Kíkti á greni

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Kíkti á greni

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Jun 2012 22:23

Ég skrapp og kíkti á nokkur greni í dag sennilega 12 í allt, það var bara í einu þeirra en snoð í öðru, kemur samt sennilega ekkert þar, mikið grafið út úr því þriðja hún gæti flutt sig þangað næsta hálfa mánuðinn.
Tók myndir á greninu sem var í ábúð.
Viðhengi
IMG_6735.JPG
Voðalega er mamma rám, samt best að drífa sig út í matinn.
IMG_6736.JPG
Þetta er eitthvað skrítið, best að drífa sig inn aftur.
IMG_6741.JPG
Hva...aftur gaggað, við höfum verið gabbaðir.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

IngiLarus
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:9
Skráður:18 Jul 2010 23:47
Fullt nafn:Ingi Lárus Ágústsson
Staðsetning:Fljótshlíð

Re: Kíkti á greni

Ólesinn póstur af IngiLarus » 27 Jun 2012 00:32

Mikið er gaman að sjá þessar myndir. Alltaf fallegir greyin þó að þeir komi til með að verða óvinsælir seinna meir sé ekki gripið inní!! Fynnst þessi veiði eða kanski vinna frekar sem grenjavinnslan er alltaf mezt spennandi af veiðiflórunni okkar. Er búinn að vera bíða eftir að heyra eitthvað af grenjavinnslu hérna á spjallinu okkar. Menn hljóta að fara opna sig fljótlega, vonandi fljóta myndir með.
Virkilega þörf vinna sem þarf að vinnast með mönnum sem nennna þessu.
Ingi Lárus Ágústsson.
Fljótshlíð.
indro_kot(hjá)hotmail.com

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Kíkti á greni

Ólesinn póstur af T.K. » 27 Jun 2012 01:37

Já mjög svo skemmtilegar myndir og fallegir eru þeir. Rétt eins og þessi sem var á bls2 í Þriðjudags Fréttabladinu.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Kíkti á greni

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Jun 2012 11:12

Já Sigurður þú ert duglegur og góður myndasmiður og það er mjög gaman að fá að njóta myndanna með þér.
En svo ég svari Inga Lárusi þá var fyrir viku farið á eitt greni á láglendinu og voru yrðlingarnir pínulitlir og varla farnir að taka æti.
En það er á mörgum grenjum hér hef ég heyrt.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Kíkti á greni

Ólesinn póstur af TotiOla » 27 Jun 2012 11:16

Flottar myndir hjá þér að vanda Sigurður! :) Sammála Inga með að finnast þetta spennandi þó ég hafi ekki komist í svona veiði ennþá.

Gaman væri ef einhver vanur gæti skrifað stuttan (eða langan 8-) ) pistil um rebba-veiði og hvað hún felur í sér. Ég hefði amk. mikinn áhuga á að lesa slíkan pistil.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Kíkti á greni

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Jun 2012 11:23

http://www.visir.is/tofa-a-tolti-um-gar ... 2120629084

Já Þórarinn refaveiðar eru skemtilegar en það er margt sem þarf að huga að.
En þar sem ég er bévítans prentvillu púki og einstaklega skrifblindur þá læt ég öðrum um rebba pistilinn því hann er nokkuð langur ef vel á að vera.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Kíkti á greni

Ólesinn póstur af E.Har » 09 Jul 2012 14:54

Flottar myndir.

:-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara