"Frágangur á æti við refaveiðar"

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
Aron Kr Jónsson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:29
Skráður:24 Ágú 2012 23:17
"Frágangur á æti við refaveiðar"

Ólesinn póstur af Aron Kr Jónsson » 25 Nov 2012 11:34

Sælir félagar ég er að spá í hvernig menn gangi frá gæsahræjum sem á að nota í æti í rebba svo að hann spæni þetta ekki útum allt...

Allar hugmyndir vel þegnar :)
Kveðja
Aron Kristinn Jónsson

User avatar
Stefán_Jökull
Póstar í umræðu: 1
Póstar:76
Skráður:28 May 2012 10:41
Staðsetning:Skagafjörður

Re: "Frágangur á æti við refaveiðar"

Ólesinn póstur af Stefán_Jökull » 25 Nov 2012 13:21

Ég prófaði að nota hænsnanet. Það gaf ágæta raun, nema möskvarnir voru í það minnsta.
Kv. Stefán Jökull

Bc3
Póstar í umræðu: 1
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: "Frágangur á æti við refaveiðar"

Ólesinn póstur af Bc3 » 25 Nov 2012 14:17

En tekur rebbi ekki svona gæs og fer bara með hana? Hveð getur tófan dregið þungt?
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

Konni Gylfa
Póstar í umræðu: 1
Póstar:69
Skráður:24 Oct 2012 19:01

Re: "Frágangur á æti við refaveiðar"

Ólesinn póstur af Konni Gylfa » 25 Nov 2012 14:52

Sæll. lang best er að grafa bara holu og henda hræjunum í og nokkrun góðum steinum ofaná. eða sleppa holunni og hlaða bara gróti á. rebbi er enga stund að grafa holur að þessu en það er ekki verra að binda hræin saman fyrst.
Konráð Gylfason konni.mve(hjá)gmail.com
8494968

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: "Frágangur á æti við refaveiðar"

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Nov 2012 19:23

Þetta er góð lausn hjá konna
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: "Frágangur á æti við refaveiðar"

Ólesinn póstur af E.Har » 26 Nov 2012 10:12

Verður að binda gæsir saman helst með vír.
Til dæmis á axlarliðunum, annars dregur hann þetta með sér.
Einnig er gott að bera grjót á dysina.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara