Ljós við skothús - mín útgáfa

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Ljós við skothús - mín útgáfa

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Sep 2015 22:39

Var að græja skothúsið í dag með sólarsellu og grænu led ljósi. Ljósið er 3w og notar um 0,25A á 12v. Sólarsellan er gefin upp 55w og er að skila um 2,5-3A í mikilli sól. Það verður svo að gera ráð fyrir dögum með engri sól og stuttum dögum yfir mesta skammdegið. Það er ástæðan fyrir þessari stærð af sellu.

Led ljósið er grænt og fyrir ofan húsið og lýsir á ætið sem er 30m frá húsinu. Sólarsella er tengd við hleðslustýringu sem kveikir og slekkur ljósið eftir birtustigi. Þetta er svo tengt við rafgeymi sem geymir orkuna fyrir nóttina en hleðslustýringin er aðal búnaðurinn. Er að prófa Wincong sl-03 stýringu og lofar hún góðu.

Mynd
Skothúsið

Mynd
Hleðslustýringin

Mynd
Rafgeymirinn

Það er myndavél við ætið með hreyfiskynjara sem hleður myndunum með ftp á vefþjón þar sem ég get svo skoðað þær á netinu. Borga því aðeins gagnamagn sem er 690kr fyrir 3 mánuði. Ætla að beintengja vélina við geyminn svo ekki þurfi að spá í rafhlöður.

Húsið er smíðað af Reyni Þorsteinssyni, refaskyttu í Rangárþingi-Ytra. Glæsilegt í alla staði. Er ég með það í láni frá honum.

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Ljós við skothús - mín útgáfa

Ólesinn póstur af sindrisig » 22 Sep 2015 12:39

Snyrtilegt.

Ein spurning; af hverju grænt ljós?

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ljós við skothús - mín útgáfa

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Sep 2015 15:27

Sæll

Eftir að hafa lesið heilmikið á internetinu fann ég út að grænt ljós er notað á villisvínaveiðar, svokölluð hog lights. Villisvín ásamt cyote og öðrum rándýrum skyldum rebba eiga samkvæmt internetinu að sjá grænt ljós síður en annað. Menn vilja meina að þetta fæli síður. Einnig vilja menn meina að grænn sé sá litur sem maðurinn sér sem best, en þessi dýr sem minnst.

Ég ákvað því að prófa þetta út frá þessu og svo er bara spurning hvort eitthvað sé satt og rétt í þessu ;)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ljós við skothús - mín útgáfa

Ólesinn póstur af maggragg » 25 Sep 2015 18:11

"Mátaði" húsið aðeins í gærkvöldi, en ég var þar til miðnættis. Mjög sáttur við ljósið. Það nær að gefa skimu sem svipar til tunglsljóss. Ég sé krossinn á haglasjónaukanum greinilega þótt ekki sé ljós í honum og landslagið nokkuð greinilega. Má segja að þetta sé eins og sitja í fullu tungli.

Er svo búin að tengja myndavélina við geyminn þannig að núna streymir hún myndum allan sólahringinn inn á netþjón sem ég get svo kíkt á þegar mér hentar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ljós við skothús - mín útgáfa

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Sep 2015 00:03

Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þetta er að virka hjá þér.

Hvaða myndavél ertu að nota? Getur þú logað þig inn á hana til þess að kanna hvort það sé kveikt á ljósinu á morgnana?

Það verður mjög forvitnilegt að vita hvort sólar sellan nær að hlaða nógu miklu rafmagni inn á geymirinn yfir stystu dagana í desember og janúar til þess að halda ljósinu logandi alla nóttina.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ljós við skothús - mín útgáfa

Ólesinn póstur af maggragg » 26 Sep 2015 11:58

Er með mms/gprs myndavél sem sendir bara á hreyfingu. Get þó stillt hana með sms en þar sem hún snýr ekki að húsinu sést ekkert hvort ljósið er kveikt eður ei.

Ég valdi sellu sem er svona over-size út af þessu. Sellan er gefin upp 55w en hún er að hlaða um 2,5-3A þegar hún fær sem mesta sól. Ég geri ráð fyrir 2 - 2,5 A í sól, þar sem sellan er lóðrétt og svo snýr hún í suðvestur þannig að hún nær ekki fullum afköstum.

Ljósið er að nota 0,25A þannig að ef maður gerir ráð fyrir 18 tíma í skammdegi sem er ekki fjarri lagi yfir dimmasta tíman er ljósið að nota um 4Ah á hverri nóttu. Ég þarf því tvo tíma af sól til að hlaða það sem uppá vantar eftir nóttina.

Geymirinn er um 55Ah en hann er orðinn lúin þannig að það er eitthvað minna, auk þess þá læt ég stýringuna slökkva á ljósinu fari geymirinn undir 11.1v. Ég gæt trúað að ég hafi svona 20 - 25AH upp á að hlaupa á geyminum. Hann gæti því haldið ljósinu gangandi í um viku án allrar sólar. Það þyrfti svo 10 tíma í sól til að fullhlaða geyminn. Maður verður að gera ráð fyrir dögum án sólar, skýjað, en þá er sellan að hlaða mjög litlu, kannski 0,1 - 0,5A.

Verður spennandi að sjá hvernig þetta verður í vetur og hvort þetta dugar :) Svo er reyndar myndavélin tengd líka, en hún notar mjög litla orku, 0,15 mA í standby og kannski 0,5A í nokkrar sekúndur meðan hún er að senda myndir.

Hafði hugsað mér að tengja multimeter við geyminn í nokkra daga og skoða svo min/max voltin á geyminum til að átta mig á því hvað er að gerast og hvort að sellan sé að duga, en ég held að hún ætti að gera það á móti 3w ljósinu.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ljós við skothús - mín útgáfa

Ólesinn póstur af maggragg » 31 Ágú 2018 15:53

Smá update
Er búin að vera með þetta núna þrjá vetur og hefur þetta verið að koma mjög vel út. Hef ég verið að slatta af dýrum við húsið og yfirleitt náð því sem hefur verið að ganga í ætið.

Sólarsellan hefur ekki dugað yfir dimmasta tímabilið og hef ég skipt út geymi um það leiti, þ.e. farið með fullhlaðinn og hlaðið hinn, og svo skipt aftur eftir nokkrar vikur og það hefur dugað, þ.e. það hefur vantað herslumuninn. Stærri sella myndi sennlega laga þetta, eða um 100w sella.

Ljósið er frábært. Græn skíma sem er svipuð og tungls ljós og því er maður ekki bundinn af tunglinu lengur heldur eingöngu af vindi og vinnu.

Myndavélin hjálpar mikið við að tímasetja hvenær dýrin koma, hvernig dýr og hvort þau bara koma við eða eru í ætinu. Hef getað farið t.d. snemma á morgnana, eða snemma á kvöldin og verið stutt þar sem maður veit oft hvað er að gerast við ætið.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Ljós við skothús - mín útgáfa

Ólesinn póstur af sindrisig » 01 Sep 2018 01:51

Tek ofan fyrir þér að skrifa svör við pælingum við þráð síðan 2015.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ljós við skothús - mín útgáfa

Ólesinn póstur af maggragg » 01 Sep 2018 16:40

Verður maður ekki að halda glæðunum á lífi annað kastið ;)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara