Kúlufeill?

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40
Kúlufeill?

Ólesinn póstur af Pálmi » 18 Jun 2012 21:53

Sælir

Ég fór á greni í síðustu viku I frábæru veðri, það var hægur andvari að vestri og sól. Eftir nokkra tíma bið
kemur tófa aftan af mér og að sjálfsögðu á eina staðnum sem hún mátti ekki koma (kolrangstæður),
fékk hún af mér vind og sá ég undir þófana á henni þegar hún tók strauið í burtu, en eftir blót og böl í smá tima sá ég hana sitja í mýrinni og horfa í áttina til mín, þar sem kjarrið skýldi mér gat ég komið mér fyrir mældi færið 190 metrar, skaut og þummp þetta yndislega hljóð þegar maður hittir jibbíí, sá lappirnar upp í loft á tófunni og rölti af stað að sækja. En þegar ég kom á staðin sá ég enga tófu hmm hvað er nú í gangi,eftir smá leit sá ég hana og hún hofði á mig og hvæsti eins og köttur og hljóp svo í burtu WTF.
Upp með riffilinn en auðvitað var kíkirinn var stilltur á 12 stækkun svo ég sá ekki neitt, sem betur fer kútveltist hún eftir 15-20 metra þá var ég búinn að skrúfa kíkirinn niður 3 og lét hana hafa það aftur, í hausin í þetta sinn ,Mér finnst ótrúlegt að hún hafi lifað fyrtsa skotið af.
Hérna er mynd af fyrsta skotinu þið sjáið hvar kúlan byrjar og útgatið.
Þetta var 7mm remington mag og 120 gr nosler bt á 3500 fps.
Hafa fleiri lent í þessu?
Viðhengi
2012-06-13 21.41.02 (600x450) (550x413).jpg
2012-06-13 21.41.02 (600x450) (550x413).jpg (273.52KiB)Skoðað 947 sinnum
2012-06-13 21.41.02 (600x450) (550x413).jpg
2012-06-13 21.41.02 (600x450) (550x413).jpg (273.52KiB)Skoðað 947 sinnum
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Kúlufeill?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Jun 2012 22:13

Sæll Pálmi.
Hver ert þú og hvar ertu staddur á landinu?
Þetta á sér sennilega eðlilega skýringu, kúlan virðis rétt snerta skinnið efst á bógnum, fara rétt við hliðina á hálsinum og sleikja hliðina og rífa skinnið af bógnum.
Ástæðan fyrir að Nosler bt. kúlan springur ekkiþarna eru helstar tvær.
Sennilega er þetta ekki varmit kúla, er ekki viss um að 7 mm bt. kúlan sé framleidd í varmit, það eru tvær gerðir til af Nosler bt. varmit og ekki varmit, það gerir það að verkum að hún springur ekki auðveldlega.
Hin ástæðan og sennilega aðal ástæðan er að kúlan er svona þung 120 gr. og ,,aðeins" á 3500 fps. farin að hægja á sér úti í 190 metrum.
Hins vegar hefðu 100 gr. varmit kúlur á sama hraða við hlaup úr minni kaliberum til dæmis 6,5 mm og 70 gr. úr 6 mm nær örugglega sprungið þegar þær snertu og drepið dýrið.
Ástæðan fyrir að kúlan hjá þér drap ekki dyrið er að hún springur ekki um leið og hún snertir dýrið og fer sennilega að mestu heil í gegn um skinnið.
Annars eru tófur ótrulega skotharðar, jafnvel sotharðari en hreindýr samkvæmt minni reynslu.
Við veiðfélagi minn höfum misst tófu sem framlöppin var nánast af á miðjum bóg, félagi minn skaut hana við æti um veturinn og þá var löppin nánast af henni hekk utan á henni eins og skinnpjatla.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Kúlufeill?

Ólesinn póstur af E.Har » 19 Jun 2012 08:54

Pálmi eins og ég sagði við þig í gær, þá skil ég hana vel.
Oft langað að hvæsa á þig sjálfur :-)

Hitt er annað að það er ótrúlegt hvernig kúlan hefur klætt hana úr kápunnián þess að ná að flísa í hálsslagæð eða mænu.

Gott að greiið náðist.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara