Kananínur skilgreindar sem vargur?

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Kananínur skilgreindar sem vargur?

Ólesinn póstur af maggragg » 28 Sep 2012 16:35

Samkvæmt áliti Náttúrufræðistofnunar þá gæti farið svo að villtar kanínur verði skilgreindar sem vargur og veiðar leyfðar. Í dag eru þær í einskonar limbói þar sem villtar kanínur eru ekki gæludýr, en dýralæknar mega einungis aflífa gæludýr og ef hún telst sem vilt dýr, að þá er engin undanþága á friðun hennar.

Þarna þarf umhverfisráðherra að breyta reglugerð, eða jafnvel þarf lagabreytingu til svo að hún verði skilgreind í lögum til að eyða óvissu um þetta dýr.

http://www.ni.is/frettir/nr/13900
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Kananínur skilgreindar sem vargur?

Ólesinn póstur af johann » 28 Sep 2012 18:27

Ég spurði Dr Arnór (sem er með veiðikortanámskeiðin) að þessu, hver staða kanínunnar væri, og að hans sögn er þetta í raun flokkað sem búpeningur.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
Stefán_Jökull
Póstar í umræðu: 1
Póstar:76
Skráður:28 May 2012 10:41
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Kananínur skilgreindar sem vargur?

Ólesinn póstur af Stefán_Jökull » 30 Sep 2012 13:04

Þá gilda sömu reglur og um annan búpening sem ekki er hægt að sanna eignarhald á. Hvernig var með villiféð fyrir vestan?
Kv. Stefán Jökull

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Kananínur skilgreindar sem vargur?

Ólesinn póstur af maggragg » 04 Oct 2012 21:50

Vandamálið er að það er hvergi slegið föstu hvað þetta flokkast sem heldur er aðeins hægt að giska á það. Það þarf því að breyta reglugerðum til að þetta verði allveg á hreinu svoa að hægt verði að fara í markvissar aðgerðir og skilgreina hver ber ábyrgð á því.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Kananínur skilgreindar sem vargur?

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Dec 2012 21:57

Jæja Magnús nú ferð þú að bjóða mér á kanínuveiðar og ég býð þer að liggja á ref hér fyrir norðan :-)
http://www.visir.is/villtar-kaninur-val ... 2121219149
Þar held ég að 17HMR sé á sýnum stalli ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Kananínur skilgreindar sem vargur?

Ólesinn póstur af iceboy » 17 Dec 2012 22:22

Já þetta er orðin plága.

Við frúin þurftum bæði að fara að heiman á sama tíma í haust og þurftum því að fá pössun fyrir hundana.
Sú sem passaði rakkana fór með þá út fyrir selfoss, ég veit ekki nákvæmlega hvert enda skiptir það engu máli.

Það er labbarakkinn að snuðra eitthvað við einhvern runna og hún kallar á hann, þegar hann nálgast þá sér hún að hann er með eitthvað í kjaftinum.

Hún kallar hann inn og segir honum að gefa, þar sleppir hann sprelllifandi kanínuunga.
Ég var voða ánægður þegar ég heyrði þetta því þetta segir mér hversu laust hann heldur a´bráðininni, því miður fyrir kanínuna þá komst tíkin hennar í hana áður en hún gat tekið hana upp og sú fór ekki eins varlega með hana
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Kananínur skilgreindar sem vargur?

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Dec 2012 23:29

Já það væru skemmtileg skipti Þorsteinn :)

Það verður að gera eitthvað í þessu og þarf að þrýsta á stjórnvöld að skilgreina bæði viltar kanínur og villiketti sem meindýr og opna veiðileyfi á þessi dýr. Það myndi einfalda allt til muna :)

En ef ekkert verður að gert þá gæti stefnt í umhverfisslys í þessum málum. Villikettir er önnur plága og þeir eru ekki síðri vargur en minkurinn!

Sammála að þarna kæmi .17 HMR sterku inn.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Kananínur skilgreindar sem vargur?

Ólesinn póstur af skepnan » 19 Dec 2012 16:51

Sæll Magnús, það er þetta með villikettina
"En ef ekkert verður að gert þá gæti stefnt í umhverfisslys í þessum málum. Villikettir er önnur plága og þeir eru ekki síðri vargur en minkurinn!"
Nú þegar hafa orðið stórtjón af völdum villikatta í sauðfjárrækt en þeir geta nefnilega verið með bogfrymla/toxoplasma í sér, sem er sníkjudýr, og valdið svokölluðu "kattasmiti" en það veldur fósturdauða.
Fósturdauði í sauðfé hefur valdið miklum skaða og hafa villikettir sem að leita skjóls í útihúsum verið bendlaðir við ansi mörg tilfelli. (Svo eru líka sumir sem að fóðra villikettina svo að þeir fjölga sér enn frekar :evil: )
Þetta er bara ein hlið á teningnum og þá er ótalið fuglaátið hjá þessum "jólaköttum" :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Kananínur skilgreindar sem vargur?

Ólesinn póstur af maggragg » 19 Dec 2012 17:03

Mikið rétt hjá þér Keli. Þeir geta beinlínis verið hættulegir og því synd að það þurfi í raun að vinna þá í skjóli næturs, en ég tel nú samt að enginn spái í því hvort þetta megi eða ekki. Þetta er einfaldlega nauðsynlegt að halda í skefjum uppá velferð búfénaðar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara