Refaveiðar í sátt, grein eftir Svandísi !

Allt um veiðar á ref, mink og öðrum vargi
User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Refaveiðar í sátt, grein eftir Svandísi !

Ólesinn póstur af E.Har » 11 Jan 2013 08:47

Í bændablaðinu í dag er grein um refaveiðar í sátt en þar segir Svandís frá ákvörðun ALÞINGIS um að setja pening í refaveiðar :lol:
Mikil kosningalygt en er það ekki bara góður fnikur! :D

http://bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6503
Aftur á blaðsíðu 21.
Einhvernvegin treysti ég Umhverfisstofnun illa fyrir málaflokknum 25 í umsýslu og 5 í eftirlit :roll:

Stjórnvöld hafa ákveðið að
árið 2013 verði lagðar þrjátíu
milljónir króna til refaveiða. Í
kjölfar efnahags hrunsins voru
slíkar greiðslur úr ríkissjóði
felldar niður, en nú liggur
fyrir ákvörðun Alþingis um
að fjár munir verði lagðir til
mál efnisins að nýju. Ráðstöfun
fjárins er í höndum Umhverfisstofnunar,
sem gerir samninga
við sveitar félög til þriggja ára í
senn um endur greiðslur vegna
refa veiða. Þessir samningar
byggja á áætlun sveitarfélaganna
um framkvæmd
veiðanna.
Um er að ræða verulega
opinbera fjármuni sem mikilvægt
er að ráðstafað verði á markvissan
hátt.
Refurinn er eina upprunalega
landspendýrið í Íslandi. Hann
er talinn hafa numið hér land
á síðustu ísöld, löngu áður
en menn settust að í landinu.
Önnur landspendýr hafa borist
hingað síðar af mannavöldum,
viljandi eða óviljandi. Refurinn
er því einstakur og órjúfanlega
tengdur íslenskri náttúru. Í
stærra samhengi er íslenski
refurinn jafnframt sérstakur
vegna langvarandi einangrunar
frá öðrum refastofnum.
Talið er að refir hafi verið
veiddir frá upphafi byggðar í
landinu og eru sérstök ákvæði
um veiðar á þeim bæði í Grágás
og Jónsbók. Þar kemur fram að
refurinn var veiddur vegna skaða
sem hann olli í landbúnaði en
einnig til að ná í feldinn. Allt fram
á síðustu öld voru refir fyrst og
fremst veiddir vegna hagsmuna
sauðfjárræktar, en með breyttum
búskaparháttum hefur dregið
mikið úr tjóni á búfé af völdum
refa. Refir hafa einnig mikil
áhrif á æðarfugl og geta valdið
tjóni í æðarvörpum. Áhrifin geta
þó bæði verið til góðs og ills á
nýtingu æðardúns því æðarfugl
bregst jafnan við refum með því
að þétta varp sitt á stöðum þar
sem hann kemst síður að sem
getur auðveldað söfnun dúns.
Refir geta þó vissulega einnig
valdið fjárhagslegum skaða ef
þeir komast í æðarvörp.
Refir hafa verið hér um
þúsundir ára og fuglalífið því
þróast og aðlagast sambýlinu við
hann og hann því. Refir hafa því
að öllum líkindum haft mótandi
áhrif á fuglalíf í landinu. Þau
áhrif þurfa ekki að hafa verið
slæm, enda eru rándýr víða
mikilvæg fyrir viðhald vistkerfa
og líffræðilega fjölbreytni. Við
ákveðnar manngerðar aðstæður
getur stofn rándýrs þó orðið
stærri en þau mörk sem náttúran
myndi setja honum og getur þá
verið nauðsynlegt að grípa til
aðgerða til verndunar lífríkisins.
Allnokkur sjónarmið þarf að
yfirvega við ákvarðanir um veiðar
á ref og ráðstöfun fjár til þess,
þ.e. hagsmunir sauðfjárræktar,
æðarræktar og náttúru verndar.
Skipulag veiðanna þarf að hafa
þessi sjónarmið að leiðarljósi,
vega þau og meta, og beina
aðgerðum til þeirra svæða sem
við á.
Einstakar og mikilvægar
rannsóknir Páls Hersteinssonar
prófessors á íslenska refnum
eru vonandi komnar í farsælan
framtíðarfarveg eftir sviplegt
fráfall hans. Stefnt er að því
að fjármunir til að halda
áfram refarannsóknum hans
og gagnasöfnun færist til
Náttúrufræði stofnunar Íslands
og Melrakka setursins á Súðavík.
Nauðsynlegt er að halda áfram
rannsóknum og uppbyggingu
þekkingar á vistfræði refastofnsins
í landinu til að skilja
sem best bæði ástand hans og
áhrif. Traustar rannsóknir eru
undirstaða markvissrar stjórnunar
veiða.
Mikilvægt er að þetta
tækifæri verði notað til að bæta
fyrirkomu lag og sam ræma markmið
refaveiða. Samningar sem
verða gerðir við sveitar félög um
veiðarnar verða ágætur vettvangur
til að ná þeirri samræmingu. Þar
á að leggja fram skýra áætlun
sveitarfélagsins um hvernig
veiðunum er ætlað að lágmarka
tjónið sem refurinn veldur í
umdæmi sveitarfélagsins.
Ég vænti þess að fyrirkomulag
refaveiða verði með þessu móti
sett í skynsamlegan farveg í góðu
samstarfi bænda, sveitarfélaga og
Umhverfisstofnunar.
Svandís Svarsdóttir,
umhverfis-
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Refaveiðar í sátt, grein eftir Svandísi !

Ólesinn póstur af skepnan » 11 Jan 2013 10:23

Sælir, þú varst á undan mér að rita pistil um þetta. Ég var ennþá að þrífa mig eftir að hafa svelgst svona hroðalega á þegar ég las þessa grein með morgunkaffinu :lol: :lol: :lol:
Hvað um það, það voru nokkur atriði sem að fengu augabrýr mínar til að síga verulega t.d.
"Stjórnvöld hafa ákveðið að
árið 2013 verði lagðar þrjátíu
milljónir króna til refaveiða."
"Um er að ræða verulega
opinbera fjármuni sem mikilvægt
er að ráðstafað verði á markvissan
hátt."
Jájá einmitt það- verulegir opinberir fjármunir aha, þetta er nákvæmlega sama upphæð og þau hjá VG gáfu liðinu á Árbót fyrir að hætta að reka meðferðarheimili. Það voru ekki "verulegir opinberir fjármunir" hjá þeim þá.
"Stefnt er að því
að fjármunir til að halda
áfram refarannsóknum hans
og gagnasöfnun færist til
Náttúrufræði stofnunar Íslands
og Melrakka setursins á Súðavík."
Er hún þá að tala um fjárveitingar úr veiðikortasjóði? Er það einhverskonar fasti á fjárlögum? Ef hún heldur það þá er hún búinn að brjóta lög og reglugerðir sem að fjalla um veiðikortasjóðinn. En hún er nú vön því að brjóta lög og reglugerðir eins og með það að vera ekki enn komin með kvóta og verð á hreindýraveiðileyfum eins og hún á að vera búin að gera fyrir 1.desember árinu á undan. Það hvernig er búið að festa ákveðna aðila á veiðikortasjóðs-spenan er algerlega ólíðandi :evil:
Enda sést það á skoðannakönnunum að hún er í neðsta sæti allra ráðherra um það hvort að fólk sé ánægt með störf þeirra, beri traust til þeirra osfrv. Vel af sér vikið miðað við "keppinautanna" um valið lélegasti ráðherrann :twisted: :o :shock: :twisted:
Það þyrfti að láta hana svara opinberlega um þessi ummæli og hvað hún haldi að veiðikortasjóður standi fyrir. HVÆSS :evil:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Refaveiðar í sátt, grein eftir Svandísi !

Ólesinn póstur af Morri » 11 Jan 2013 14:21

Fígúra þessi ráðherra.

Það verður gaman þegar maður fer að safna saman hræjum af þeim dýrum sem maður skítur og sendir þeim þegar maður kemur heim af greni. Verði þeim að góðu á Súðavík þá :D

Stórefa að rannsóknir á ref verði á fjárlögum........ en árviss úthlutun úr veiðikortasjóð er eitthvað sem við skulum reikna með áfram.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Refaveiðar í sátt, grein eftir Svandísi !

Ólesinn póstur af E.Har » 14 Jan 2013 13:42

Ekki svo viss um að þeir fái að vera a´skrifendur af veiðikortasjóð lengur. :o
Hef hinnsvegar grun um að einhvað lítið af þessum 30 m.kr skili sér til veiðimanna.
Ef maður les í gegnum þráðin þá skikkaði Alþingi þennan pening ekki ráðherra.
Ráðherra setur hann svo í stóru hítina í Umhverfisstofnun, svo kannski skilar sér einhvað til veiða en sennilega minnstur hlutinn. :evil:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Refaveiðar í sátt, grein eftir Svandísi !

Ólesinn póstur af skepnan » 24 Jan 2013 15:54

Sælir allir, núna hefur Ásmundur Einar Daðason svarað Svandísi vinkonu okkar með grein í Bændablaðinu, hinu eina og sanna málgagni :P , nánar til tekið á blaðsíðu 35.
http://bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6559

En þar rekur hann hvernig þetta var allt gert og það er ekki fögur lesning fyrir aðdáendur téðs ráðherra. Alveg ótrúlegur yfirgangur og endalaus handabaksvinna hjá þessari XXXXXXXXXX :evil: :x :evil:

Svo var henni að takast að gefa út hreindýrakvótann núna tveimur mánuðum of seint, ætli hún hafi lært þetta í austur-þýskalandi þegar hún dvaldist þar með karli föður sínum, Svavari Gests Icesave samningamanns hins fyrsta :?: Vinnubrögð hennar teljast að minnsta kosti ekki eðlileg í lýðræðisríki og þó víðar væri leitað :x

Ég hvet alla þá sem ætla sér að kjósa VG í næstu kosningum að strika yfir nafn hennar á kosningaseðlinum svo að við sleppum algerlega við hana það sem eftir er..... :mrgreen:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Refaveiðar í sátt, grein eftir Svandísi !

Ólesinn póstur af E.Har » 24 Jan 2013 19:07

Flott blað Bændablðið.
Góð grein hja Ásmundi Davið :D
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara