Tillaga um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi

Hvaða skoðun hafa menn á skipan refaveiða á Íslandi

Algjöra friðun refs
3
13%
Óbreytta skipan
2
8%
Þingsályktunin verði samþykkt
12
50%
Ennþá róttækari aðgerðir en tillagan
5
21%
Annað
2
8%
 
Samtals atkvæði: 24

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Tillaga um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Mar 2012 01:06

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um breytingar á skipan refaveiða á alþingi.

Tillagan hljóðar svo:

Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að breyta framtíðarskipan refaveiða. Markmiðið verði að refastofninum verði haldið innan eðlilegra marka en svo það náist feli breytingarnar eftirfarandi í sér:
a. að refaveiðar verði ekki bannaðar á ákveðnum landsvæðum,
b. að teknar verði aftur upp greiðslur úr ríkissjóði vegna fækkunar refa,
c. að rannsóknir verði á hendi vísindamanna en veiðistjórnun, þ.e. skipulagning, stjórnun og leiðbeiningarþjónusta við veiðimenn, á hendi reyndra veiðimanna,
d. að samið verði við Samband íslenskra sveitarfélaga eða landshlutasamtök sveitarfélaga um að sjá um skipulagningu veiðanna og greiðslur til veiðimanna,
e. að greiðslur fyrir hlaupadýr og grenjavinnslu verði þær sömu um land allt.
Umhverfisráðherra leggi fyrir Alþingi fyrir 1. apríl 2012 frumvarp til laga um þau atriði sem krefjast lagabreytinga.

Hægt er að lesa tillöguna í heild sinni hér:
http://www.althingi.is/altext/140/s/0891.html
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Tillaga um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Mar 2012 07:44

Þetta eru fínar tillögur, enda veit Ásmundur Einar alveg hvað hann er að tala um í þessum efnum og hefur barist alla tíð síðan hann kom inn á alþingi fyrir aframhaldandi óskertum refaveiðum.
Eina sem ég staldra við er að hafa sömu greiðslu fyrir hlaupadýr um allt land, það er að vísu réttlátast en gæti á hinn bóginn leitt til lægra verðs fyrir hlaupadýr í heildina.
Mundi vilja skírara ákvæði um aðskilnað rannsóknanna og veiðanna, það mætti til dæmis fela landshlutasamtökunum sem eiga að sjá um greiðslurnar að skipuleggja veiðarnar í samvinnu við reynda veiðimenn.
En gott mál!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Tillaga um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Mar 2012 07:57

Já ég er sammála Sigurði þarna talar reynsla en ekki tilfinningar
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Tillaga um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.

Ólesinn póstur af maggragg » 04 Mar 2012 21:28

Líst sjálfum mjög vel á þessa tillögu og góðar ábendingar hjá Sigurði varðandi þetta. Vona að þetta komi í reglugerðina.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara