Ekkert fé til refaveiða

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35
Ekkert fé til refaveiða

Ólesinn póstur af skepnan » 07 Nov 2012 00:10

Já, ekki á að reyna að hægja á fjölgun refa hér í sveitum:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... refaveida/
Þó á nú ekki að hætta greiðslum fyrir minkinn sem er ágætt.
En í morgun kom skólabílstjórinn með þær fregnir að hann hafi keyrt fram á ref, sem að var að tætast í sauðfé rétt upp við veginn. Ég veit ekki hvort að búið sé að ná þessum grip eða ekki :evil: Refur sem að lætur svona er dýrbítur.
En svona er það nú bara, það á að friða refinn algerlega og best er að fækka þessum helvítis bændum sem að alltaf eru að agnúast út í hann, SAUÐ-meinlausan og alsaklausan :roll:
http://www.bbl.is/index.aspx?GroupId=38 ... TabsId=191
Svandís klikkar ekki. ;)
Þar sem að hún hefur sagt áður að við ættum að girða jarðir okkar af, gleymdi hún ekki að girðingar hindra för refa og drepa eða laska rjúpur. Verðum við þá ekki kærðir fyrir girðingarnar, fyrir utan það að valda hættu á því að túristakvikindin rífi fötin sín þegar þeir hjassast yfir girðingarnar sem að eru allstaðar fyrir í náttúrunni eins og ég hef fengið að heyra.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Ekkert fé til refaveiða

Ólesinn póstur af iceboy » 07 Nov 2012 07:51

Já Keli það er nú gott að þessir "ágætu" þingmenn ætla að láta þennan vetur endurspegla sínar áherslur í málum sem skipta þá máli. Nýta tímann til að koma sínum málefnum á framfæri fyrir kostningabaráttuna

Það skildi þó aldrei vera að þessir bændur og veiðimenn jafnvel líka, að þessir hópar séu læsir og jafnvel með kostningarétt????
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ekkert fé til refaveiða

Ólesinn póstur af E.Har » 09 Nov 2012 09:57

Þetta er skelfilegt.
Ráðgjöf NÍ og Umst er glæsileg.

Segum að næsta haust verði komnir 15 þús refir!
Segjum að yfir vetrarmánuðina éti hver 100 fugla það er fugl annan hvern dag!

1.500 000 fuglar
Segjum að helmingurinn sé fóður frá sumrinu áður og reki og rusl!

750 000 rjúpur!

En þær eru bara ekki til!

Hvað viljum við gera?
Spyrjum þingmennina okkar!
það eru prófkjör framundan!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

kra
Póstar í umræðu: 1
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: Ekkert fé til refaveiða

Ólesinn póstur af kra » 10 Nov 2012 18:22

Vona að menn hafi vit á að kjósa ekki þessi K...yfir okkur aftur í næstu kostningum. Meira liðið, Steingrímur, Svandís, Ögmundur..
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Ekkert fé til refaveiða

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 11 Nov 2012 18:52

Það vill svo undarlega til að ég hef ekki orðið var við að bændur bjóði áhugasömum veiðimönnm aðgang að veiðilendum. Af því gefnun velti ég því fyrir mér hvort að þetta sé ekki eitthvað orðum aukið :?:

Hvar eru allar þessar skelfilegu tófur sem éta bændur og búalið út á gaddinn? Af hverju eru þær ekki skotnar? Ég hef nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því að ekki sé það skortur á veiðirfifflum sem standi fækkun fyrir þrifum.

Getur það verið að það sé skortur á aðgengi sem dragi úr áhuga manna á því að stunda refaveiðar?

Á góðviðrisdögum er ekki þverfótað á skotæfingarsvæðum vegna margmennis. Þar er saman safn af góðum skyttum með búnað sem flokkast með því allra besta sem völ er á. Það er ekki ósennilegt að hluti þessara drengja hefði áhuga á því að reyna sig og græjur á einhverju öðru en pappaspjaldi.







.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ekkert fé til refaveiða

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Nov 2012 19:54

Sæll Sveinbjörn eigum við að snú dæminu aðeins!
Hefur þú boðið bónda að skjóta ref fyrir hann og hver voru svörin ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Ekkert fé til refaveiða

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 11 Nov 2012 20:18

Já það hef ég gert og því var tekið vel. En eftir sem áður velti ég því fyrir mér af hverju þessi svo kallaða plága sé nánast friðuð.

Meðfram öllum vegum má sjá skilti sem banna skotveiðar.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ekkert fé til refaveiða

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Nov 2012 21:14

Er ekki á flestum stöðum skilti með þessari áletrun. Öll skotveiði bönnuð nema með leyfi landeiganda ?
Og svo er líka hitt til eins og á mínu svæði þar sem skyttur hafa fengið veiðiréttin fyrir ýmis viðvik og þær setja út bannskiltin en ekki landeigendur.
Þetta snýst líka um stærra samhengi sem er að landeigendur vilja vita hverjir eru á svæðinu og vilja stjórna því sjálfir sem er mjög skiljanlegt.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara