Refaplágan

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
iceboy
Póstar í umræðu: 3
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Refaplágan

Ólesinn póstur af iceboy » 22 May 2012 10:14

Það þarf að fara að taka eitthvað til í þessum refamálum, það er helvíti hart þegar bændur þurfa að ganga vopnaðir á sauðburði.

Ég er nýkominn til landsins og það fyrsta sem ég heyri er að rebbi er að gera skandal heima.
Tófubitin lömb á sumum bæjum og svo vappaði rebbi innan um lömbin í fyrrakvöld, gamli beið eftir honum á sama tíma, um miðnættið, í gærkvöldi og var það víst það síðasta sem rebbi gerði að rölta innan um lömbin heima:-) Skotinn neðan við bæinn, ætli það sé þá ekki ca 150 metra frá útidyrahurðinni sem hann hefur látið lífið, kannski 200 metra. Er hann þá ekki orðinn full kræfur.

Þetta er þá annar rebbinn sem pabbi hefur skotið í þessum mánuði. Voða skemmtilegt á sauðburði
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Refaplágan

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 May 2012 10:30

Hafði eitthvað sést til rebba þarna í nágreninu undanfarið, hafa menn þarna einhverjar hugmyndir hvar þessar tófur eru með greni?
Voru þetta læður eða refir sem pabbi þinn hefur skotið í vor? Seinni tófan ætti að vera refur samkvæmt bókinni.
Viðhengi
IMG_9005.JPG
Læða með þrjá kvolpa á Þúfunni
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 22 May 2012 10:42, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 3
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Refaplágan

Ólesinn póstur af iceboy » 22 May 2012 10:32

Skilst að hvorutveggja hafir verið refir, sá fyrri var skotin í Bessastaðarárgilinu. Liklega er greni þar
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Refaplágan

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 May 2012 10:51

Já það er örugglega greni þarna í Bessastaðaárgilinu, við Frissi á Valþjófsstað sáum tófu koma niður með læknum (Rauð-eitthvað held ég að hann heiti) rétt fyrir innan Ingiríði, þegar við vorum að vinna hjá Landsvirkjun, hún var með æti í kjaftinum og virtist vera á leið beint heim á greni 8-)
Við ætluðum nú að vera heldur betur snjallir og fylgjast með henni heim á grenið en tófan snaraðist yfir veginn og við biðum eftir að hún hyrfi niður fyrir bakkan, þá laumuðumst við á eftir henni en hún sneri á okkur, hvarf alveg og við sáum hana ekki aftur þó við snuðruðm heilmikið þarna um nágrenið, eins og jörðin hefði gleypt hana :oops:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 3
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Refaplágan

Ólesinn póstur af iceboy » 22 May 2012 11:06

Já það er örugglega greni í gilinu, svo er greni í Valþjófstaðafjallinu og ég yrði ekki hissa ef hún væri ekki á greninu í miðfellinu líka.
Árnmar J Guðmundsson

Svara