Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Oct 2014 21:01

Núna er ég með það mission að ná einum hvítum yrðling á Rangárvöllum. Ég hef vitað af honum núna í nokkurn tíma, en hann er mjög óreglulega á ferðinni. Ég vissi af yrðlingum á svæðinu í sumar sem ég sá.

Ég setti svo snemma í haust út æti við skothúsið, en hafði það þó í riffilfæri, um 83 metra frá húsinu og var áætlað að hafa lýsingu á ætið sem knúin væri af sólarorku svo hægt væri að nota riffillinn á næturnar. Myndavél var svo sett við ætið. En það var sauður sem fanns afvelta og var grafinn þarna niður, einnig var settur hamur af tveimur öndum og nokkrum gæsum með.

Fyrsta myndin kom fljótlega af hvítum yrðling, en þó ekki búin að skipta allveg um lit.

Mynd

Það liðu svo þó nokkrir dagar þar til ég sá hana aftur.

Mynd

Þetta var ennþá óreglulegt og ekkert farið að grafa niður á ætið.

Svo fekk ég aftur mynd að degi til og þá sást hún vél, tel þetta vera sama yrðlinginn, en búin að skipta betur um ham.

Mynd

Svo hefur verið að koma mynd á tveggja til fjögurra daga fresti og ekkert búið að róta til í þessu. Hægt er að fylgjast með myndavélinni á http://vembla.is/mr02 en hún hleður myndum beint á síðuna.

Í dag gekk ég svo um svæðið í leit að ummerkjum, einn einnig til að kanna hvort að ég rækist á þessa hvítu þar sem ég vissi að hún hefði sést á svæðinu, um kl. 11 nokkrum dögum áður. Nokkar Km frá ætinu fann ég hræ sem mikill umgangur var í kringum eftir sporum að dæma. Fór ég þar í kvöld og lá frá kl. 17 fram í myrkur en varð ekki var við neitt þar. En djö var kalt.

Frétti ég svo áðan að þessi hvíta hefði sést núna þrjá daga í röð á vappi þarna fyrir hádegi.

Þannig að ég ætla í fyrramálið aftur og sjá hvort að ég nái ekki að rekast á hana :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af karlguðna » 29 Oct 2014 21:34

gaman að þessu ,,, bíð spentur eftir framhaldinu :P
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af gkristjansson » 29 Oct 2014 21:40

Gangi þér vel!
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Oct 2014 21:48

Fáðu þér flautu og gaggaðu hann inn við seinna ætið ætti að ganga fljótt .
Gangi þér vel
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Oct 2014 21:52

Mynd

Selfie frá því áðann. Hefði betur látið það ógert, tók tíma að fá yl í fingurnar aftur.

Hvaða flautu mælið þið annars með. Skilst að það fáist bæði refaflautur í hlað og svo í Ellingsen?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Oct 2014 22:05

:-) ég er að note þessa með mjög góðum árangri og nota mismundi köll eftir árstíð eða hvort ég eigi meiri séns á karldýrum.
http://skotveidibudin.is/products-page/ ... duplicate/
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 29 Oct 2014 22:53

Þessi hefur það tæplega af fram í nóvember!!!

Hvernig ljós ertu með Maggi og hvar fékstu þessa sólarcellu? Ég er að safna í sarpinn fyrir næsta vetur, en þá er stefnan sett á að vera kominn með eitthvað fyrir vetraveiði á ref!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Oct 2014 22:54

Passið ykkur bara á að blása ekki of fast í flautrnar, það er stutt á milli venjulegs tófugaggs og hálfgers viðvörunaröskurs í þessum flautum, reyna að ná svona soft hljóðum úr þeim en samt með þessum hvella tón dregnum í endann, eins og það sem heyrist í tófunni.
Mér hefur alltaf reynst best að blása ekki í þessar flautur, heldur taka loftstraumin í gegn um þær á innsogi í munninn, þannig finnst mér mér takast betur upp að stjórna hljóðunum úr þeim.
Það er rétt hjá þér Þorsteinn, það eru mismunandi hljóðin hjá refum og læðum, hljóðin í refnum eru hásari finnst mér.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Oct 2014 23:03

Sæll Stefán.

Ég er að bíða eftir 3w grænu led ljósi. Hef svo verið að flytja inn sólarsellur fyrir í tilraunaskyni og stefni eins og er að nota 20w sellu fyrir þetta, tengda geymi í gegnum hleðslustýringu sem kveikir ljósið þegar það verður myrkur. Ég skal gefa rapport þegar þetta verður komið í gagnið.

Takk fyrir þetta Þorsteinn og Sigurður. Þetta er án efa eitthvað sem maður verður að æfa sig á og læra. En ég er ansi spenntur fyrir því að ná mér í svona flautu. Hlað er með svona smokkaflautu. Hvað hafið þið að segja um þannig flautu?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
patrolkall
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:30 Oct 2014 09:17
Fullt nafn:Stefán Níels Guðmundsson

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af patrolkall » 30 Oct 2014 09:47

Frábær frásögn.
Verður gaman að fylgjast með. Hvaða myndavél ertu að nota Maggi?

Ps.
Búinn að vera lengi silent user á þessu spjalli, virkilega góð síða.
Stefán Níels Guðmundsson
"one life, live it"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Oct 2014 11:50

Jæja, ég er kominn heim eftir morguntúrinn.

Ég kom mér fyrir uppá hraunhól, fyrir ofan hræið þar sem sá hvíti hafði sést reglulega. Var ég um 80 metra frá fyrirhuguðum fyrirsátsstað. Hafði ég gott útsýni allt í kring og var í skjóli við stórann stein. Ég var kominn á staðinn uppúr kl. 8. Það var norðan átt og því vindlínan frá hræinu til Suðurs.

Rétt fyrir kl. 9 sá ég þann hvíta koma í áttina að mér, sunnan við mig. Fylgdist ég með honum þar sem hann stefndi í átt að mér, og hélt alltaf vestar þannig að ég sá að hann myndi koma í vindlínu af mér. Fylgdist ég meðal annars með því þegar tveir hrafnar fóru að stríða honum. Hann hélt þó áfram og virtist aldrei verða var, þótt ég teldi hann vera kominn í vindlínu, kannski þar sem ég var það hátt uppi. Hann fór svo í hvarf bak við stórann mel sem var suðvestan við mig. Þar hafði ég gengið upp þegar ég kom mér fyrir og sá mörg spor í sandinum. Bjóst ég því við að rebbi myndi koma þá leið upp og gerði mig klárann með riffillinn. Ég sá svo skömmu síðar að hann hélt þá áfram til vesturs, en fór ekki fyrir grjóthólinn að ætinu. Fas hans var þó allveg óbreytt, hann skokkaði í rólegheitum. Refurinn hvarf svo upp í mela sem þar voru en ekki veit ég hvað hann var að gera þangað, þar sem það svæði er nokkuð nálægt veginum og næsta bæ. Sennilega hefur hann komið næst mér rúma 200 metra frá mér, en á skokkinu.

Ég beið til 10:30 en ég bjóst við að rebbi kæmi til baka fljótlega og á þann stað sem ég myndi bíða eftir honum. Hann kom þó ekki aftur og því slapp hann í þetta skiptið. Nú þarf ég að skipuleggja næsta fyrirsát út frá því sem ég sá í morgun.

Mig grunar að refurinn hafi farið í svefnstað í þessum melum vestan við mig. Spurningin er að vera næst nær þeirri leið sem hann kom áðan og sitja fyrir honum þar?

Svo kom ein tófa í myndavélina kl. 06:10 í morgun, og grunar mig að þar sé um annað dýr að ræða.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Oct 2014 11:55

Sæll Stefán og takk fyrir það. Velkominn á spjallið :)

Ég er að nota vél sem ég hef verið að flytja inn sjálfur. OEM vél sem hefur ekki nafn því ég get ekki pantað nógu mörg eintök :)

http://vembla.is/verslun/index.php?rout ... duct_id=50
Síðan er ekki allveg kominn í gagnið samt.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 30 Oct 2014 14:12

Virkilega spennandi eltingaleikur! Verður gaman að fylgjast með þessu áfram í máli og myndum.. Ég er viss um að hann muni liggja innan fárra daga.. Gangi þér sem allra best! :)

En varðandi kaldar hendur er fínt að vera með svona litla hitapúða sem hægt er að stinga inn í vetlinga í svona langri kyrrsetu. Munar öllu að vera með heitar hendur, þar sem blóðið kólnar ef það streymir fram í kaldar hendur og til baka og þar með líkamshitinn. Þessir púðar fást í veiði og útivistarverslunum. Gera líka heilmikið fyrir sálina hehe :)

Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Oct 2014 15:44

Takk fyrir þetta Atli.

Ég á svona lúffur, og svona hitapúða, sem ég keypti fyrir einhverju síðan. Ég var einmitt að spá í þessu í morgun, af hverju ég væri ekki með þetta. Ég á líka ullarlúffur og gore-tex skel, en það hefur reynst mér best í fjallamensku forðum. Allavega fer ég ekki aftur með þessa fingravetlinga sem ég hef verið að nota. Það spáir reyndar allveg ömurlegu veðri á morgun, en sunnudagurinn lofar góðu. Og ef ég verð heppinn þá kennir Veiðimeistarinn mér kannski nokkra tóna á flautu í Ellingsen á laugardaginn.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 01 Nov 2014 20:47

Jæja, veðurspáin er þokkaleg fyrir morgundaginn. Á að vera úrkomulaust og norðaustanátt, það hentar einkar vel þar sem ég býst við rebba úr suðvestri miðað við síðustu kynni. Ætla að vera þarna uppúr átta, og vera neðar, eða í mel sem liggur við þá leið sem hann kom síðast.

Ég reyndar fjárfesti í flautu í dag, þessari í Hlað og hef verið að prófa hana aðeins. Sýnist að ég þurfi að vera ansi varkármeð hana, spurningin er hvort að ég eigi ekki með að bíða með hana, nema rebbi fari aftur framhjá. Og reyna að ná honum á sinni leið, ef leiðin verður sú sama og síðast.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Nov 2014 12:47

Sá ekkert í morgun, annað en mjög mikið af nýlegum sporum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Nov 2014 12:59

Þetta kemur hún fer líkleg aftur á stjá þarna um 17 í dag gætir prófað að kalla á hana mili 16 og 17
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 02 Nov 2014 15:53

Ja, ég næ henni á endanum. Nuna tekur við vinnutörn og kemst ég því ekki meira fyrr enn um næstu helgi. Þá verður líka fullt tungl :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af Morri » 03 Nov 2014 23:47

Helduru að hann hafi nokkuð villst til mín þessi sem þú ert að bíða eftir :D
Viðhengi
Hrossabeinshólsrebbi.jpg
Hrossabeinshólsrebbi.jpg (20.98KiB)Skoðað 5262 sinnum
Hrossabeinshólsrebbi.jpg
Hrossabeinshólsrebbi.jpg (20.98KiB)Skoðað 5262 sinnum
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 16
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Eltingaleikurinn við hvíta yrðlinginn

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Nov 2014 23:53

Hehe, það er svipur með þeim, aldrei að vita. Allavega ef ég næ henni ekki þá kenni ég þér bara um ;)

Annars glæsilega skotið :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara