Borga eða fá borgað?

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Borga eða fá borgað?

Ólesinn póstur af iceboy » 15 Jul 2012 03:33

Ég er að læra Búfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Það er svosem ekki í frásögur færandi en ég var í verknámi í Borgafirðinum í vor og sumar. Þar náði ég mér í 2 rebba um mánaðarmótin mai/ juni og hef e´g fengið vilirði fyrir því að fá að leggja út æti í haust. Ég hef sett mér ákvaðið markmið og vonast e´g tim með að ná þeirri tölu í vetur.

En það er þráður hérna á spjallinu sem um varg á tjörnum í þéttbýli semsagt mávinn. Þar var komið inn á þetta með vargeyðingu og þá sem borga.

Þessvegna langar mig að koma inn á eitt lítið atriðið sem kom upp í umræðunni í vor þegar verið var að ræða um rebba og gæs og veiða almennt.

Þessi umræða kom upp um kvöldið eftir að ég var búinn að sá í kornakurinn sem svili verknámsbóndans mins er með ( já ég fæ ekki að skjóta þar, laun heimsins eru vanþakklæti) og bóndinn sagði mér að það kostar þá 100 000 kr á ári að vera með þennan hektara. Það sem kom honum á óvart var það að menn virðast vera tilbúnir að borga þessar og jafnvel miklu hærri upphæðir til þess að fá að skjóta gæsir á einhverjum ökrum.

En þegar kemur að varg þá vilja menn fá borgað!!!!!

Ég t.d á 4 tófuskott í kistunni... kanski fæ ég einhverntímann borgað fyrir þau... kannski ekki... en eitt veit ég og það er að dauð tófa er ekki svöng tófa.

Ég held að við sem köllum okkur veiðimenn ættum að vera miklu duglegri við að drepa varg, hverju nafni sem hann nefnist án þess að fá borgað fyrir hann, hverju nafni sem hann nefnist.
Þetta segir maður sem búinn er að sljóta bæði skúrm og hrafn þennan mánuðinn, hrafninn var að leika sér í rúllustæðunni og það bara gengur ekki.

Svo er ein lítil sneið handa Sigga.

Pabbi (sem þú þekkir mjög vel og veist að ýkir þetta ekki) skaut fyrir mörgum árum rebba á leið í greni með 19 já ég sagði 19 gæsaunga í kjaftnum. Skelltu því inn í jöfnuna þína og segðu okkur hvað það eru margar gæsir í kvöldflugi að hausti.

Ég veit alveg hvað þær eru margar en þetta lítur bara miklu flottar út hjá þér:-)

p.s bið að heilsa Sveini sem er með þér í grenjavinnslu:-)
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Borga eða fá borgað?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jul 2012 11:54

Árnmar, pabbi þinn var líka búinn að segja mér þetta, sagði okkur Sveini þetta meðal annars þegar við stoppuðum í kaffi hjá honum og mömmu þinni þegar við vorum að koma af Grenisöldugreninu í Eyvindafjöllunum um daginn.
Já þetta gera samkvæmt jöfnunni minni 19 x 2 x 90 = 3710 ungar (samkvæmt hugarreikningi Jóhanns frænda míns)
Jóhann frændi minn sagði mér líka frá strandamönnum sem unnu greni vestur þar og inni í því fundu þeir 400 æðarunga.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Sveinn Bj
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:15 Jul 2012 15:11

Re: Borga eða fá borgað?

Ólesinn póstur af Sveinn Bj » 15 Jul 2012 15:19

Sælir drengir

Góð og þörf umræða hérna. Þar sem að ég er talsverður áhugamaður um þetta viðfangsefni þá langaði mig að koma með innlegg. Set link hér inná blogg sem ég er með og þar var ég með útreikninga um hvað tófa étur á einu ári. Bara svona vinkill á þetta, en þið finnið þetta undir færslu sem heitir "Hvað étur refurinn mikið?"
linkurinn: http://sveinn-refur.blog.is/blog/sveinn ... y/1101420/

kv,
Sveinn Björnsson
Árdal
Kelduhverfi

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Borga eða fá borgað?

Ólesinn póstur af E.Har » 16 Jul 2012 09:47

Er skúmurinn ekki friðaður nema við æðarvörp eftir seinnitíma breytingar!

Annars þá ættum við allir að vera duglegri að elta rebba :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara