Ref fækkar!

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 256
Skráður: 25 Feb 2012 09:16

Ref fækkar!

Ólesinn póstur af Spíri » 26 Oct 2014 19:32

Jæja, ekki verð ég var við að honum sé að fækka á mínum ferðum, hef reyndar sjaldan séð eins mikið af refasporum og einmitt núna um helgina, en ég hef ekki vit á þessu enda bara vitlaus veiðmaður :)

http://www.visir.is/refum-faekkar-ort-a ... 4141029082
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Ref fækkar!

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Oct 2014 19:45

Ég lenti í 2 rebbum á föstudaginn öðrum grábláum en hinu dýrinu hvítu. Voru þau vart stygg við mig ég komst í þrígang í kringum 70-80metrana en þau voru búin að bóna svæðið mitt.
í gær og dag var ekki laut eða skurður sem ekki hafði spor eftir þessa lágfættu
En að fækkunini gefum okkur að það sé staðreynd að honum fækkar ég á eftir að sjá forsendurnar. kemst í það eftir helgi. En ég er stundum langrækin og langmynnugur en þetta er nú samt ekki nema í vor að Ester fullyrti að vetrarveiðin okkar væri að stuðla að fjölgun refana og koma veikari einstaklingum ytir harðasta skeiðið.
Ég lét duglega í mér heyra þá en hnýt líka um það nú að það er ekki minnst á veiðar sem þátt í fækkunini og vísað á Hornstrandir sem varð víst hrun nú en Halló einhverntímann kláruðust fuglarnir og svo rigningar í ofanálag gerðu þetta að veruleika.
Ég held samt einhvernvegin að ég skjóti ekki færri dýr í vetur heldur en síðasta vetur.
Síðast breytt af Gisminn þann 26 Oct 2014 21:03, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ref fækkar!

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Oct 2014 20:54

Hverjar eru já forsendurnar bak við þessar tölur?

Mynd

Ef þær eru veidd dýr á hverju ári, þá finnst mér ekkert grunsamleg tengslin við það að akkurat árið 2008, þegar framlög til refaveiða voru skorin niður, að veiddum refum fækkaði. En kannski eru aðrar forsendur notaðar...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 115
Skráður: 03 Oct 2012 22:07
Staðsetning: Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Ref fækkar!

Ólesinn póstur af Morri » 26 Oct 2014 23:56

Finnst gruggugt að Ester Rut setji þetta fram núna til að sleikja upp veiðimenn rétt þegar UST er að semja við sveitarfélögin þessa dagana um að ríkið greiði ekkert til sveitarfélagana vegna refaveiða nema fá öll hræ af refum send inn til rannsóknar.


Það fækkaði allavega um eina í dag, svo mikið veit ég.

Sako 85 .308 Zeiss diavari 6-24x56

Flautan heitir BuckExpert Predator call


Veiðisaga:

Þessi kom upp um sig með þvi að vera að gagga meðan eg var að míga norðan við skemmuna... staðsetti hana fljott, skaust af stað, þa kom él með hagli sem stoð um stund. Eg helt að þetta væri buið, en færði mig nær staðnum sem eg helt að hun væri a og sa þa nyja sloð. Flautaði þar og fekk svar, svo færðist hun nær og svaraði mer alltaf. Kveikti þa a kastaranum og sa hana. Flautaði meir og færði mig til, hun var svo farin að hlaupa i burtu þegar eg flautaði akaft, þa tok hun strauið, vinkil beygju og svo aftur vinkil, hljop svo bara beint a mig, þa færði eg mig meira og skaut um leið og hun stoppaði a um 120m.
Viðhengi
1381616_10204317028280141_2070402896653316150_n.jpg
1381616_10204317028280141_2070402896653316150_n.jpg (23.54 KiB) Skoðað 1439 sinnum
1381616_10204317028280141_2070402896653316150_n.jpg
1381616_10204317028280141_2070402896653316150_n.jpg (23.54 KiB) Skoðað 1439 sinnum
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ref fækkar!

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 27 Oct 2014 09:11

Tja... honum fækkar, það er klárlega rétt!

Ég þekki tvo ágæta veiðimenn sem fóru vestur á firði til rjúpna og refaveiða um helgina og skutu 8 refi, 3 minka og 6 rjúpur!!!

Sjálfur sá ég eina hvíta á leið heim af veiðislóð á laugardaginn, en hún slapp því miður.

Menn ættu að taka því með fyrirvara sem kemur frá svona skriffinsku skoffínum... :twisted:

Ég myndi mjög gjarnan vilja fá forsendurnar og útskýringar frá fræðifólkinu á þessu! Ég giska á að útskýringin verði að eitthvað á þá leið að eitthver veiki hafi komið upp sem þurfi að rannsaka nánar og ausa svolítið af refaveiði peningum í!

Þetta er allt á sömu bókina...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 57
Skráður: 05 Jun 2012 15:08

Re: Ref fækkar!

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 27 Oct 2014 15:59

Undarlegt að refnum fækki meira í friðlandi þar sem veiði hefur ekki áhrif á stofnstærð. Ætli hann sé búinn að éta sjálfan sig út á gaddinn blessaður.. Það er þá kanski bara ágætt, náttúran sér um sína.. Ég vona að þetta sé raunin og honum fari nú fækkandi. Alls staðar hafði hann farið um á undan mér í rjúpnaveiði helgarinnar, spor útum allt. Væri gaman að sjá meira úr þessum rannsóknum.

Tengdar greinar:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/ ... _daud_dyr/
http://www.bb.is/?PageID=26&NewsID=190936
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1349
Skráður: 29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning: Blönduós

Re: Ref fækkar!

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Oct 2014 16:20

Munið þið þegar ég setti í samhengi friðun tófu á Hornströndum og fækkun svartfugls þar í kjölfarið og var talin bara með óráði en nú sveltur tófan þar og ef þið lesið allan textan sjáið þið eina útskýringu hjá Ester sem underlegt nokk ég vísa í upphafið með friðun og svartfugl
http://www.bb.is/?PageID=26&NewsID=190936
Og Stefán þú ert heitari en ég og aðrir með veikina.
Búin að heyra af veiki sem hefur verið að draga ref til dauða í Borgarfirðinum (ekki staðfest)
Sennilega mun einhver óska eftir rannsókn á þessu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 256
Skráður: 01 Apr 2012 12:35

Re: Ref fækkar!

Ólesinn póstur af skepnan » 28 Oct 2014 00:11

Það skyldi þó ekki vera komin yfirmettun á svæðinu? En eins og vitringurinn sjálf hefur sagt, þá fer refurinn ekki út af friðlandinu :shock: :o :lol: :lol:


Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Svara