Mynd af yrðlingum í "sigti"

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu
Mynd af yrðlingum í "sigti"

Ólesinn póstur af Morri » 09 Dec 2012 22:02

Sælir

Set hér inn eina mynd til gamans, tekin um miðjan juni 2009
Viðhengi
Yrðlingur í mynd, búið að breyta krossi og litbrygðum.jpg
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Mynd af yrðlingum í "sigti"

Ólesinn póstur af Gisminn » 09 Dec 2012 22:21

Flott mynd ertu á tæpum 100 metrum þarna.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Mynd af yrðlingum í "sigti"

Ólesinn póstur af Morri » 09 Dec 2012 22:57

Þetta eru rétt rúmir 100m. 24x stækkun. Erfitt að taka myndir, sólin í bakið og maður sá ekkert hvað maður var að gera. Tók nokkrar, og þessi var best.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Mynd af yrðlingum í "sigti"

Ólesinn póstur af E.Har » 10 Dec 2012 09:50

Vantar like hnapp
:D :)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Mynd af yrðlingum í "sigti"

Ólesinn póstur af Garpur » 10 Dec 2012 10:38

það er gaman af þessu, maður verður að gera meira af því að taka myndir.
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Mynd af yrðlingum í "sigti"

Ólesinn póstur af maggragg » 10 Dec 2012 10:54

Flottar myndir. Það er Like hnappur efst fyrir þá sem eru á facebook, en ég hef skoðað möguleika á því að koma upp sambærilegu kerfi þar sem hægt er að gefa læk eða einkunn fyrir pósta og þannig lýsa skoðun á því án þess að endilega skrifa. Oft sem manni langar að gefa like hér.

Refaveiðar eru veiðar sem ég hef aldrei prófað, enda fæddur og uppalin í Austur-Landeyjum, en þar var aldrei refur á ferð. Í dag er orðið nokkuð um ref þar. Í dag er ég í vaktavinnu og með fjölskyldu og þrjú börn og refaveiðar eru veiðar sem eru tímafrekar, og ég hef litið á að betra sé heima setið en af stað farið hafi maður ekki nægan tíma í þetta. Hinsvegar er þetta veiði sem mig langar að leggja eitthvað af mörkum í. Hef verið að setja út minkagildrur í Landeyjum til að gera mínar andaveiðar sjálfbærar og stefni á að auka þar við í framtíðinni.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Mynd af yrðlingum í "sigti"

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Dec 2012 11:28

Þetta er flott mynd Ómar, menn gera allt of lítið af því að dunda sér við að taka myndir á grenjum, það er oft nógur tími til þess sérstaklega af hvolpum, það er oft meira stress í gangi þegar dýrin koma heim og skyttur kannski ekki alveg tilbúnar til að byrja á því að taka myndir og skjóta svo :lol:

Ég setti inn myndir hérna á spjallið í sumar þar var ég með myndavélina en félagi minn að skjóta.
Í þessum þræði er mynd af læðu með 3 hvolpa, læðan situr lengst til hægri.
vargur/refaplagan-t388.html

Síðan er næsta mynd tekin akkurat í sömu mund skotinu er hleypt af, mikill reikur kúlan fór hátfínt framhjá læðunni og hitti í stein, af því rýkur svona myndalega.
vargur/refastofninn-rannsakadur-afram-t342.html

Síðan er myndin sem fylgir hérna með tekin örfáum sekúndum síðar læðan kippti sér til um 25 metra og leit heim á grenið aftur og þá brást ekki skotfimin og myndin er tekin um leið og kúlan hittir læðuna neðarlega rétt aftan við framfótinn og við það kastast hún upp eins og myndin sýnir, ef grannt er skoðað sést móta fyrir blóði neðan við skotsárið sem var stórt á hliðinni sem frá sneri.
Viðhengi
IMG_9007.JPG
Læðan kastaðist upp þegar kúlan hitti hana, áður en hún féll.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stefán_Jökull
Póstar í umræðu: 1
Póstar:76
Skráður:28 May 2012 10:41
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Mynd af yrðlingum í "sigti"

Ólesinn póstur af Stefán_Jökull » 10 Dec 2012 12:08

Gaman að sjá þetta.
Kv. Stefán Jökull

Svara