Gagnaöflun vegna dýrbíta

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Gagnaöflun vegna dýrbíta

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Jun 2012 08:45

Núna eru búin að koma upp mál á fjórum bæjum hérna í Rangárvallarsýslu þar sem refur er að fara í lömb í sumar.

Vantar ekki einhversskonar miðlægan grunn yfir þessi tilfelli, hversu mörg og hvar þau verða, og einnig hvar fólk verður vart við refin til að hægt verði að fá heildarmynd af þessum málum og leggja fyrir ráðuneytið. Þetta er orðið mjög alvarlegt ástand á refastofninum en eftir að fjármagni til veiða hefur verið skorið niður hefur eitthvað mikið gerst. Eina sem stjórnvöld skilja eru gögn og væri ekki gott ef hægt væri að koma upp einskonar gagnasafni yfir þetta. Endilega setjið inn þau dæmi sem þið vitið um, bæði dýrbíta, og svo hvar sést hefur til refs, og hversu títt.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Gagnaöflun vegna dýrbíta

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Jun 2012 09:54

Jú ég er sammála því að það þarf góðan gagnagrunn um þetta málefni.
Það er vont til þess að hugsa að bændur sem sleppa á fjall á ákveðin svæði reikna með 25-25 lömbum í afföll það er svakaleg blóðtaka en auðvitað er þetta ekki allt tófu að kenna en á þessum stað voru fyrir 3 eða 4 árum unnin greni og 29 dýr feld og fundust 70* lambshræ við grenin.
Skal setja nokkra tengla.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/ ... u_lambinu/
http://www.feykir.is/archives/41108
http://www.feykir.is/archives/37239
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Gagnaöflun vegna dýrbíta

Ólesinn póstur af skepnan » 13 Sep 2012 11:13

Sæll Magnús, ég er búinn að senda ábendingu að það vanti skráningarmöguleika í atvikaskráninguna í Fjárvís til þess að stofna svona miðlægan gagnagrunn vegna dýrbíta. En Fjárvís er skýrsluhaldskerfi fyrir sauðfjárrækt fyrir þá sem ekki vita :geek:
Þar sem þetta fer í gegnum bændasamtökin, tel ég frekar að einhver viðbrögð eigi sér stað en ef þetta færi í gegnum UST eða svipaða stofnun. :twisted:
Svo gæti fjárvís sent niðurstöðurnar á snillllllingana hjá nefndum stofnunum svo að þeir geti komist að niðurstöðu, eða ekki. :twisted: :roll:

Kveðja Keli


Síðast fært upp af maggragg þann 13 Sep 2012 11:13.
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Svara