Síða 1 af 1

Refaveiðar 2015

Posted: 01 Feb 2015 01:09
af Tarfurinn
Sælir
Var við refaveiðar á ætinu hjá mér í kvöld. Var kominn á staðinn um hálf 7. Var rólegt framanaf en fallegt veður 12 stiga frost og tunglskin. Sá hreifingu í tunglsljósinu um 20 mínútur yfir 8. Mórautt dýr á fullri ferð og stefndi beint á ætið, og fór beint að éta svo ég sendi á hana og hún steinlá. Reyndist vera læða sennilega hvolpur frá því í sumar. Þá var ekkerk annað að gera en að koma sér fyrir aftur í frostinu og bíða. 45 mínútum seinna fer ég að sjá ógreinilega hreyfingu í fjarska og tek upp kíkirinn. Sé þá hvíta tófu vera að rjátla einhvað og ekki mikil yfirferð á, fylgdist með næsta korterið og sá hana alltaf annað slagið. Þá kom hún og gekk hratt milli mín og ætissins og hvarf, kom síðan aftur um mínútu seinna og fór á ætið og þá lá hún í valnum. Hvít læða einnig og alveg örugglega hvolpur frá sumrinu Sat síðan í frostinu til að verða 10 og fór þá heim sæll og glaður með feng kvöldsins.

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 01 Feb 2015 12:40
af maggragg
Gaman að þessu. Hvaða byssu ertu með þarna til að nota í þetta?

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 01 Feb 2015 12:45
af Stebbi Sniper
Mér sýnist þetta vera Dalvísk Drífa... Haglabyssa með boltalás!

Vel gert Aðalsteinn væntanlega sonur Sigurðar Veiðimeistara Aðalsteinssonar!

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 01 Feb 2015 12:46
af Tarfurinn
Sæll Magnús þetta er Drífa nr 141 sem ég á íslensk boltalæst haglabyssa. Langt hlaup setur mjög þétt og drepur mjög vel . En þar sem að hún setur mjög þétt er aðalmálið að vanda sig við að hitta vel :-)

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 01 Feb 2015 12:53
af maggragg
Takk fyrir þetta, það er ekki leiðinlegt að vera með merkilega byssu eins og þessa :)

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 01 Feb 2015 13:12
af Veiðimeistarinn
Já ég gengst við honum, stoltur.
Aðalsteinn, varstu ekki búuinn að veiða eina áður?
Vilt þú ekki að setja inn sögu og mynd af henni líka?

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 01 Feb 2015 13:30
af Tarfurinn
Jú náði einni þann 24 jan
Þá kom ég á ætið um 6leitið í vindi og 4 stiga frosti. Svo kom hvítur refur á ætið um 7 leitið og fór að snuðra í kringum það. Þá tók ég upp kíkinn og fór að fylgjast með honum, fylgdist með honum í nokkrar mínútur þar til hann virtist ætla að fara þá tók ég drífuna upp og skaut á hann. En þar sem að hann sýndi mér bara rassgatið náði hann að draga sig af stað á framfótunum. Þá hljóp ég út og skaut hann aftur.
Kom mér svo fyrir aftur en um hálf 9 var kominn svo mikill skafrenningur að ég var hættur að sjá á ætið þannig að ég fór heim.

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 01 Feb 2015 14:19
af BrynjarM
Sælir kappar
Það er gaman að sjá hvað Vaðbrekkubændur eiga og nota enn gömul og skemmtileg verkfæri. Frábært að sjá að Drífu í notkun. Þeir sýndu mér síðast skemmtilegan Sako .222 frá sjötta áratugnum sem er góðu ástandi og fullri notkun. Í bókinni Hreindýraskyttur segir Aðalsteinn eldri frá því að hann hafi ungur eignast Mauser-riffil sem notaður var í Gottuleiðangrinum 1929 og noti hann ennþá. Þá er Mauser-veiðiriffill Sigga eitthvað kominn við aldur líka. Væri gaman að heyra frá Sigga um aldur og uppruna þess riffils líka.
Þetta eru greinilega sannkallaðir ættargripir. Gaman að þessu.

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 01 Feb 2015 14:51
af Tarfurinn
Brynjar þú er sennilega að tala um Guðmund heilskeptan sako 222 með gamlan carlzeiss kíki sem hefur haldið stillingu og aldrei klikkað í áratugi

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 13 Feb 2015 20:11
af Veiðimeistarinn
Félagi Brynjar,,skyrhrærings" minntist hér ofan á gamla og góða riffla sem til væru á Vaðbrekku og enn eru í fullri notkun og nefndi að ég segði eitthvað frá sögu þess riffils sem ég nota í dag til hreindýraveiða.
Hann minntist á gamla Mauserinn hans pabba, það er svokallaður þýskur Mauser sem var orginal í cal. 8x57 hann hefur raðnúmerið 167.
Hann var notaður í Gottuleiðangrinum 1929 eins og Brynjar minntist réttilega á, svo hann er líklega framleiddur skömmu upp úr aldamótunum 1900. eins og raðnúmerið gefur til kynna.
Riffillinn minn sem nú er í 6,5-284 hann hefur raðnúmerið 766 er að alveg sömu gerðar og álíka gamall líklega eins og Gottuleiðangursriffillinn hans pabba.
Gaman væri að sérfræðingar Skyttuspjallsins í aldurgreiningu skotvopna mundu tjá sig um mögulegan aldur þessara öldnu veiðiriffla!
Það er að vísu búið að skipta tvisvar um hlaup á honum og tvisvar um skefti, en aðeins einu sinni um sjónauka en það hafa aðeins komiið á hann 2 sjónaukar.
Þessi riiffill er ættaður úr Eyjafirði og var cal 8x57 eins og þessir rifflar voru allir, en þar keypti Eyþór Guðmundsson þá bóndi í Hnefilsdal hann líklega árið 1955 og seldi hann fljótlega í Gil á Jökuldal.
Þaðan eignast Birgir Ásgeirsson á Fossvöllum hann upp úr 1970 en Birgir var fóstbróðir pabba, nú látinn.
Birgir gaf siðan pabba riffilinn árið 1979 líklega, ég sló strax eign minni á hann og lét skipta um hlaup á honum kring um 1980, þá var sett á hann hlaup cal. 243 og fyrsti sjónaukinn, Tasco 6-24x42 sem var lengi á rifflinum en ég notaði hann lítið með þessu hlaupi, fannst hann of léttur með það, skeftið allt of stutt fyrir mig einnig.
Það er síðan árið 2005 sem Arnfinnur tekur hann fyrir mig og setur á hann 6,5-284 hlaupið með mussle brake sem er á honum enn í dag , hann setti einnig á hann plastskefti sem hann átti Bell og Carlson minnir mig, auk þess að setja á hann sjónaukafestingarnar sem eru á honum enn í dag.
Það var svo árið 2011 sem ég keypti á hann nýtt þumalholuskefti með skammbyssugripi sem Jói vinur minn Vill setti á hann og beddaði.
Það var síðan á útmánuðum fyrir ári síðan, 2014 sem ég keypti sjónaukann sem er á honum núna Zeiss conquest 6,5-20x50 og setti á hann.
Ég held að honum verði ekki breytt frekar í bráð, ég er ánægður.

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 13 Feb 2015 20:27
af gylfisig
Og hvernig er hann að skjóta i dag, Siggi?

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 13 Feb 2015 20:29
af Veiðimeistarinn
Ég er ánægður eins og ég sagði :D
Sérstaklega eftir að þú hreinsaðir hann Gylfi ;)

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 13 Feb 2015 20:45
af Jenni Jóns
Siggi ertu með tvær ólar í rifflinum?

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 13 Feb 2015 23:52
af Veiðimeistarinn
Já og nei, þetta er tvær ólar á sömu festingunum sem eru á hliðinni á rifflilskeftinu, ísmellanlegar Sauer festingar sem Jói vinur minn Villl setti í skeftið fyrir mig.
Þannig að ég ber hann eins og bakpoka og hliðin á rifflinuum snýr að bakinu og hlaupið upp.
Þannig er miklu jafnara átak á axlir og bak ef ég þarf að bera hann langt á bakinu, hann er jú 6 kíló.
Þetta er miklu þægilegra og ekki eins þreytandi þegar ég þarf að ganga langt, eða allt upp í 40 kílómetra sama dægrið eins og komið hefur fyrir og 20 kílómetrar er algengt :D

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 13 Feb 2015 23:58
af Jenni Jóns
Þetta er sniðugt eitthvað sem ég þarf að skoða fyrir 284 riffilinn minn því hann getur verið erfiður á annari öxlinni þar sem hann er með 27" hlaup og rétt rúm 6 kg.

Re: Refaveiðar 2015

Posted: 13 Feb 2015 23:59
af sindrisig
Ég er með samskonar ól í Niggelog (eða hvað hún nú heitir). Alger bylting miðað við einnar ólar dæmið. Sérstaklega í brölti um Austfirsku Alpana.