Hvernig hefur refaveiðin gengið í vetur?

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

Hvernig hefur refaveiðin gengið í vetur?

Unread post by maggragg »

Hvernig hefur gengið í refaveiði í vetur hjá þeim sem það stunda.

Þetta hefur verið með því alla rólegasta hérna á suðurlandinu sem ég man. Hef reyndar stundað þetta stutt. Það er ekki fyrr en í morgun eftir að það snöggkólnaði að allt í einu fóru 2-4 dýr að ganga í frá miðnætti fram til núna. Hefur verið mjög hlýtt upp á síðkastið.

Image

Image

Image
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
User avatar
Morri
Posts: 116
Joined: 03 Oct 2012 22:07
Location: Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hvernig hefur refaveiðin gengið í vetur?

Unread post by Morri »

Refur við Sæberg minkuð.jpg
Sælir

Ég hef lítið verið heima í vetur, bara nokkra daga.

Náði einni á flautu 2.november og feilaði á aðra sem kom á flautu þá líka.
Síðan náði ég einni í gærkvöldi, hún var frekar spök.

Á slóðum sér maður að þær eru farnar að hlaupa saman og sennilega komið greddustress í refina í það minnsta.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvernig hefur refaveiðin gengið í vetur?

Unread post by Veiðimeistarinn »

Refaveiðin hefur gengið vel hérna á Vaðbrekku, búið að veiða 12 hlaupadýr hér í vetur frá haustdögum, mest eru þetta hvolpar frá í sumar.
Aðalsteinn hefur skotið þau flest hérna kring um bæinn á Vaðbrekku og þær 5 síðustu við æti 85 metra frá húsveggnum, við gaumljós.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
User avatar
maggragg
Skytta
Posts: 1287
Joined: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Location: Vík
Contact:

Re: Hvernig hefur refaveiðin gengið í vetur?

Unread post by maggragg »

Það er spurning að halda þessari umræðu gangandi.
Haustið og veturinn 2018 hefur verið nokkuð rólegur. Náði tveimur yrðlingum í haust við skothúsið en svo hefur þetta verið afar rólegt uppúr því.

Það gengu einhver 2-3 dýr í tvo daga en svo hætti það snemma í vetur, og lítið sést síðan. Ekkert komið í ætið en það eru þó einhver dýr á ferð.

Geri ráði fyrir að þetta lifni við í febrúar eins og hefur oft gert.

Hvernig hefur þetta verið annarsstaðar í vetur núna fram að áramótum?

@Morri , @Veiðimeistarinn
Magnús Ragnarsson
Vík
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
User avatar
Veiðimeistarinn
Posts: 1917
Joined: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Location: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hvernig hefur refaveiðin gengið í vetur?

Unread post by Veiðimeistarinn »

Það hefur ekkert gerst enn kring um mig, ekkert farið að ganga á æti ennþá.
Tīðin hefur líka verið einstaklega góð og aldrei komið snjór að ráði, til dæmis er allt nær autt hérna núna og á meðan svo er hefur tófan nóg að eta um öll fjöll og þarf ekki að leita í æti niður undir byggð !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Post Reply