Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 04 Nov 2014 23:25

Mynd

Kláraði N560 púðrið og náði að hlaða 34 skot. Ætli það dugi ekki fram á vor :) Ein kúlan er merkt hvíta 8-)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 12 Nov 2014 11:27

Fór aftur í gær eftir nokkra pásu vegna vinnu. Mætt í birtingu og var fram kl. 11 án þess að sjá eða verð a var við neitt á svæðinu. Sú hvíta hefur ekki heldur sést síðan ég sá hana síðast og virðist því ekki lengur vera á ferðinni á þessum tíma.

Það vantar eitt lamb á bænum núna og er grunur um að það hafi drepist, en það gæti haft á áhrif á hegðun tófunnar á svæðinu. Ekkert hefur verið að koma í ætið hjá mér og því var maður farinn að spá í hvort að þessi staður væri ekki nógu góður. Ekkert hefði sést til rebba og hann ekkert að fást við neitt á svæðinu eins og var.

Svo í gærkvöldi, rétt fyrir miðnætti, þá mætti sú hvíta, að mér sýnist, í ætið og fór að grafa eitthvað í það og var einhverja stund við það.

Mynd
Mynd
Mynd

Það fer að stefna í að þetta verði bók hjá mér ;)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af Garpur » 12 Nov 2014 14:24

Gaman að þessu, þetta er ekki alltaf gefið. En nú er komið svo í þessu að við verðum að sjá hann flatan þann hvíta. Ekki spurning um hvort heldur hvenær. ;)
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 12 Nov 2014 14:29

hehe já, ég er búin að koma mér milli steins og sleggju núna. Ég verð að vinna út vikuna, en verður gaman að sjá hvort að hann verði kominn "í" ætið þegar ég dett inn á frítörn.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Hentze
Póstar í umræðu: 1
Póstar:4
Skráður:31 Ágú 2012 10:26
Fullt nafn:Valur Hentze Úlfarsson

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af Hentze » 27 Nov 2014 07:35

Er ekkert að frétta af þeim hvíta? Maður er orðinn forvitinn :?:
Kv. Valur Hentze
valur@raektin.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Jan 2015 23:51

Það er ekkert að frétta af þeim hvíta ennþá, hefur ekki sést í nokkurn tíma en ég hef verið að leita á svæðinu, fara bæði kvölds og morgna og kanna för og annað. Mikill umgangur hefur verið á svæðnu, líklega eftir tvo rebba. Það hefur verið í nokkur ár rebbi sem hefur farið heim undir bæi á veturnar og fylgdist ég með þeim sporum í fyrra.

Nú var sama á teningnum og þar sem ég hafði sett út æti, virðast hafa verið álög, því ekki vill rebbi koma nálægt, því, hvað sem er, og ekki gekk í það í fyrra.

Hinsvegar hefur gengið í gryfjurnar sem ég hef minnst á áður og eftir að hafa skoðað ummerki, og fylgst með var ég búin að sjá að rebbi væri að koma uppúr kl. 20 á kvöldin, og hann væri mikið að stússast þar fram á morgun, voru jafnvel bæli þar við. Ég var búin að fylgjast með spánni í nokkra daga og það spáði norðanátt í kvöld, heiðskýru og 4-5 m/s norðanátt. Norðan við gryfjurnar er svokallaður grjóthóll og þar hafði ég hugsað mér að koma mér fyrir nokkuð snemma og bíða færis. Þar sem ekkert hús eða annað skjól er undan vindi frá gryfjunum, þá var planið að koma sér fyrir í svefnpoka, með svefnpoka bivak frá svissneska hernum utanyfir og vera vel dúðaður.

Í gærkvöldi hafði svo komið mynd frá ætinu þar sem brúnn refur sést skokka framhjá kl. 21:50.
Planið var því að vera út til að minnstakost 22:00 og bíða hvort að eitthvað kæmi.

Ég kom mér fyrir nokkuð ofarlega í hólunum fyrir ofan gryfjurnar, og var færið um 70 metrar á þann stað sem mig grunaði að rebbi væri mesta að gramsa. Enginn góður staður fannst til að koma sér þægilega fyrir þannig að ég þurfti að liggja á mel, og var ekkert sérstaklega falinn, en treyst á hávaðann úr rokinu, og að tunglið væri fyrir aftan mig. Ég veitti því athygli að mestöll hlíðin var útsporuð eftir rebba, þannig að hann gæti alveg eins komið aftan að mér ef ég myndi ekki passa mig.

Það var -8 stiga frost þegar ég kom mér fyrir og nokkur vindur, svo það var eins gott að manni kólnaði ekki. Svo kom myrkur og tunglið fór að skína. Það var ágæt birta, en samt var maður ekki viss hvað maður ætti að búast við þar sem ég er ennþá blautur á bak við eyrun í refaveiðinni. Ég beið svo og beið, en var nokkuð hlýtt þó, nema á fingrum, en þegar ég setti upp ullarlúffurnar og hafið hendur í svefnpokanum þá lagaðist það.

Ég lét aka mér að grjóthólunum, hinumegin frá, til að sem minnstar líkur væru á því að rebbi myndi ganga yfir förina af mér og þannig vera meðvitaðri um hættu. hinsvegar voru för vindmegin við mig í grjóthólnum og því möguleiki á að hann kæmist í vindlínu við mig, en það var ein af þremur " sviðsmyndum". Tvær þekktar leiðir sem ég hafið séð í snjónum voru ekki í vindlínu af mér, en þessi leið var það. Mig grunað að ein kæmi í gryfjuna úr öruggri átt.

Svo rétt fyrir hálf tíu, þá birtist allt í einu dökkur refur úr vestri, og kom það mér á óvart hversu greinilega hann sást. Hinsvegar er fjarlægðarskyn brenglað hjá manni og sá ég best hvaða klaufaskapur það var að vera ekki búin að læra á mil-dot ið í minnstu stækkun til að átta sig á færinu. Hinsvegar vildi ég ekki taka neinn séns á að missa kvikindi, þar sem bæði var rok og ég ekki viss á færinu, en taldi þó að þetta ætti að vera point blanc. Ég beið því, meðan rebbi að því virtist var að grafa eitthvað þarna nokkuð frá gryfjunum og þefa, það var ekkert þar sem ég vissi af. Ég beið ca. 5-10 mínutur með hann í sigtunum, og í mjög góðri stöðu. Hann myndi koma nær og í betra færi var ég viss um. Svo leggur rebbi af stað, og fer eins og til baka, og í norður. Hann hverfur svo í hvarf við grjóthólinn og ég hugsa að núna hafi ég misst af honum, hefði átt að taka skotið. Ég sný mér rólega og rifflinum, og geri mig klárann til að taka á mótin honum, skyldi hann koma frá hlið. Hann birtist svo svipað hátt og ég til hliðar um 40 metra frá mér, en ég var tilbúin og þegar hann leit á mig, þá var hann allur.

Þetta var stór brúnn steggur og greinilega vel haldinn, Ætla að láta annan skoða í honum tennurnar sem kanna að aldursgreinar það. En grunar að þessi sé nokkurra vetra. Með hvítt í loppum.

Hann hefur sennilega ætlað að komast í vindlínu við ætið, og því komið svona hátt upp, svo sennilega hefur þetta verið varkár rebbi, en gleymdi sér við að elta mús eða eitthvað aðeins áður þannig að ég sá hann. Hefði hann farið beint upp í grjóthólin, hefði hann getið séð mig, en ég var þó nokkuð til hliðar við vindlínu af ætinu. En nú er bara spurning hvort að sá hvíti sé ennþá á svæðinu og var hann venur komur sínar.
IMG_2362.JPG
Rebbi eftir skotið
IMG_2373.JPG
Rebbi
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 31 Jan 2015 01:14

Sæll Maggi

Svona á veiðin að vera! Það hlýtur að hafa verið þokkaleg tilfinning að senda steggnum náðar kveðjuna, eftir að hafa ákveðið að bíða og fylgjast með...

Þessi hvíti skilar sér í hús... hvort það verður sá sami er kannski aukaatriði... skemmtileg saga!

Það fyndnasta er samt að ég var að keyra niður Þjórsárdalinn í gærkvöldi á leið minni frá Búrfelli og kíkti hér inn og fór þá akkurat að velta því fyrir mér hvernig hefði farið með þann hvíta og hvort þú hefðir gefist upp á honum!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 31 Jan 2015 09:41

Talandi um hvíta, þá var þessi mynd að berast rétt í þessu, hef ekki séð kvikindið í langan tíma, og ekki viss um að hann væri á svæðínu lengur. En gott að hann láti mann vitaaf ser og haldi manni við efnið ;)
100_0026.JPG
Hvíti á ferð
100_0026.JPG (39.02KiB)Skoðað 2829 sinnum
100_0026.JPG
Hvíti á ferð
100_0026.JPG (39.02KiB)Skoðað 2829 sinnum
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Feb 2015 00:01

Mynd
Þá er það heimavinnann. Ballistics AE appið býður uppá að setja inn mynd af krossinum sem maður notar og svo setja inn öll hlutföll. Svo get ég skoðað hvernig krossinn virkar miðað við mismunandi stækkun, get still stærðina á kassanum o.s.f.v stillti hann á 8 tommur sem er nálægt hæðinni á búknum, frá hvið að hrygg og svo stækkunina 8x a sjonaukanum. Get svo fært færið fram og aftur og seð hvar eg ætti að miða við. Litli græni kassinn synir svo ákomuna miðað við færið og vind út frá feril kúlunnar. Nú er bara að skoða og leggja a minnið mismunandi aðstæður og færi, svona meðan maður kemst ekki uppá skotsvæði.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara