fyrsta skipti á ref, hvernig ber ég mig að?

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
Dabbi kalli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:10 Feb 2020 11:58
Fullt nafn:Davíð Karl Davíðsson
fyrsta skipti á ref, hvernig ber ég mig að?

Ólesinn póstur af Dabbi kalli » 10 Feb 2020 12:06

Hæhæ
Svona fyrir forvitni fyriri byrjanda. Ég bý í reykjavík og er að pæla varðandi að fara á ref. Hvert gæti ég farið (miðað við að fara úr bænum) og hvernig er best að bera sig að? Eru menn að setja einhvert æti út? og hvernig æti? Ég er alveg nýr í veiðinni svo að ég þigg með þökkum allar tilbendingar og ráð
Bestu Kveðjur,
Davíð

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: fyrsta skipti á ref, hvernig ber ég mig að?

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 27 Feb 2020 12:11

Sæll Davíð.
Ég sé að það er fátt um svör. Í stuttu máli þá er ekki hlaupið að þvi fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að komast í refaveiði. Land er allt í eigu einkaaðila eða sveitarfélaga. Sértu í vinnu þá er ævinlega stormur um helgar og fullt tungl þegar þú kemst ekki frá.

En það er ekki þar með sagt að allt sé ómögulegt og komist þú í kynni við landeigenda sem vill lofa þér að spreyta þig við veiðar vænkast þinn hagur. Refurinn er nokkuð vanafastur hvað varðar gönguleiðir og tíma. Svo má nýta sér aðhald í landslagi td sjór og kletta sem leiða þá dýrin til þín. Hvað varðar að bera út æti þá þarf að gera það í sátt við landeigenda og hreinsa upp að vori. Húðir og bein kalla á óþarfa athygli og slæmt umtal.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: fyrsta skipti á ref, hvernig ber ég mig að?

Ólesinn póstur af karlguðna » 28 Feb 2020 11:11

"Á refaslóðum" er bók sem var gefin út í denn af Theódóri Gunnlaugssyni frá Bjarmalandi og hugsuð sem kennslubók í refaveiðum. Ef þú gætir ná þér í eintak af henni þá værir þú vel settur, skemtileg og fræðandi ,, eiginlega skyldu eign :)
kv Kalli
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Svara