Ljós við skothús.

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Ljós við skothús.

Ólesinn póstur af E.Har » 30 Dec 2012 16:19

Eru einhverjir hér að notast við ljós við æti.
Það er að segja einhverja týru sem heldur smá birtu við ætið.
Eins og málið snýr að mér eru nokkurhundruð km fram og til baka.
Síðan þarf að vera veður og tungl og annaðhvort helgi eða hægt að sleppa hálfum degi úr vinnu.

Hef aðeins verið að pæla í díóðu ljósi og sólarcellu svipað og houghunters nota í usa.
Gæti gefið fleirri tækifæri.

Er einhver að nota svoleiðis?
Síðan eru einhverjir að nota lýsingu tenda við landsvirkjun.
Hvað er tófan lengi að venjast henni?
Eruð þið að nota meiri birtu þegar þið eruð en venjulega?
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ljós við skothús.

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Dec 2012 16:57

Sæll ég er að hanna kassa utan um rafgeymi svo hann verði einangraður svo ættla ég að nota díóðu ljós við. Skilst að með bílarafgeymi dugi ljósið samfelt í um 2 mánuði.
Tófan venst ljósinu ótrúlega hratt ca viku fyrir dýr sem þekkti staðháttu fyrir ljós en hlaupadýr lætur ljósið ekkert trufla sig og kemur inn strax.
Það er einn á mínu svæði tengdur landsvirkjun og er hann að taka upp undir 70 dýr frá 1 Jan til 1 Mai en hann hefur alveg ótrúlega góða stýringu að ætinu.
Og nei birtan er sú sama og ég miða við að lýsingin sé ca 5 metra frá æti og dreifi sér yfir ætið og þá sé vel upplýstur hluti ca 5-7 metra breiður og út frá staur 7-8 metrar.
Ég er að miða þetta út frá riffil og vera 70 metra frá.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ljós við skothús.

Ólesinn póstur af E.Har » 30 Dec 2012 18:44

þekki menn sem hafa ver með geyma, skárri geymar sem eru fyrir fellihýsi en bílgeymar.
En finnst einhvernvegin kuldinn drepa þá.
þekki menn sem hafya verið að pæla í að breyta garðljósi með birtuskinjara.
Einnig hafa ,enn einhvað verið að reyna sólarcellur, gallin er bara sá að þær hlaða svo lítið í skamdeginu. :oops:

Hgsa að málið sé að nota t.d díóðuafturljós, lokað og vatnsþétt.
Sólarcellu, birtuskinjara eða sólúr og svo gott hleðslubattery eða geymi.
Var svo að pæla í fjatstyringu og ljósi 2 til að auka birtu þegar maður er í skothúsinu :mrgreen:

En þá var þetta orðið of flókið!
Var að vona að einhver væri með svona sem væri að virka.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 1
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: Ljós við skothús.

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 30 Dec 2012 19:16

Sælir,
Ég er búin að vera með heimasmíðað díóðuljós í 2 ár, og virkar vel.
Er með það tengt við lélegan rafgeimi (ca 70 Ah) og dugir hann í uþb 3 mánuði.
Ef rebbi er byrjaður að ganga í áður en ég set ljósið upp, þá tekur það uþb 3-7 daga fyrir hann að venjast því. Hef ekki enn fengið ref í æti sem sættir sig ekki við ljósið, er með myndavél svo ég get fylst býsna vel með því.
Viðhengi
Rebbi 016.JPG
Sigurður Kári Jónsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ljós við skothús.

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Dec 2012 20:31

Flottur Siggi en eins og Einar talaði um þá er ég að reyna að einangra geyminn en ég sé að Sigga er óvarinn og geymirinn minn er 100 Ah og á annan til skiptana ef hann fer að dofna og get þá bara skipt og hlaðið heima :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Ljós við skothús.

Ólesinn póstur af E.Har » 30 Dec 2012 23:42

ok engin hleðsla ég var að pæla i sólarcellu og raðtengdum neyðarljósabatteryum. það er batteryum úr neyðarlysingum.
Ertu með birtu skinjara á ljósinu?
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Ljós við skothús.

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Dec 2012 23:50

Nei lýsir stöðugt og ljósin eru tekin af hliðunum á vörubílavagni 2 svoleiðs á staur duga mjög vel.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara