Fækkun refs

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35
Fækkun refs

Ólesinn póstur af skepnan » 07 Nov 2014 19:13

Jæja, þá vitum við það:
http://www.ni.is/frettir/nr/14170

Þarna er Ester að segja að ref hafi stórfækkað eða um 32% 2009 til 2010 á landinu í heild og vísbendingar um að fækkunin hafi haldið áfram síðan :shock: :o
Stofnstærðin 2010 telur hún vera um 7000 dýr :?: En samkvæmt veiðiskýrslum þá veiða menn fleirri refi á ári en til eru á landinu samkvæmt þessum "sérfræðingum" :twisted: :shock:
Það hlýtur að vera krafa okkar veiðimanna að þessi manneskja fái ekki krónu með gati, né nokkuð annað úr veiðikortasjóði. :evil: :evil:
Það eru ekki nema 5 mánuðir síðan þessi sami "sérfræðingur" skrifaði í blöðin og sagði að fjölgun refs væri veiðimönnum að kenna. :shock: Vegna þess að það að bera út æti, héldi lífi í refnum yfir veturinn og þess vegna fjölgaði honum svona mikið. :o :shock:
Ragnar Reykás hvað???

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Fækkun refs

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Nov 2014 19:39

Já þetta er nokkuð magnað. Fór og kannaði veiðitölur og sá að 2012 veiddust rétt tæplega 8.000 tófur, eða það er byggt á þeim tölum sem skilað er inn. Ef stofninn væri eins og haldið væri fram ætti að sjást munur á agangi tófunar við þetta gríðarlega magn veiða, en svo virðist á öllum að ef eitthvað er sjáist bara meira og meira af henni. Set inn mynd sem tekin er af veidikort.is þegar farið er í veiðitölur.
refaveidi.JPG
Refaveiði
refaveidi.JPG (25.54KiB)Skoðað 3907 sinnum
refaveidi.JPG
Refaveiði
refaveidi.JPG (25.54KiB)Skoðað 3907 sinnum
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Fækkun refs

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 07 Nov 2014 23:46

Betri veiðibyssur.
Betri bílar.
Betri fatnaður.
Betri gler og fjarlægðarmælar.

Mikklu betri sérfræðingar sem hafa lesið allt internetið og vita allt um twist og föll.

Samt fjölgar tófu?

Svo skæla menn undan Ester :lol: :lol: :lol:
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Fækkun refs

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 08 Nov 2014 00:49

Já, nokkuð merkilegt!

Ég átta mig ekki á þessu innleggi hjá þér Sveinbjörn, þetta er annað hvort furðulegur gálgahúmor hjá þér eða þú virðist líkt og Ester ekki vera í miklum tengslum við það sem er að gerast í refaveiðinni og refastofninum.

Þegar fjármagnið til refaveiða var skrúfað saman þá skiluðu menn að sjálfsögðu bara inn skottum sem borgað er fyrir.

Ef Ríkið og/eða veiðikortasjóður myndi nú taka sig til á næsta ári og borga fyrir öll útistandandi skott þokkalega summu, þá er ég nokkuð viss um að í ljós kæmi að "veiddir refir á árinu 2015" irðu nokkuð vel yfir stofnstærðinni, þar sem hellingur af veiðimönnum á skott á lager fyrir síðustu ár.

Fjármunum veiðikortasjóðs væri mikið betur varið í að greiða fyrir refaveiðar en tilgangslausar refa- og rjúpnarannsóknir sem engu hafa skilað okkur veiðimönnum.

Spurning:
Afhverju er þorri veiðimanna svona óánægðir með hverning peningunum okkar úr veiðikortasjóði er varið?

Mitt álit er að það sé vegna þess að þeim er ekki varið í okkar þágu!

Veiðiskýrslu kerfið er að sjálfsögðu löngu ónýtt og ómarktækt!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun refs

Ólesinn póstur af Gisminn » 08 Nov 2014 02:50

þessi spurning um veiðikortin Stebbi og upphafið hjá kela er alveg hárrét og það er verið að skoða þeta og vinna í þessu það veit ég.
Menn eru að skoða þetta og meta og stíga varlega til jarðar (eitthvað sem ég kann ekki) en eru samt búnir að gefa út að afskipti stjórnvalda af veiðikortasjóð verða ekki liðin svo ef það verður gert verður eitthvað meira en störmur í vatnsglasi á annars mjög góðri hugsjón ef að rétt er á málum haldið.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fækkun refs

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Nov 2014 10:50

Stebbi ekki vera svona alvörugefinn alltaf ;) og taka öllu svona bókstaflega :lol: ....... :lol: aðal atriðið er að halda kúlinu 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Fækkun refs

Ólesinn póstur af petrolhead » 09 Nov 2014 21:32

Sælt veri fólkið.

Þar sem ég er kominn með fast land undir fætur notuðum við Garpur norðlensku blíðuna í dag til að ganga til "rjúpna" Ég get ekki sagt að við höfum farið á svæði sem teljast gjöfular veiðilendur í þessu tilliti enda var svo sem tilgangurinn öðrum þræði að sjá hvenig hann Garpur (sem er tæplega 6 mán. þýskur pointer) plummaði sig í fjallgöngu og snjó svo ég valdi svæði sem ég þekkti vel og er þokkalegt yfirferðar og hefur svo sem gefið fugla af og til.
Það er skemmst frá því að segja að í þessum göngutúr okkar félaganna sáum við ekki eina rjúpu :oops: né heldur eitt einasta spor eftir slíkt fiðurfé, það sem er á myndinni sem ég set inn með þessu var hins vegar ákaflega algeng sjón á þessu rölti okkar og spurning á sumum stöðum hvort ekki hefði verið orðin þörf á umferðarljósum eða að minnsta kosti hringtorgi :geek: og þegar vökult nef Garps rann á lyktina af rolluhræi þá hafði þar greinilega verið álíka umferð eins og í Bónus á föstudegi...og þá er ég að tala um seinnipartinn, svo ef Ester hefur tínt rebbunum sínum þá ætti ég ef til vill að hringja í hana og láta hana vita að ég hafi fundið þá :lol:

MBK
Gæi
Viðhengi
WP_20141109_009.jpg
WP_20141109_009.jpg (66.7KiB)Skoðað 3655 sinnum
WP_20141109_009.jpg
WP_20141109_009.jpg (66.7KiB)Skoðað 3655 sinnum
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Fækkun refs

Ólesinn póstur af Gisminn » 09 Nov 2014 21:52

Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Fækkun refs

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 09 Nov 2014 23:21

Sú hugsun hefur læðast að mér að núverandi fyrirkomulag refaveiða sé í formi styrkja og atvinnubótavinnu þar sem fáir útvaldir komast á garðann.

Auk þess tel eg það illt verk að vinna greni á svokölluðum grenjatíma.

Grenjavinsla er ekkert annað en meindýraútrýming og á fátt skilt við sport þó vissulega sé það spennandi að eiga við stygga refi og sligar læður á fallegri júní nótt.

Svo getum við velt því fyrir sér hvort að það sé okkar taka fram fyrir hendur á skapara vorum og raða dýrum og fuglum á stall eftir því hvort að það sé okkur þóknanlegt eða ekki.
Muni ég rétt þá tók verkið sex daga og var sá sjöundi notaður til hvíldar.

En ágengari er sú spurning hvort að það sé yfir höfðuð ástæða og þörf á því að halda úti vöktun á nokkrum tófuræflum. Það er ýmislegt sem bendir til þess að ref verði ekki svo glatt útrýmt með þessum mannskap sem gefur sig þau verk og bera sæmdarheitið Grenjaskytta.

Hagsmunir bænda og refa hafa lítt farið saman af skiljanlegum ástæðum og þar sem við eigum flestir rætur okkar að rekja til sveita má leiða líkur að því að það sé áunninn hegðun að fjandskapast út í tófur og refi.

Þær breytingar sem ég vildi gjarnan sjá og snúa að veiðum á refum tengist ferðartengdri þjónustu við veiðimenn. þá er líklegt að raunverulegur arður og atvinnuvegur komi til.

Í dag höfum við stétt leiðsögumanna sem hefur þekkingu, aðbúnað og aðgangi að veiðisvæðum. Sjáum þetta td. þegar við förum á hreindýraveiðar, laxveiðar og að hluta til þegar kemur að fuglaveiðum.

Ég tel það sjálfsagðan rétt að landeigendur nýti jarðir og lönd sem þeim tilheyra. Beri jafnframt ábyrgð á beitarþoli og sjái til þess að fé sé komið í hús tímalega svo ekki verði fjárskaðar með tilheyrandi veislu hjá lágfótu.

Það er að mínu viti vannýtt auðlind þegar kemur að sportveiðum og fyrir þá sem eru flesta sína daga á suðvesturhorn þar sem flestir búa er talsver um áhuga á skotveiðum.

Það vantar skilti við veginn þar sem auglýst er leiðsögn og gisting fyrir þá sem vilja nóta skotveiða.

Oftar en ekki á ferðum mínum um landið sé ég skilti þar sem skotveiði er bönnuð. Sum skiltin eru fagmannlega gerð og önnur eins og hjá reiðu fólki í mótmælagöngu.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Svara