir 155 grs Scenar vs 125 grs Nosler í 308 á lengri færunum eru talsverðir.

Set hérna með til gamans líka mynd sem ég tók af járnplötu sem ég skaut á 560 metrum (við stóra bakstoppið) út í Höfnum með 284 Win og 6,5 x 47. Hér má mjög glögglega sjá munin á höggþunganum úr þessum tveimur caliberum.

284 win: 168 grs Berger Hunting
6,5 x 47: 130 grs Berger Hunting

Nóg í bili, meira seinna þegar næsta test verður framkvæmt og gagna söfnun skipulagðari.
Viðhengi
284 Win vs 47 Lapua.jpg
Energy Check
284 Win vs 47 Lapua.jpg (80.39KiB)Skoðað 4702 sinnum
284 Win vs 47 Lapua.jpg
Energy Check
284 Win vs 47 Lapua.jpg (80.39KiB)Skoðað 4702 sinnum
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Varmint veiðiferð / Kúluprófanir / Einn Xxx Yfir

Ólesinn póstur af TotiOla » 03 Ágú 2014 20:06

Virkilega skemmtileg lesning og flottur árangur! :D

Takk fyrir að deila þessu með okkur.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Varmint veiðiferð / Kúluprófanir / Einn Xxx Yfir

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 03 Ágú 2014 20:08

Fín yfirferð yfir magnað ferð, ég hef svosem ekki miklu við þetta að bæta nema helst að ýtreka gildi þess að fara á skotvöllinn og prófa það sem maður ætlar að nota.
t.d þegar mávurinn var skotinn á 500 metrum með 308 þá hefði það skot verð útilokað nema vegna þess að ég var búinn að athuga færsluna á Bushnell sjónaukanum en hann er með 7% skekkju það er færslan er um 3,13 cm hvert MOA en ekki 2,908 cm á 100 metrum
Jens Jónsson
Akureyri

jonb
Póstar í umræðu: 1
Póstar:5
Skráður:10 Feb 2013 21:08
Fullt nafn:Jón Viðar Björnsson

Re: Varmint veiðiferð / Kúluprófanir / Einn Xxx Yfir

Ólesinn póstur af jonb » 04 Ágú 2014 11:01

Skemmtilegur póstur hjá þér Stebbi :)
Jón Viðar Björnsson

Aglix
Póstar í umræðu: 1
Póstar:4
Skráður:15 Jan 2013 22:21
Fullt nafn:Egill Steingrímsson

Re: Varmint veiðiferð / Kúluprófanir / Einn Xxx Yfir

Ólesinn póstur af Aglix » 12 Ágú 2014 22:52

Jenni Jóns..væri til í að fá hjá þér simanúmerið...varðar hleðslu í 284
kveðja Egill Steingrímson 849-4642
Kveðja
Egill Steingrímsson
Akureyri
Sími: 849-4642
egill@rekverk.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Varmint veiðiferð / Kúluprófanir / Einn Xxx Yfir

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 12 Ágú 2014 23:42

Sæll Egill

Hann er að skjóta 54 grs af N-160 með OAL 81,3 mm. Mjög mild hleðsla sem gefur hraða upp á 885 m/s.

Kúlan er 168 grs Berger Hunting.

Ég skaut test með þessum riffli á 100 metrum þar sem ég skaut hleðslum frá 54 grs upp í 56,5 grs, langar þig að sjá grúppuna úr því?
100 Metrar 284 WIN Hleðslu test.jpg
Hleðslu test 284 Win
100 Metrar 284 WIN Hleðslu test.jpg (71.83KiB)Skoðað 4234 sinnum
100 Metrar 284 WIN Hleðslu test.jpg
Hleðslu test 284 Win
100 Metrar 284 WIN Hleðslu test.jpg (71.83KiB)Skoðað 4234 sinnum
Ég var semsagt að bara að athuga hvað má fara hátt upp í þrýstingi og maxið virðist vera í 56,5 grs, en þá var orðið stíft að lyfta boltanum.

Ég trúði því ekki að þetta færi svona þétt með 2,5 grs í mun frá mildustu hleðsluni upp í þá næst heitustu, ég týmdi eiginlega ekki að skjóta sjötta skotinu í grúppuna, en það skot hefði svosem ekki farið langt út úr þessari grúppu.... endaði aðeins fyrir neðan!!!

annars er símanúmerið hans 847-6254
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara