Refaveiðar

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35
Refaveiðar

Ólesinn póstur af skepnan » 16 Nov 2012 15:00

Enn er verið að reyna að pressa á ríkisstjórnina að leggja til fé til refaveiða.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... inkaveidi/
Þetta fellur væntanlega í grýttan jarðveg hjá snillingunum sem að segja hikstalaust og án þess að roðna að engar rannsóknir bendi til þess að ref sé að fjölga, þvert ofan í rannsóknir sem gerðar eru.
Hverskonar rannsóknir ætli þurfi til þess að þær kallist rannsóknir þarna hjá þessu fólki :?:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Refaveiðar

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Nov 2012 18:07

Hér reyndi ég aðeins að leggja í púkkið með reynslu af mínu svæði
http://www.visir.is/vonast-eftir-aukahe ... 2121119297
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Refaveiðar

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 16 Nov 2012 20:48

Nú verð ég að taka undir með þér Keli. Því að Reykjanes var td. Tófulaust fyrir 35 árum. Hinnrik í Merkinesi og fleirri góðir menn sáu til þess. Ýmsir þættir og þar á meðal varp Sílamáfa í þúsundatali. Hlínandi veður og minni áhersla á eyðingu refs hefur orðið til þess að ref hefur fjölgað mikið á mínum heimaslóðum. Ég hef ekki ástæðu til að rengja aðra sem eru í öðrum landshlutum því að það virðist vera svipaða sögum að segja um allt vetanvert landið og virðist þetta færast austur og norðurmeð.

Þar sem við erum næstum því sammala um refinn þá get ég ekki á mér setið og velt því upp afhverju það er ekki gert meira af því að veiða hann.
Ég hef reyndar bent á hér á þessum spjallvef að refur er friðaður Á stórum landssvæðum fyrir allmennum skotmönnum. Þú veist skilti sem banna skotveiðar. Flestir fara eftir því og eru að sjálfssögðu ekki að trufla vinnandi fólk í sveitum með ónæði og yfirgangi. þAð sem er bannað er ekki leyft.
Vissulega eru alltaf nokkrir í hverri sveit sem eiga sín veiðisvæði og verja þau eins og Refur passar sitt óðal.
Þá er ekkert annað fyrir pappaskyttur en að drekka gott kaffi. (Latte er óþveri) Refurinn spókar sig á friðuðum svæðum innan um búfénað feitur og pattaralegur. Gömlu refaskytturnar hættar og þeir sem við tóku hættu að sinna þessu af alvöru þegar veiðin er rekin með stór tapi.

Það kemur ekki feitur tékki og reddar þessu. Gamla fyrirkomulagið er dautt og ef bændur og búalið vilja losna við ref er ekkert annað að gera en að hugsa veiðifyrirkomulag upp á nýtt

Af gefnu tilefni þá lýsi ég yfir leti og kem ekki til með að vaka margar nætur yfir tófum. En hef grun um að yngri og áhugasamari drengir séu orðnir langþreyttir á því að skjóta Pappa.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Refaveiðar

Ólesinn póstur af Garpur » 17 Nov 2012 13:20

Sælir, ég er ekki alveg sammála ykkur að menn geti ekki veitt ref sem vilja, margir bændur eru fegnir ef einhver getur sinnt veiðum svo fremi sem búpening sé ekki hætt :D .
Ég er búin að skoða margar leiðir undafarin ár hvernig er hægt að gera þetta skilvirkara og betra og kemst alltaf af sömu niðurstöðu.
Fyrir nokkrum árum, einum tíu minnir mig, var ég beðin að skoða það hvort menn fengjust til að veiða raf yfir vetratímann ef þeir hefðu aðgang að kofa og æti á góðum stað.
Ég setti æti við tvo kofa sem ég er með og auglýsti síðan að menn gætu farið, hvort sem þeir vildu einir eða með fylgd. Mig minnir að ég hafi sett einhver kvóta eða takmarkanir á fjölda veiddra dýra.
Einu svörin sem ég þékk við þessari tilraun voru eftirfarandi. Og flest í tölvupósti
- Þú ættir að reyna að drullast til að sinna þessu sjálfur.
- Ef þú nennir ekki að sinna einhverju sem þú hefur tekið að þér ættirðu að leifa öðrum að komast að.
- Get ég komið og veitt hvítt dýr.
- og fl. og fl.

Reyndar hef ég leyft mönnum að koma með mér síðan þetta gerðist og þeir eru mjög sáttir, einnig hef ég þurft að fara og ná dýrum sem var búið að bera út fyrir og þeir sem að unnu gátu ekki sinnt lengur vegna kulda og vosbúðar :lol:
Auðvitað eiga þeir sem vilja eltast við refinn, reyna að komast í samband við einhverja sem geta leyft þeim að fara og vita eitthvað um þetta. Þetta eru þannig veiðar að þær lúta öðrum lögmálum heldur en aðrar veiðar, allavega finnst mér það.
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Refaveiðar

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Nov 2012 13:54

Sæll Garðar þetta var áhugaverð lesning
Varstu nokkuð að óska eftir gjaldi fyrir að leyfa að fara á ref ?
Því miðað við hvað ég hef lesið mikið af póstum þá er fullt af mönnum sem langar að prófa að liggja fyrir tófu og athuga hvort það henti þeim en eru það skynsamir að vilja ekki leggja út æti og sinna því svo ekki af því að það hentaði ekki.
En ég held að þetta sé smá leikur hjá Sveinbirni að æsa okkur aðeins upp með að segja að ekki megi veiða ref allstaðar. ;)
Ég var fengin til að halda ref frá heimalöndum af bændum síðasta vetur og báru þeir út fyrir mig og skothúsið var til staðar.Kalt en þurt og það eina sem var pínulítið að skemma var þessi blessaða sunnan átt sem orsakað marga hringunina því girðingin sem er fyrir aftan er ekki lengur stýring.Tófan nánast gerir sér það að leik að vera að hoppa í gegnum möskvana.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Refaveiðar

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 17 Nov 2012 18:54

það hefur verið frekar fátt um skoðannaskipti hér á vefnum og ekki ætla ég að játa á mig þá sök að ég sé að leika þann leik að espa menn upp.

En ég hef alltaf gaman að málefnalegum umræðum þar sem menn koma fram undir nafni og skiptast á skoðunum
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Garpur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Refaveiðar

Ólesinn póstur af Garpur » 18 Nov 2012 10:45

Sælir, það var sett eitthvert gjald á þetta, því að þeir sem báðu mig um að skoða þetta stóðu í þeirri meiningu að það væri hægt að gera vetrarveiði á ref svipaða hreindýraveiðinni. þ.e með launuðum gæd og alles. Á þeim tíma stóðu þeir sem um málið fjöluðu hjá sveitarfélaginu í þeirri meiningu að það væri hægt að ferðamannavæða allt og græða á refaveiði.

En þessi tilraun endaði svona og ég setti greinagerð inn á borð hjá þeim og ekki heyrt um þetta síðan.
Hitt er annað mál að menn eiga að vera miklu duglegri að fást við ref, sérstkalega þegar veðrar.
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Refaveiðar

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 18 Nov 2012 12:13

Eitthvað rámar mig í þetta framtak. Því verður seint logið á okkur skotmenn að við séum greiðsluglaðir þegar kemur að því að versla ferðatengda skotveiðiþjónustu.

Fram til þessa hefur það þótt sjálfssag að fólk til sveita gangi úr rúmum og hliðri til störfum þegar frændfólk og vinir finna hjá sér hvöt til veiða. Oftar en ekki þá leggja menn heimafólki lið á einn eða annan hátt. En nú er það að breytast og kemur það til af ýmsum ástæðum og þá helst kunnáttuleysi. Þeim fækkar alltaf borgarbúum sem kunna til sveitastarfa og eftir því sem vélar vera betri, flóknari og kostnaðarsamari verða drengir og stúlkur af mölinni vita gagnlaus.

Það er helst fólk í björgunnarsveitum sem er tilbúið að gera eitthvað og hægt er að nota við ákveðnar aðstæður.

En eftir sem áður þá er að rofna tenging sem var svo algeng þegar krakkar voru sendir í sveit.
Oftar en ekki urðu viðkomandi hálfgerðir heimalingar í framhaldi af því. Gripu til verka þegar þannig stóð á og nutu velvildar þegar kom að hausti og veiðiþráin gerði vart við sig.

Þetta er að verða búið og kemur ekki aftur. Í mínu starfi er oft á dag spurður af ungum drengjum hvar má ég skjóta og hvert get ég farið. Skotvellir er í raun það eina sem í boði er fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref. Ef það er einhver húmor og líf í drengjunum þá segi ég þeim að á sér í blómlega heimasætu með ríflegan heimamund.

Ég er þeirra skoðunnar hvort sem mönnum líkar það betur eða ver að þá sé framtíð skotveiða á Íslandi að færast í Skotveiðitengda ferðaþjónustu.

Refaveiðar verða seint heppilegar í það einfaldlega af því að það er of krefjandi veiðiskapur og ekki öllum gefin. Auk þess er það nú þannig að olíukostnaður er alveg óheyrilegur og fullvinnandi menn þurfa að sofa á nóttu.

Um daginn fór ég með mína frú á sveitahótel á Suðurlandi. Borðaði með henni þriggja rétta máltíð, Rauðvín og alles með matnum. Eftirréttur og Maltviskí þar á eftir. Sofnuðum í góðu rúmi og þarna var stór baðherbeggi með risa baðkari sem hafði að geyma útarp, nudd og alskonar sem ég kunni ekki á. Þetta var góð skemtun og hverra krónu virði.

Þar áður fór ég á flott gistihús á vegum Lax-Á og fékk um kvöldið glæsilega þriggja rétta máltíð og eftirrétt. Ekkert kaffi og Viskí þvi að ég ætlaði að vakan snemma.
Um morguninn hitti ég leiðsögumann sem var með fulla kerru af gerfigæsum. Hann kom mér fyrir í alvöru gryfju sem hafði verið grafin með gröfu. Allur uppgröftur fjarlægður. Flottar grindur sem opnast þegar á að skjóta. Ég gleymdi að minnast á morgunverðinn.

Upp úr hádegi var kominn tími á að hætta og þá var farið í sturtu skipt um fót. Já það eru allir með stórt herbeggi með sturtu og alles. Kokkurinn með enn eina veisluna og þegar ég horfi til baka þá átta ég mig á því að þetta kostaði nánast það sama og að fara með frúnna í Samlífsferð.

Og hvort haldið þið að hafi verið meira gaman :lol: :lol: :lol:
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Refaveiðar

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Dec 2012 22:22

Það voru að berast góðar fréttir:

http://www.bbl.is/index.aspx?GroupId=38 ... TabsId=191

Ríkið mun leggja rúmar 50 miljónir í refa og minkaveiðar á næsta ári. Það stefnir allt í það :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Refaveiðar

Ólesinn póstur af iceboy » 06 Dec 2012 22:45

Glæsilegt vonandi hækkar þá verðið fyrir refaskottin
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Refaveiðar

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Dec 2012 23:00

Og þó það hækki ekki heldur sé 7 kallinn sem það var eru þetta góðar fréttir og vonandi missa menn sig ekki og æða af stað fremur af kappi en forsjá.
Yfirlega yfir æti er þolinmæði og meiri þolinmæði og muna að þegar menn hætta og ættla ekki að koma meira að fjarlægja ætið.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Refaveiðar

Ólesinn póstur af sindrisig » 06 Dec 2012 23:15

Sælir drengir.

Já og hvað? Sá sem drepur ref númer 7002 fær ekki greitt fyrir skottið! Ég má hundur heita ef eitthvað annað kemur frá þessum óhæfa skríl sem þykist vera að stjórna landinu.

Kveðja góð að austan.
Sindri Karl Sigurðsson

Svara