Refastofninn rannsakaður áfram

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Refastofninn rannsakaður áfram

Ólesinn póstur af maggragg » 10 May 2012 09:12

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/05/1 ... dur_afram/
Snorri Jóhannesson er formaður Landssambands refaskyttna og hann hefur lengi verið ósáttur við að varið sé fé í rannsóknir sem skili litlu, segir hann. „Það kemur í ljós að hann étur fisk og fugl en það hafa menn alltaf vitað í þessu landi,“ segir Snorri. „En það er stöðugt verið að útskrifa líffræðinga og eitthvað þarf allt þetta fólk að gera.“
:lol:
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Refastofninn rannsakaður áfram

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 May 2012 12:03

Já þetta er athyglisverð frétt, bara að það fari að koma eitthvað út úr þessum rannsóknum sem hægt er að nota til að halda refnum niðri.
Snorri er ekki formaður Landssambands refaskyttna eins og stendur í mbl.is fréttinni, félagið heitir, Bjarmaland félag atvinnuveiðimanna í ref og mink. http://refur.is/
Viðhengi
IMG_9006.JPG
Úúpps...hitti næstum því!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Refastofninn rannsakaður áfram

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 May 2012 10:56

Ég setti þessar huleiðingar inn á spjallið hjá Bjarmalandi, þar sem það spjall er lokað finnst mér rétt að deila þessu með ykkur hérna.
Þarna er verið að ræða um refarannsóknir Páls heitins Hersteinssonar og framhald á þeim að honum gengnum.

Póstur 1.
Ja, ef þessi Ester heldur þessum rannsóknunum áfram er það hið besta mál finnst mér, rannsóknir eru alltaf af hinu góða. Hins vegar er eins og maðurinn sagði ,,Hvað er í þessu fyrir mig", það er aftur annað mál hvort eitthvað komi út úr þessu.
Vest er ef það eru einhverjir kenningasmiðir sem stjórna svona rannsóknum og eyða rannsóknartimanum til að sanna sína kenningu, þá kemur mest lítið út úr svona rannsóknum, eins og oft hefur viljað brenna við hjá þessum nýmóðins náttúrufræðingum sem oft eru ,,rétttrúaðir" náttúruverndarsinnar ofan í kaupið og telja sig vera að láta náttúruna njóta vafans með friðunarstefnunni og vilja gera náttúruna allsstaðar að safni, þar sem ótal skilti eru uppi, skrifuð og óskrifuð, sem öll eiga það sammerkt að á þem stendur ,,EKKI SNERTA".
Ég ætla ekki að gera nefndri Ester upp þessar skoðanir en haldi hún áfram að aldursgreina refahræ og telja legör í læðum og safna upplýsingum með refaskyttum mun ég halda áfram og senda henni mín refahræ. Það er nefninleg ómetanlegur grunnur að eiga þessar upplýsingar seinna meir, til að byggja frekari rannsóknir á. Hvað sem annars mínum skoðunum á þessum rannsóknum líður, yfirleitt.

Póstur 2.
Ég las þessa grein í Morgunblaðinu, hún birtist fimmtudaginn 10. mai 2012 á blaðsíðu 17.
Konan heitir Ester Rut Unnsteinsdóttir, ég afsaka að hafa aðeins neft fornafnið hennar hér að ofan!
Síðan fór ég inn á heimasíðu Melrakkasetursins.
http://melrakkasetur.is/
Þetta er allt með sama hætti og áður, bara annar viðtakandi að refahræjunum.
Ég hvet veiðimenn til að senda refahræ til krufningar, það getur komið okkur til góða seinna.
Það er best að vera með allan tímann, það er nefninlega of seint að vera með þegar við uppgötvum ,,seinna" að þetta hefði kannski komið okkur til góða!
Hins vegar verðum við að því best verður séð, fyrir neinum teljandi skaða þó við sendum Melrakkasetrinu refahræin.
Viðhengi
IMG_9827.JPG
Sveinn Pálsson með góðan feng af Beddagreni, orðið áliðið og kvolparnir orðnir stórir. Þessi hræ fóru öll til Páls heitins Hersteinssonar
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Refastofninn rannsakaður áfram

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 May 2012 11:30

Sæll ég er alveg hjartanlega sammála þeirri skoðun að um leið og rannsakandi fer af stað með fyrirfram ákveðna skoðun er rannsóknin ónýt og er bara í eina átt.
Mér er alltaf ofarlega Hríseyjar rannsóknin þar sem kanna átti skotálag á rjúpuni og voru merktar 200 rjúpur og stofninn á toppi en hvað skeði 2 rjúpum skilaði skyttur en það innheimtust 98% af merkjunum og höfðu hinar dáið af völdum sníkjudýra eða annara sjúkdóma.
Og í staðin fyrir að segja hey þetta var óvænt könnum hvaða sníkjudýr eru að valda þessum skaða og tengist það því að smitleiðin sé svona greið vegna fjölda rjúpna eða er þetta hitafarslega á sama tíma eða eitthvað í þessum dúr.
En því miður þá var þessari rannsókn stungið ofan í skúffu og er ekki ræddd meir vegna þess að hún var ómarktæk á það sem menn vildu rannsaka.
Þetta er eins með refinn og allar aðrar rannsóknir ég vil þær og þær séu faglegar, vandaðar og hlutlausar.Man eftir einni refarannsókn á Melrakkasléttu ef ég fer rétt með og þar var lagt út hross og rollu hræ á einhverjum stöðum og svo voru dýr skotin og rannsökuð og þar á meðal magainnihald.
Niðurstaða fæðu tófu á þessum tíma eru aðalega rollu og hrossahræ.Get ekki að því gert mér fannst þetta pínulítið fyndið
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara