Veiðar á mávi

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af maggragg » 19 Apr 2012 11:00

Hvaða aðferðir hafa reynst ykkur reynsluboltunum best við máva-veiðar?

Hef verið að taka eitthvað af mínk í gildrur en langar aðeins að grisja máva stofninn líka enda er mávurinn ekki síður skæður á vorin í að hreinsa upp unga og egg. Einnig er hann líka farinn að sækja ofar í landið og er orðin máva-plága á Hvolsvelli á vorin þegar hann hakkar í sig það sem eftir er af mófuglaungunum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af sindrisig » 22 Apr 2012 00:19

Nota sömu taktík og við tófuna, setja út æti, helst í ker með loki. Ef þú leyfir þeim að komast í það einu sinni og setur síðan lok yfir mæta þeir aftur á svæðið, þrátt fyrir lokið.

Síðan verður þú að opna og loka eftir tilfinningunni, illfyglin láta ekki plata sig endalaust.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Apr 2012 16:45

Hvernig er það, ef þú ert búin að skjóta á einhvern hóp, koma þeir aftur eða forðast þeir staðinn ef þeir hafa orðið fyrir skothríð? Einnig ef að liggja mávahræ við ætið, forðast þeir dauða máva eða er þeim allveg sama og koma samt?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Apr 2012 18:15

Mávur er svakalega fljótur að læra hvað haglabyssa drífur og er akkúrat rétt þar fyrir utan en þeir forðast ekki dauða máva sækja frekar í þá og í raun ef þú getur falið þig vel þá og ert ekki mikið á ferðini þá færðu nokkuð marga sénsa þann dag en svo þarf þetta að jafna sig aðeins.
Síðast breytt af Gisminn þann 22 Apr 2012 22:19, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Apr 2012 18:20

Ég hef einmitt tekið eftir því að þeir fljúga aldrei í færi við mann, alltaf rétt fyrir utan þessir vargar... Takk fyrir þessar upplýsingar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 23 Apr 2012 20:27

Ég stundaði þetta mikið, og afrekaði í gamladaga að fara sem aðstoðarmaður með tveimur atvinnumönnum. Þorvaldi Björnssyni og Páli Leifssyni.
Við sjóinn er oft gott að koma sér fyrir í klettasprungu eða milli steina með væng af svartbak. Veifa svo vængnum. Forvitnin dregur þá stundum í skotfæri.
Labbandi í fjörunni vorum við gjarnan með dauðan máf sem við veifuðum yfir hausum okkar eða hentum til og frá.
Hljómar eflaust eins og mesta vitfyrra, en virkaði oft. Skutum varginn hundruðum saman.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af TotiOla » 24 Apr 2012 16:02

Sælir
Aðeins að forvitnast... Eru menn eitthvað að nota riffla til þess að útrýma þessu?
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Apr 2012 23:44

Skrapp í dag og staulaðist á hækjum fram á brekkubrún við sjóin og með labradorinn með mér því það vantaði nokkra máva til hundaþjálfunar suður og ég var sáttur fékk 7 fugla í færi og féllu þeir allir og skotnýting 1 skot í mínus og tíkin alsæl að meiga sækja eitthvað. :)
Veðurskilyrðin voru virkilega góð til mávaveiða háfaða rok með brekkubrúninni.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af Padrone » 05 May 2012 13:37

Er einhver stadur í nágreni Reykjavíkur thar sem má veida mávana?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af Padrone » 17 May 2012 17:17

Bara aðeins að skerpa á síðustu spurningu

:D
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 May 2012 22:56

Ef þú ferð upp í Kjós eða á einhvern bóndabæinn í Hvalfyrðinum og spyrð um leyfi held ég að það verði auðsótt mál en í versta falli færðu nei og það er nú engin heimsendir.
Ég veit það ekki en ég hef altaf átt auðvelt að fara upp að bæjum banka kynna mig og bera upp erindi um hvort ég meigi veiða eða skjóta eitthvað og það eina sem mér hefur fundist menn kvekkjast aðeins við er þegar maður biður um leyfi að skjóta önd.
En oftast nær kemur maður ber upp erindið þiggur kaffiboð spjallar og svo gefið leyfi með ráðum hvar skuli best að veiðum staðið. Nú eða sama nema svarið er því miður þá séu tún í leigu eða ekki vera vel við skotveiðar og maður bara þakkar fyrir sig og kveður í sátt.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af Padrone » 20 May 2012 10:28

Takk fyrir þetta, ég ætla að bjalla á einhverja bændurnar þarna í næstu viku og sjá hvað þeir segja.
Hljóta að vera ánægðir ef einhver vill losa þá við varginn.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

plaffmundur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:2
Skráður:21 May 2012 07:08

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af plaffmundur » 21 May 2012 07:14

Ekkert mál að spyrja bændur um leyfi. Þeir segja strax já eða nei. Hef fengið að fara inná jarðir til að æfa mig,læra á byssuna og bara hittni. Umfram allt að tína upp eftir sig tóm skothylki. Held að flestir bændur séu hlynntir því að ef menn eru að grisja varginn :)

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af sindrisig » 08 Jun 2012 23:19

Sælir.

Ein spurning þessu tengd: Hvar er líklegast að silfurmávur verpi í þröngum fjörðum með frekar litlu undirlendi? Er þessi fugl með varplönd eða er þetta dreift um allar koppagrundir?
Sindri Karl Sigurðsson

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af Padrone » 09 Jun 2012 05:34

Ég varð reyndar var við það í gær á leið minni upp á Nesjavelli að múkki hefur safnast saman í tugum/hundruðum á ca 2-3 km kafla í móanum, kannski 20-150m frá veginum. Þar situr hann í móanum eða töltir um hann í rólegheitunum.

Er þetta eitthvað algengt?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af skepnan » 09 Jun 2012 22:32

Nei Árni Vigfús, þetta er ekki algengt,sérstaklega á þessum árstíma þegar hann ætti að sitja hjá ungum eða eggjum ef hann hefur verpt seint. Mig grunar að hann sé í æti, til dæmis er fiðrilda farganið hér fáránlegt. Fýllinn er bjargfugl og líður ekki vel á sléttu landi svo að eitthvað dregur þennan annars hlédræga svölung á þessar slóðir :ugeek:
En það var líka sagt að ernir væru ekki á suðurlandi og að Titanic gæti ekki sokkið :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af E.Har » 19 Jun 2012 15:58

Nú stendur til að friða sílamáv ofl.
nema við friðlýst æðarvörp.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af maggragg » 19 Jun 2012 16:35

Þetta er skelfilegt að heyra Einar, hvar sástu þetta?

Það er þá ekki seinna vænna en að fara út og fækka honum áður en það gerist...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af Gisminn » 19 Jun 2012 16:59

Hahaha ég var að fatta hvað verið er að gera :roll: Ég horfði á vitlausan enda þegar ég hef verið að mótmæla friðunum og talað um jafnvægi í náttúrunni ;)
Þetta er að sjálfsögðu úthugsað og þörf aðgerð vegna þessara varga sem ég mun nú nefna ;)
Lyngvargurinn er alveg skelfilegt fyrirbæri og gengur undir nafninu rjúpa í daglegu tali og hver er betur til þess fallin að halda þessum skaðvaldi niðri ? Jú og svarið er sílamávur og fleyri :o
Og svo er annar skaðvaldur sem leggst á gras og korn bænda og gengur undir nafninu gæs og aftur er það bjargvættur okkar herra sílamávur og fleyri sem bjarga okkur :o
Og svo er það síðasti landeyðingarvargurinn sem í daglegu tali nefnist sauðkind hvernig náum við að stemma stigum við því ?
Jú og svarið er við fáum enn stærri bjargvætt til liðs við okkur og friðum rebba og sköffum honum einkaland til að fjölga sér.
Og vandin er leystur :twisted:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiðar á mávi

Ólesinn póstur af E.Har » 20 Jun 2012 10:20

það er verið að vinna Svartbók fyrir umhverfisráðuneitið.
Þar er margt skrítið á ferðinni. Sílamávur, Hrafn Veiðbjalla ofl alfriðuð en má gera undantekningu við friðlýst æðarvörp.

Skotveiðar bannaðar á lunda og allskonar steypa.

En í Svartbók átti að skoða lagalega stöðu viltar dýra á Íslandi í víðu samhengi.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara