Æti við skothús

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Æti við skothús

Ólesinn póstur af Gisminn » 01 Dec 2012 22:58

Nú er ég að hugsa að fara að leggja út en langar að forvitnast hvort menn hafi prufað að nota selshræ?
Ég er alltaf að tína niður einn og einn og tíkin sækir þá sem eru innan 100 metrana úti í sjó.
grillað selkjöt er ágætt en var að hugsa um hvort reynsla sé af því sem útburður fyrir ref.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Æti við skothús

Ólesinn póstur af iceboy » 01 Dec 2012 23:46

Ég hef ekki lagt út sel við skothús en snemma í fyrra þá lá dauður selur í fjörunni þar sem við veiðum skarf, rebbi gekk á hræið en hann hefði örugglega gengið meira á það ef að það hefði verið rist á kviðinn á honum.

En rebbarnir gæddu sér nú á honum fyrir því en gekk aðeins hægt á hann , virðist hafa gengið illa að komast í gegnum skinnið
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 1
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Æti við skothús

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 02 Dec 2012 00:19

Selur er prýðilegt tófuagn. Bara opna hann ekki of mikið þannig að hann klárist ekki of ljót.
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

Þ.B.B.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:22
Skráður:26 Ágú 2012 16:53

Re: Æti við skothús

Ólesinn póstur af Þ.B.B. » 02 Dec 2012 10:10

Sæll nafni, ég hef reynslu af að notast við selshræ við ströndina, hann gekk ákveðið í það eftir að krummi var farinn að kroppa í hræið en það var greinilegt að refurinn sýndi því engan áhuga fyrr. Undanfarin ár hef ég skotið refi í uppsveitum Árnessýslu og víðar en gengið best að notast við hræ af hrossi.
Þegar ég byrjaði uppí sveitum hafði ég ekkert æti og tók því með mér nýskotinn sel til að nota sem agn en það gekk ekki upp þar.
Ég gat mér þess til að ástæðurnar væru helst þær að ég var með sel langt inní landi, þar sem kvorki hrafninn né tófan þekktu hann sem æti, eins var á þessum tíma frost og skafsnjór og hart selshræið ekki auðveldasta ætið fyrir krumma :?:
Ég fláði selinn viku seinna svo krummi og rebbi fengju kannski áhuga á spikinu en það hafði ekkert að segja, ég fjarlægði svo hræið um leið og ég fékk hross og þá fóru hlutirnir að gerast.
Af fenginni reynslu myndi ég hiklaust notast við sel nálægt sjó.
Kv.
Þorsteinn B. Bjarnarson
Kv. Þorsteinn B. Bjarnarson.
monark@internet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Æti við skothús

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Dec 2012 12:37

Ættli ég flokkist ekki á milli fjalls og fjöru en þessi vangavelta er vegna þess hve mikið er af rolluhræum nú hér í sveitini og aðgangur að hrossi ekki góður en ég verð einhvern vegin að bjóða betur
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara