Refaveiðar úr skothúsi

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
Aron Kr Jónsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:29
Skráður:24 Ágú 2012 23:17
Refaveiðar úr skothúsi

Ólesinn póstur af Aron Kr Jónsson » 22 Oct 2012 17:43

Sælir félagar mér langar að fá upplýsingar um Refaveiðar úr skothúsi,það sem ég er að spá í nota menn riffil eða haglabyssu við þessar veiðar og kannski þá fjarlægð í ætið og hvaða æti er best að bera út.
(notast menn við ljós á ætinu ef það á að skjóta með riffli?)

Með fyrirfram þökk Aron :roll:
Kveðja
Aron Kristinn Jónsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Refaveiðar úr skothúsi

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Oct 2012 18:00

Ég hef notað bæði en ef þú ert með góða staðsetningu( stýringu) að ætinu og það sé ólíklegt að tófan laumist fyrir aftan húsið er haglarinn góður.
Síðasta vetur var ég með ætið í 18 metra fjarlægð og notaði haglarann. Það var ekkert mál nema í sunnanát þá hringaði hún húsið sem var auðvita ríkjandi síðasta vetur en náði 11 dýrum. Síðan var ég með annað æti 100 metrum frá minni staðsetningu og þar var ég með díóðuljós á staur tengt við rafgeymi og ég náði nokkrum þannig sem voru alltaf að hringa mig í skothúsinu :-) En þú þarft kúlu með hraða opnun ég lenti í því að gegnum skjóta dýr með 120 nosler BT sem ekki opnuðust og fann dýrin allt að 400 metrum frá skotstað.
En ég hafði riffilætið í brekku svo hún tæki við kúlunni strax því það voru hross alltaf í nágrenninu
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Refaveiðar úr skothúsi

Ólesinn póstur af E.Har » 23 Oct 2012 12:53

hef ekki nægjanlega mikið figtað í þessu en staðsetningin er allt.
Sérstaklega ef kvikindin eru kvekkt! þá hringanga þau allt í ca 300 m fjarlægð.
Þarft því helst að geta séð víða :-)

Síðan er góð njósnamyndavél myndavél frábær!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Refaveiðar úr skothúsi

Ólesinn póstur af Garpur » 23 Oct 2012 13:46

Ég hef farið að nota riffilinn meira og meira og verið með díóðuljós, það hefur gengið heldur skár sérstaklega á stöðum þar sem dýrin eru vör um sig.
Þegar dregið er út fram til dala og fjarri byggð eru í raun notuð önnur viðmið heldur en í byggð.
Ég hef einbeitt meir heldur meira að þeim dýrum sem eru í byggð og þá nýtist myndavélin og ljósið vel,
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
Rissi
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:06 Jul 2010 00:27

Re: Refaveiðar úr skothúsi

Ólesinn póstur af Rissi » 23 Oct 2012 22:40

Sæll Aron
Ég er alltaf með riffil og hagalabyssu með mér í skothúsinu. Það er ekki öruggt að rebbi komi í ætið ef hann er tortrygginn og þá nær maður honum iðulega með rifflinum. Á fengitímanum á hann það líka til að vilja ekki koma í ætið en leitar að lykt af öðrum tófum í námunda við það, þá kemur riffilinn að góðum notum. Ætið hjá mér er yfirleitt hrossasíður og hrosshausar, kindahræ hafa reynst mér vel líka en það eru ekki allir landeigendur sem leyfa að ég beri þær út. Ætið staðset ég 30 metra frá skothúsinu, það finnst mér passleg fjarlægð fyrir haglabyssuna. Ég hef ekki verið að nota ljós en það stendur til í vetur að prófa það. Staðsetningin skiptir öllu máli þegar þú velur skothúsinu stað. Rebbi má ekki komast í vindlínu ef þess er nokkur kostur og ef hann getur komist að ætinu eftir lægð eða meðfram brúnum í landslaginu þá er hann öruggari með sig. Ég er alltaf kominn í skothúsið fyrir myrkur og þegar líður á veturinn þá fer ég ekki fyrr en bjart er orðið.

Með kveðju
Reynir
Með kveðju
Reynir Þorsteinsson

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: Refaveiðar úr skothúsi

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 24 Oct 2012 13:28

Skemmtileg umræða.. Ætlað setja hér inn eina pælingu frá mér sem á kanski betur heima hér en á öðrum þræði hérna á spjallinu..

—Hef lengi langað að prufa yfirlegu á ref en búsetan í bænum hefur gert það aðeins erfiðara fyrir. Ég vil ekki leggja út æti ef ég get ekki sinnt því.. Þeas. Skjóta kanski einn,tvo eða þrjá refi en fóðra aðra 10 með ókeypis hlaðborði.

Mínar pælingar eru semsagt þær: Ef ég færi í að leggja út æti hversu lengi er ætið látið liggja? Væri t.d. hægt að leggja út á segjum miðvikudegi og koma svo og liggja yfir helgina eftir? Fjarlægja svo hræið svo það verði ekki bara frítt fóður.. Bara pælingar..
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Refaveiðar úr skothúsi

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Oct 2012 16:14

ef þú ert á traffík svæði tófu ætti það að vera nóg en ég myndi kjósa að kynna beituna í hálfan mánuð eða svo áður en ég leggst út en ég hef stundum beitt óþverra brögðum til að lokka tófuna að ef ég hef ekki lagt út æti þar sem ég þarf að glíma við hana.
Vill helst ekki upplýsa þau svona á opnu spjalli en sendi þér póst.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Refaveiðar úr skothúsi

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Oct 2012 17:41

Það er líka hægt að ganga frá ætinu í kassa til dæmis fiskikassa eða litlu fiskikari og grafa niður eftir aðstæðum eða ekki, setja einfaldlega lok á ílátið, til dæmis þéttriðna grind, það gefur kost á að opna og loka fyrir ætið af vild.
Til dæmis er hægt að hafa grindina með þannig möskvastærð að tófan næði aðeins bragði af ætinu, eða svo fínriðna að hún fengi aðins liktina, síðan er hægt að opna dallin næturna sem legið er fyrir :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Konni Gylfa
Póstar í umræðu: 1
Póstar:69
Skráður:24 Oct 2012 19:01

Re: Refaveiðar úr skothúsi

Ólesinn póstur af Konni Gylfa » 24 Oct 2012 19:21

já þessu er ekki auð svarað. landlag, skurðir, girðingar, ár, mannabústaðir og fleira í umhverfinu hefur áhrif. oft er gott að vera þar sem reglulega fer fólk um, td á sveitabæjum sem búið er í þá er rebbi ekki eins stressaður yfir lyktinni. finnst alltaf meira bras að eiga við rebba því lengra sem maður fer frá byggð. og hvað æti varðar þá er fátt betra en að grafa gæsahræ, eða þessa stóru hvítu :D ég hef verið með æti í 20m og haglabyssu og einnig á 100m og riffil og ég er á þeirri skoðun að 50-70m sé lang besta færið fyrir þessa veiði og vera með riffil. en menn eru með misjafnar skoðanir og sumstaðar er bara ekki hægt að vera með riffil og svo öfugt.

en Gismin mig langar að forvitnast meira um þessa aðferð þína svo þú mátt alveg senda mér línu.
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Refaveiðar úr skothúsi

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Oct 2012 20:12

sendi þér línu
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Refaveiðar úr skothúsi

Ólesinn póstur af E.Har » 25 Oct 2012 11:52

Mátt smella línu á mig líka er altaf að reyna að læra :-)
Tófan hefur vafist fyrir mér, tek altaf varlegt sýni af þeim stofni árvisst en vil meira :-)
einarh@fastrik.is
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Aron Kr Jónsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:29
Skráður:24 Ágú 2012 23:17

Re: Refaveiðar úr skothúsi

Ólesinn póstur af Aron Kr Jónsson » 25 Oct 2012 16:45

Sæll Gisminn værir þú til í að senda á mig

(óþverra brögðum til að lokka tófuna að ef ég hef ekki lagt út æti )

Netfang aron72@simnet.is :shock:

Ég vill einnig þakka fyrir öll þessi góðu og gagnlegu svör sem ég hef fengið við spurningu minni
Kveðja
Aron Kristinn Jónsson

Svara