Bændur vælandi spendýr

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Bændur vælandi spendýr

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Dec 2012 22:14

http://vefblod.visir.is/index.php?s=6611&p=142755
Ég þarf ekkert frekar að tjá greinin gerir það :o
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Bændur vælandi spendýr

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 06 Dec 2012 22:56

Já nú þarf að vanda sig og sennilega ætti ég nú bara að sleppa því að skrifa meira.
En hvað um það og get ég ekki á mér setið. Ég hef bent á að það sé nú þannig að refur er friðaður á mjög stórum landssvæðum. Og hafa fáir mótmælt því.
Fyrr í vikunni tók mig maður tali og barmaði sér undan tófufargani a Suðurnesjum og svo undarlega vill til að sá er að rembast við að koma sér upp æðarvarpi. Karlinn er ekki með skotvopnaleyfi og í spjallinu kom það einnig fram að Sílamáfur er að valda honum búsifjum. Ég sleppti því alveg að segja honum að nótt eina í júní hafði ég verið á þvæling og það háttar þannig til að um þetta land liggur malbikaður vegur og sker hans góða land. Það var ekki hjá því komist að reka augun í kríuger sem var að stinga sér í óboðinn gest og að sjálfssögðu ætlaði ég að koma bílum á bak við hæð. En svo undarlega vildi til að það var skilti með kunnuglegri áletrum sem bannaði allar skotveiðar. Ekki vildi ég gerast lögbrjótur fyrir nokkur æðaregg. Þannig að úr varð náttúruskoðun þar sem atferli fugla og spendýra var skoðað í rólegheitum og byssan í tösku eins og vera ber. Svo að lokum þá benti ég karli á nokkra skotmenn á Suðurnesjum.

En þetta er að sjálfssögðu útúrdúr og ef ég á að segja eins og er þá hef ég ekki trú á því að áhugamanna veiðar verði nothæfar i stofnstærðar stýringu.
Flestir áhugamenn eru í fastri vinnu frá mánudegi til föstudags og eins og maðurinn sagði þá er stormur um helgar og logn í miðri viku.

Ef ég væri Svandís í einn dag. Legði ég það til að greiðslur fyrir hlaupadýr yrðu hækkaðar umtalsvert og jöfnunnarsjóður sveitarfélaga sæi um að greiða út fyrir dýrin. Með því móti yrði þetta ekki of mikil baggi á fámennum sveitafélögum og svo má deila um hlut ríkis og sveitarfélaga.

Þetta fyrir komulag getur hugsanlega orðið til þess að veiðitengd ferðaþjónusta geti þróast. Þar sem boðið er upp á gistingu, leiðsögn og annað tilfallandi. Það er líklegt að hefðbundin grenjavinsla leggist af. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær og koma þar til dýravendunnar sjónarmið. Það er heppilegar að koma í veg fyrir getnað ef hægt er að koma því við.
Sjálfssagt kenna einhverjir ESB um það en því háttar þannig til í siðmentuðum lönndum að dýr hafa grið um got.
Að sjálfssögðu verður dýrbítum eitt ef það er einhver manndómur í sveitum landsins og þarf ekki að hafa um það mörg orð.
Verðlaun fyrir hlaupadýr eiga að vera skattfrjáls því að núverandi fyrirkomulag er bara til þess að ala endurskoðendur.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Bændur vælandi spendýr

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Dec 2012 23:10

Í grunninn er ég sammála þér og skil hvað þú meinar en getnaðurinn verður ekki stoppaður nema með mjög harkalegum aðgerðum sem ekki má beita Svo sem lifandi agni,eitri og framveigis en grenin eru fasti punkturinn og sama hve oft allt er drepið á góðu greni að sumri það er komið nýtt par næsta vor.Grenjavinnslan ber árangur en það eru nýju grenin sem oft eru vandamál því það hefur ekki fengist fjármagn til að kosta leit að þeim og það er miður.
Þú hefðir nú átt að hnippa í bónda og segja frá reynsluni með skiltið og vita hver svörin hefðu verið
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Bændur vælandi spendýr

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 06 Dec 2012 23:15

Eitt spurði ég Páll heitinn Veiðistjóra hvort að það væri ekki hægt að koma pest í rebba. Karlinn glotti og hvað það auðvelt. En lét þess getið að hundeigendur yrðu ekki sáttir :lol:
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Svara