Vargur í váfréttum

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Vargur í váfréttum

Ólesinn póstur af iceboy » 14 Sep 2012 09:12

Hafið þið séð ummælin sem fólk hefur skrifað við þennan link sem ég setti inn síðast, þennan á dv.

Það er ljótt að segja það en ég held að fólk í bæjum sé ekki að skilja vandamálið og það er náttúrulega einn þéttbýliskjarninn sem er stæðstur hér á landinu, ég held að það sé alveg komin þörf á það að rebbi geri skandala aðeins nær höfuðborgarsvæðinu, fólki virðist bara vera sama svo lengi þetta er að gerast í einhverjum afdölum úti á landi.

Það skiptir engu þó lömbin verði drepin úti á landi, maður fer bara í bónur og kaupir kjöt þar.

Það væri ljótt að segja að maður vonaðist til þess að rebbi rifi í sig hund eða kött hérna á höfðuborgarsvæðinu, en ég held nú að umræðan yrði kannski aðeins önnur ef að segjum t.d að barnafjölskylda væri á rölti í heiðmörkinni og gegi þar fram á sundurtætt hræin af 3-4 sætum kanínum!!!


Ætli það yrði ekki eitthvað annað hljóð í strokknum þá, ekki bara þetta kjaftæði um að rebbi sé hluti af náttúrunni.

Svo má ekki gleyma einu, rebbi er í nágrenni bæja ogþar á meðal Reyjavíkur, og það eru t.d leikskólar alveg í útkanti bæjarins, miðað við hvernig rebbi fer með 50 kilóa lömb og þyngri.
Hvernig ætli færi ef hann álpaðist inn fyrir girðingu í kringum leikskóla?
ég vona innilega að það gerist aldrei en fái rebbi að drepa allt fugle líf þá endar hann inn í borg og bæ til þess að finna sér æti
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vargur í váfréttum

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Sep 2012 09:54

Það þýðir ekkert að pirra sig á þessum ummælum. Stærri og stærri hluti íslendinga halda að refir borði regnboga og prumpi fiðrildum. Í alvöru þá er fólk orðið svo veruleikafirrt að það veit ekkert annað en það sér á bloggum annara og svo í bíómyndum, því miður.

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Vargur í váfréttum

Ólesinn póstur af TotiOla » 14 Sep 2012 09:56

Vá hvað það vantar "like"-takkann á þennan póst! :D
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Vargur í váfréttum

Ólesinn póstur af hpþ » 14 Sep 2012 15:23

Það er athyglisvert að lesa þessi komment á fréttina í DV, mér finnst nálgunin á fréttina hjá flestum sem þar tjá sig svolítið brosleg og þá meina ég hjá bæði þeim sem eru með og á móti tófunni. Tófan er náttúrulega fyrst og fremst tækifærissinni þega kemur að mataröflun og getur ekki leyft sér neina matvendni í þeim efnum. Ef hún kemst í auðfenginn bita þá grípur hún að sjálfsögðu tækifærið, það hefur ekkert með grimmd að gera hvernig hún nálgast sauðfé fast í fönn eða afvelta rollu inni á afrétti að sumri, þetta er einfaldlega í eðli hennar og henni hleypur kapp í kinn þegar hún finnur blóðlyktina.
Einmitt þess vegna þarf að standa vörð um og efla veiðina á henni til að lágmarka það tjón sem hún veldur. Landnámsmenn sem komu til landsins komu líklega flestir með bústofn með sér og hefur tófan verið fljót að komast upp á lagið að ná sér í auðfenginn bita sem var í nýbornum lömbum og æ síðan hafa orðið til skæðir bítir sem hafa jafnvel lagst á fullorðið fé eins og mörg dæmi eru til um.

Ég hef margt séð um dagana sem grenjaskytta og unnið greni með bítum og dýrum sem hafa verið ótrúlega stórtæk í ungatöku fyrst og fremst og hafa örugglega flestar grenjaskyttur upplifað það sama. Þess vegna segi ég að það má alls ekki slaka á þessari veiði því við verðum líka að átta okkur á því að íslenski refastofninn er fyrir löngu búinn að aðlaga sig því veiðiálagi sem á honum er þar sem tófan hefur verið veidd nánast sleitulaust frá landnámi. Ég hef ekki séð neinar heimildir heldur um það hversu stórir og sterkir fuglastofnar okkar voru fyrir landnám, við vitum ekki nema þeir hafi verið veikir þá og einmitt veiðin sem þá hófst á tófum hafi á einhvern hátt átt sinn þátt í uppbyggingu þeirra.

Menn sem til þekkja segja að fuglalíf á Hornströndum sé aðeins svipur hjá sjón síðan tófan var friðuð þar, ég trúi því bara alveg. Mér leiðist bara þegar sumir bloggskrifarar „ með eða á móti“ gaspra um málefnið án þess að hafa nokkuð vit á tófum eða þeirra hegðun yfirleitt. Það eru heimamenn, þá meina ég bændur og svo grenjaskyttur sem mest mark er takandi á um atferli tófunnar.

Sem sagt slökum alls ekki á veiðinni en töpum okkur ekki í þeim kjánaskap sem svo margir af bloggurunum setja á prent.

Ps. myndin er af dýrum af greni með "væna hausa" eins og sést og hafði bíturinn fyrir því að drösla hræjunum í gegn um girðingu heim á gren.
Viðhengi
Mjóafellsvörðugreni 2.jpg
Mjóafellsvörðugreni 2.jpg (192.28KiB)Skoðað 1159 sinnum
Mjóafellsvörðugreni 2.jpg
Mjóafellsvörðugreni 2.jpg (192.28KiB)Skoðað 1159 sinnum
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Vargur í váfréttum

Ólesinn póstur af skepnan » 06 Apr 2013 23:15

Já, þessir fræðingar eru samir við sig:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... ed_veidum/

Þegar þeir hafa einu sinni fengið borgað fyrir eitthvað þá á að sjúga sig fasta eins og blóðsugur :evil:
#Nefndin telur rétt að skoða hvort ráðast eigi í fleiri svæðisbundin átaksverkefni.....#
#Nefndin hefur síðan látið gera nánari samantekt á niðurstöðum og vísindalegt mat á árangri átaksins og möguleika á landsútrýmingu og gert tillögur um framhald málsins á grundvelli þess og skilað til ráðherra. #
#Nefndin telur að ekki sé ráðlegt að leggja í átak til útrýmingar á landsvísu nú, heldur þurfi að byggja á meiri reynslu og rannsóknum.#

Auðvitað á að rannsaka meira og rannsaka svo rannsóknina og svo að rannsaka niðurstöðurnar og svo þarf að rannsaka það osfrv.......... :geek:
Fimm árum seinna eru niðurstöðurnar þannig að þær gefa tilefni til þess að rannsaka þetta betur enda hafa menn komist að því að það þarf að rannsaka þetta betur til þess að geta skilið þetta betur og mögulega komist að einhverri niðurstöðu :shock: :ugeek:
Jamm-jamm, einmitt það já. Þetta hefur maður bara séð of oft upp á síðkastið :roll:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Vargur í váfréttum

Ólesinn póstur af skepnan » 14 Jun 2013 13:20

Enn bætist við listan af skammarstrikum skolla:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... _middolum/

Því miður verðum við að bíða enn um stund eftir miðlægum gagnagrunni um dýrbíta, en Bændasamtökin eru að hanna nýtt forrit fyrir okkur bændur í gæðastýringuna. Þegar það er tilbúið verður hægt að skrá í afdrif lamba að það hafi fallið fyrir dýrbít en ekki bara í athugasemdir eins og nú er. Þá verður kominn góður flötur til þess að sjá hversu mörg lömb á landsvísu verða refum og hundum að bráð.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Svara