500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Allt um Benchrest, Silhouette, ISSF og aðrar riffilgreinar ásamt öllu sem viðkemur skotfimi með rifflum
User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 10
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 06 Ágú 2015 21:47

Hugmyndin er að reyna að koma á útibúi frá hálfdrættingi þeirra Skaust manna hér á suðvesturhorninu.

Reglur eru í grunninn þær sömu og hjá Skaust að undanskilinni einni breytingu þar sem aftur stuðningurinn er tekinn út til þess að jafna leikinn á milli custom og hefðbundinna veiðiriffla.

Það var ákveðið í samráði við skaust menn.

Sjá nánari útlistun í meðfylgjandi auglýsingu.

[The extension pdf has been deactivated and can no longer be displayed.]

Verðandi keppendur, sem og aðrir áhugasamir geta hent inn spurningum hér og ég reyni að svara... allir velkominir að taka þátt, en því miður getum við ekki með góðu móti tekið á móti meira en 20, þar sem líklega verður aðeins hægt að skjóta 5 í einu.

Þar gildir fyrstur kemur fyrstur fær...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af karlguðna » 06 Ágú 2015 22:03

Flott framtak, hvenær er svo mótið ???
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 10
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 06 Ágú 2015 22:06

Létrið hefur kannski ekki verið nógu stórt í auglýsinguni... en það er 15. ágúst. klukkan 10:00 ;)
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af karlguðna » 06 Ágú 2015 22:12

haha, það var of stórt,, :P :oops:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 2
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 06 Ágú 2015 22:55

Vel gert, kominn tími til að innleiða 500m um allt land.
Sigurður Kári Jónsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 10
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 07 Ágú 2015 12:51

Það er satt Siggi

Það er líka alltof sjaldan sem maður kemst austur í öll þessi frábæru mót sem þið bjóðið upp á þar, þá er bara að hisja upp um sig brækurnar og koma þessu á koppinn hér suðvestanlands.

Nú er líka kominn 500 metra braut á Húsavík, hugsanlega á næsta leyti á Akureyri, svo heirði ég að Grundfirðingar væru að velta fyrir sér að setja á svona mót, þar hefur náttúrulega legi verið til löng braut. Svo er spurning hvort Magnús Ragnarsson sé ekki með eitthvað á prjónunum.

Lang skemmtilegast væri að reyna að samræma reglurnar í þessum mótum ef þau komast á koppinn víðar og skjóta allir á sömu skífurnar.

Þakka Bjarna og Skaust fyrir að bregðast vel við beiðni okkar um skífur með stuttum fyrirvara. Þetta verður fróðlegt.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Árni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Árni » 07 Ágú 2015 14:42

Áttu info um skífurnar sem skotið er á?
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Siggi Kári
Póstar í umræðu: 2
Póstar:53
Skráður:06 May 2011 13:31

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Siggi Kári » 07 Ágú 2015 17:57

Minni að skífan sé 61x61. Skífurnar má sjá á http://skaust.net/myndir/2014-3/500-metra-junimot/
Sigurður Kári Jónsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 07 Ágú 2015 20:47

Var búinn að senda þér póst Stefán. Skilaði hann sér?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 10
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 08 Ágú 2015 21:53

Vegna þess að ég fékk spurningu um GRS LongRange skeptið og hvort það væri löglegt í þessu móti vegna þess að monopodinn er áfastur og ekki einfalt að taka hann af án þess að smíða kubb til að setja í staðinn.

Þá er rétt að árétta það fyrir menn að hugmyndin er að nota svipaða reglu og Hjálmar hefur notað á Zeiss mótinu svo menn geti ekki hagnast óeðlilega af lögun eins skeptis umfram önnur. Reglan er einföld í framkvæmd og setur menn nokkuð jafnt óháð því hvaða skepti er á rifflinum.

Maður stillir upp rifflinum og stillir hæðina á tvífætinum þannig að þegar þú miðar í mitt markið eða hærra, þá verði aldrei minna en t.d. 5 eða 6 cm undir lægsta punkt á skeptinu að aftan. Sjá mynd...

Skýringar mynd.
Mynd
Síðast breytt af Stebbi Sniper þann 08 Ágú 2015 21:58, breytt í 1 skipti samtals.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 10
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 08 Ágú 2015 21:56

p.s. miðunar ferillinn á skýringarmyndinni er fengin að láni úr .308 og á að líkja eftir ferli kúlu út á a.m.k. 500 metra. :lol: 8-)
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 08 Ágú 2015 23:39

Það var nú alveg augljóst á þessari mynd Stefán - datt aldrei í huga að þetta væri annað en 308.

Athuga skeptið hjá mér þegar ég kem í land í næstu viku og mæli þetta.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af sindrisig » 09 Ágú 2015 15:39

Ég hélt að það þyrfti að taka af afturskeptisnibbunni til að hlaupið næði að vísa nógu langt upp, þegar verið væri að skjóta á svona löngu færi með .308.

Missti ég af einhverju??
Sindri Karl Sigurðsson

Finnurinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:15
Skráður:24 Ágú 2012 12:21
Staðsetning:Akureyri

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Finnurinn » 10 Ágú 2015 11:21

Flott að fleiri félög haldi þessi skemmtilegu mót. Ég hélt að það væru 9 borð í KEF. Af hverju skjóta þá bara 5 í einu?
Finnur Steingrímsson
finnasig@simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 5
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 10 Ágú 2015 12:32

Við erum svo hrikalega herðabreiðir í Skotdeild Keflavíkur
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 10
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 10 Ágú 2015 23:16

He he... góður Gísli, engir horventlar hér!

Nei nei... málið er að 500 metra battinn er ekki mjög breiður og svo er búið að setja upp mikið af bakstoppum og böttum á hinum ýmsu færum, sem skyggja hugsanlega á 500 metra færið en eru náttúrulega frábær viðbót fyrir mjög marga sem vilja reyna sig á hinum ýmsu færum.

Það var mat okkar Pálma að það væri ekki gott að skjóta fleiri í einu af þessar ástæðu. Það kann að vera rangt metið hjá okkur og hugsanlegt að setja upp bráðabyrgða Batta fyrir þetta mót ef á þyrfti að halda. Best væri náttúrulega ef allir gætu skotið í einu...

Það verður bara tekið til skoðunar fyrir næsta mót eins og annað sem er gangrýnivert við mótið og mótahaldið... :D

Allir punktar vel þegnir.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

kra
Póstar í umræðu: 2
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af kra » 11 Ágú 2015 15:43

Afhverju eru Target camerur ekki leyfðar ?????? Hver eru rökin bak við þá ákvörðun.?

Og reikna með að einhverjir ætli sér að nota cal 338 sem er ekki leyfinlegt til keppishalds eða veiða á íslandi !

Kveðja

KRA
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 10
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Ágú 2015 19:16

Sæll Kristján

Ég bannaði target camerur af þeirri ástæðu að sára fáir eiga slíkan búnað og ef tíbrá er mjög mikil, þá sjást 6 mm kúlugöt ekki á 500 metra færi, ekki einu sinni með hálfrar milljón króna Zeiss spotter og þá hafa þeir sem nota cameruna mjög mikið forskot á aðra keppendur.

Þessum camerum er ekki hægt að snúa remote á önnur skotmörk til þess að skoða, einnig get ég ekki ábyrgst að aðrir keppendur skjóti ekki niður cameruna hjá þeim sem eiga hana.

Þetta er búið að ræða lítilega eftir að ég settum þessa reglu og ég sagður afturhaldsseggur, sem er reyndar allt í góðu þó það sé fjarri sannleikanum.

Reglurnar í 500 metra mótinu eru ekkert heilagar, þær má alveg endurskoða. En mig langar að halda samræmdum reglum um allt land, þess vegna er nauðsynlegt að menn tali sig saman um þær.

Margir hafa voðalega mikið horn í síðu 338 Lapua, við skulum sjá til þegar það er búið að kippa aftur stuðningnum undan þeim rifflum hvort þeir geri eitthvað mikið betur en aðrir.

Ég held að þegar menn læra betur á vindinn og þær græjur sem þeir eru með í höndunum þá hafi 338 ekki svo mikið forskot og ef það verður þannig þá er mönnum í lófa lagið að henda þeim út. Ég er ekki hræddur.....

Gefðu mér góða ástæðu fyrir því að ekki má keppa með 338 Lapua svona skemmtimóti með heimasmíðuðm reglum? Er þá ekki BigBore mótið sem er búið að halda árlega upp í Álfsnesi í nokkur ár óleyfilegt?

Staðreyndin er sú að menn meiga eiga þessa riffla og veiða með þeim erlendis og nota þá til skotæfinga á skotvöllum hér heima, þá sé ég ekki ástæðu til þess að banna þá, ég áskil mér þó rétt til þess að breita þeirri skoðun ef himin og haf er á milli þeirra sem nota 338 og annara... personulega kæmi ég ekki með hann í svona mót þó ég ætti hann.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

kra
Póstar í umræðu: 2
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af kra » 11 Ágú 2015 22:42

Er það ekki alveg á ábyrgð þess sem á cameruna að stilla henni upp.
Ef menn ætla að keppa og ná einhverjum árangri þá fá menn sér góðar græjur. Og hluti af því er að SJÁ hvar akotin lenda. Ekki sanngjart að banna notkun slíkra tækja finnst mér. .Það er val hvers og eins að nota og kaupa sér góðar græjur til að keppa með.
Sammála því að samræma keppnisreglur á landsvísu.
Td er flokkurinn breyttir veiðirifflar svolitið farinn að fara í taugarnar á mörgum. Þar væri td hægt að hafa til viðmiðunar Hunter class flokk og nota þær reglur.

Pa.Held td að ekki hefði verið leyft að nota 338 fyrir austan nuna á síðasta 500 mtr móti.
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 10
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 500 Metra mót Skotdeildar Keflavíkur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Ágú 2015 23:24

Sæll aftur Kristján

Það er hárrétt hjá þér að menn eiga rétt á því að fá sér góðar græjur og nota þær, það er hinsvegar næstum því sama hvað þú átt mikinn pening, ef mót er sett á með viku fyrirvara þá hefuru ekki séns á því að ná þér í svona cameru nema fljúga út til ameríku og sækja hana.

Ég veit reyndar bara til þess að þrír aðillar hér sunnan heiða eigi svona cameru og það er enginn þeirra skráður í mótið... svo kannski reynir bara ekkert á þessa reglu. :lol:

Ég er ekki á móti camerunum sem slíkum, en finnst að fleiri ættu að hafa séns á að verða sér út um þær...

Það getur velverið að menn hafi áhuga á því að leyfa notkun á þessum camerum í 500 metra mótum næsta árs og banna .338, þá ræða menn það bara sín á milli og komast að sameginlegri niðurstöðu, það er best og lýðræðislegast.

Ég bendi þér hinsvegar á að hér eru menn sem eiga t.d. 30-378 riffla, sem gefa 338 ekkert eftir á 500 metrum, nema síður sé... á að banna þá líka?

230 grs kúla í .30 cal er með G1 flugstuðul upp á .740 og flýgur töluvert mikið hraðar en 250 og 300 grs kúlur úr 338.

Ég veit að menn hafa verið að velta þessu fyrir sér með .338 fyrir austan og það er bara fínt að fá umræðuna. Gagnrýnin er góð og uppbyggileg, hún verður tekin til greina og skoðuð. Sumir vilja örugglega fá að hafa púða/sandpoka undir aftur skeptinu og aðrir monopodinn, einhverjir vilja skjóta liggjandi, aðrir við borð... svona verður þetta alltaf.

Bottom line-ið er að það er búið að gefa út reglurnar fyrir þetta mót og þær verða svona í þessu móti, eftir mótið getum við skoðað hvort ekki sé ástæða til að breita þeim.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara