Vargurinn allt drepur

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54
Vargurinn allt drepur

Ólesinn póstur af T.K. » 13 Jul 2012 19:15

Daginn

Nú er sá tími sem maður gengur með börnin niður að tjörn að skoða fallegu andar- og gæsaungana. En þetta er ekki hægt lengur amk ekki í Hafnarfirði. Hèr eru bara mávar í hundaðatali og örfáar gamlar endur sem bíða bara eftir að drepast undan áganginum í vargfuglinum. Eggin eru öll ètin á vorin og þeir fáu ungar sem komast á kopp eru helst sjáanlegir fastir í goggi á máv sem flýgur burt með þá. Upplífgandi fyrir krakkana....eða þannig.
Sjálfsagt er ætisskortur í sjónum svo mávurinn leitar inní borgina, og einn helsti viðkomustaðurinn eru tjarnirnar.

Nú er svo komið að tjörnin færir litla príði, bara leiðindi, salmonelluskít og garg í varginum langt fram eftir nóttu.

Vitið þið hvort einhverjir aðilar, einstaklingar eða sveitarfèlög hafa náð að losna við þetta böl sem mávurinn er? Eða er það óvinnandi verk að fæla hann frá tjörnunum?

Mynd
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Vargurinn allt drepur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Jul 2012 22:29

Já, það er satt, vargurinn drepur allt. Máfurinn er skaðræði og það er tófan líka :evil:
Ég tók myndirnar hérna fyrir neðan, sína á hvoru greninu. Á þeirri neðri er læða sem kom heim með 5 fuglsunga í kjaftinum, sennilega skógarþrastarunga.
Á efri myndinni er refurinn af hinu greninu en hann kom með einn stálpaðan heiðargæsarunga og 2 sandlóuunga í kjaftinum heim á greni, þessi dýr voru bæði skotin svo þau drepa ekki meira af fuglum.
Ef þetta er dagsskammturinn þeirra, beggja dýranna á greninu, segjum júni, júlí og águst, þar til gengið er úti í grenjunum, það eru 90 dagar, það gera 5 ungar x 2 dýr x 90 dagar = 900 ungar á öðru greninu og 3 ungar x 2 dýr x 90 dagar = 540 ungar á hinu greninu :twisted:
Dálítið ýkt dæmi en þeir vekja furðu mína þeir líffræðingar sem segja að það hafi engin áhrif á fuglastofnin að friða tófuna :shock:
Viðhengi
IMG_6840.JPG
Þessi refur kom með þrjá unga í hvoftinum heim á greni
IMG_0927.JPG
Þessi læða kom með fimm unga í kjaftinum heim á greni
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vargurinn allt drepur

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Jul 2012 10:12

Það þarf að gera mikin skurk í þessum vargi. Fór niður í Landeyjafjöru fyrir nokkrum dögum og sá fullt af kríu veiða sér sandsíli en held ég aðeins einn máv á flugi. Síðan er allt morandi upp á Rangárvöllum. Er þetta ekki orðið eitthvað skrítið.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Vargurinn allt drepur

Ólesinn póstur af T.K. » 14 Jul 2012 15:02

Já einmitt. En eftir situr spurningin er hægt að losa sig við mávinn úr borginni? Eða hefur hann alltaf betur?
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vargurinn allt drepur

Ólesinn póstur af maggragg » 14 Jul 2012 19:03

Held að það sé allt hægt ef viljinn sé fyrir hendi hjá réttum aðilum, þeim sem borga. Held að það sé nóg af mannskap sem er til í að taka það að sér og einnig heilmikið af aðferðum til þess en viljinn er ekki til staðar hjá borgaryfirvöldum, né peningar. Ég er búin að útvega mér skot og nú er bara að finna tíma til að taka eitthvað á þessum vargi, þótt það sé orðið dálítið seint þetta árið...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vargurinn allt drepur

Ólesinn póstur af E.Har » 16 Jul 2012 09:49

SKV svartbók er stefnan að friða varg annan en ref og mink.
Nema við skilgreind og friðlýst æðarvörp.

Með öðrum orðum friða máv hrafn ofl.

E.Har
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Vargurinn allt drepur

Ólesinn póstur af T.K. » 17 Jul 2012 12:19

Ef málið er að friða vargfuglinn, eða bara taka ekki á vandanum yfir höfuð, má ég þá stinga uppá því að tæma tjarnirnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ógeð svona. Salmonella og dauði......

Svo eru þetta eflaust dýrmæt byggingarlönd í miðri borg.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Vargurinn allt drepur

Ólesinn póstur af TotiOla » 27 Jul 2012 13:36

Er ekki hægt að fara í samvinnu við landgræðsluna um að fá að skjóta á þessu svæði þeirra?

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/07/2 ... garvollum/
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Vargurinn allt drepur

Ólesinn póstur af TotiOla » 27 Jul 2012 17:20

Og áfram halda fréttirnar af varginum.

http://mbl.is/frettir/innlent/2012/07/2 ... _i_tofuna/
Mbk.
Þórarinn Ólason

Svara