Hrun í refastofninum

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Hrun í refastofninum

Ólesinn póstur af Björn R. » 16 Mar 2015 10:07

Er einhver sammála henni Ester?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... um_hrundi/

Ég hef ekki komið á Hornstrandir í mörg herrans ár en veiði reglulega í Djúpinu. Það er ekki að sjá á fjölda refaspora eða dýra sem maður sér með berum augum að það hafi orðið sérstakt hrun? Kannski mögulega fækkun en mér er það til efs. Þótt engin vísindi séu þar að baki. Hvaða vísindalegu aðferðum beitir Ester annars?

Fyrir tuttugu árum eða svo var það undantekning ef maður sá ref með berum augum ef maður var t.d. á rjúpnaveiðum. Í dag er það frekar regla, Vonandi hefur Ester rétt fyrir sér en ég rangt.
Síðast breytt af Björn R. þann 16 Mar 2015 12:07, breytt 3 sinnum samtals.
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hrun í refastofninum

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Mar 2015 11:48

Sæll Björn nei það er ekkert hrun það er verið að byggja á röngum forsendum sem eru reiknaðar út frá skilum grenjaskyttna og svo er líkindareikniformúla notuð sú sama og td á elg úti :-)
Það þarf ekki mikið að hafa fyrir að benda á villur og skal ég bara benda á eina.
Þetta hrun er sagt komið vegna fækkunar veiddra refa frá grenjaskyttum tekið 2007-2010 en hvað var gert þá ? Jú greiðslur voru skertar og kvóti settur á hve mörg dýr yrði greitt fyrir og það er útskýrt sem hrun í stofni.
Það má vel vera að það hafi lokksins orðið yfirmettun á Hornströndum og leitt til hruns þar en það er þá bara afmarkað dæmi og Hornstrandir eru ekki refastofnin í heild.
Annars er ég að vinna í þessum málum með nokkrum góðum mönnum og þessi formúla er þar á meðal en rebbi er viðkvæmt mál sem þarf að fara hægt í sakirnar á og vanda sig.
Svo því miður hefur þú ekki rangt fyrir þér.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Þórður
Póstar í umræðu: 2
Póstar:5
Skráður:18 Jan 2015 20:41
Fullt nafn:Þórður Pálsson

Re: Hrun í refastofninum

Ólesinn póstur af Þórður » 16 Mar 2015 15:07

Steini ég held nú að Ester hafi talið að um hrun hafi verið að ræða á Hornströndum og telur síðan að það hafi ákveðið spágildi fyrir aðra hluta landsins. Hvort sem það er rétt eður ei. Hún setur fram tilgátu um 40 ára sveiflu í stofninum en tekur það fram að það taki 120 ár að sanna þessa tilgátu þannig að við verðum ekki til staðar til að sjá það gerast.
Kveðja Þórður Pálsson
Kveðja Þórður Pálsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hrun í refastofninum

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Mar 2015 15:39

Sæll þórður jú hún tekur upp tilgátu frá Páli Hersteins Heitnum síðan 1987 um möguleg sveiflu.
Þetta er framhaldsagan frá fjölmiðlafárinu í haust þar sem Ester blessunin sagði hrun í refastofni á islandi og það væri eitthvað að því að það var líka hrun á Hornströndum.Og það virtist vera alveg merkileg uppgötvun að það væru bara ungar læður unnar á grenjum núna.
Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða bara hrista hausin góðlátlaega.
Að sjálfsögðu ef greni er unnið þá kemur yngra dýr sem er að leita að greni í staðin :-)Og meðan kvóti er á grenjadýrum er bara farið á þekkt greni og þarafleiðandi ekki leitað að nýjum eða farið í öll þannig að eldri dýr fá frið. En það má kannski eyða 3 millum í að staðfesta það :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Þórður
Póstar í umræðu: 2
Póstar:5
Skráður:18 Jan 2015 20:41
Fullt nafn:Þórður Pálsson

Re: Hrun í refastofninum

Ólesinn póstur af Þórður » 17 Mar 2015 09:58

já svo er spurning hvernig málin þróast þegar hið nýja fyrirkomulag umhverfisstofnunar tekur gildi og farið er að mismuna sveitarfélögum eftir geðþótta ust alveg burt séð frá því hvernig aðstæður eru til veiða á svæðinu.
Kveðja Þórður
Kveðja Þórður Pálsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hrun í refastofninum

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Mar 2015 10:32

Sæll þarf að hitta þig og fræðast nánar um það mál
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara