6,5x55 vs. 6,5x47

Allt sem viðkemur byssum
Haglari
Póstar í umræðu: 6
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:
6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Haglari » 25 Sep 2015 17:28

Jæja, afþví að kaliber umræður eru svo skemmtilegar :) fyrir veiði og síðan pappírsgötun á löngum færum um eða undir 1000m hvað ætti að velja og afhverju ef við miðum við að caliberin séu chamberuð í alveg eins uppsettum rifflum!?

6,5x55 Swedish Mauser eða 6,5x47 Lapua..... eða kanski 6,5x55 Ackley Improved

Kv. pælarinn mikkli
Óskar Andri

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 25 Sep 2015 23:48

Sæll Óskar

Þetta er svolítið eins og að spyrja hvort er betra, Toyota Corolla með dísel vél eða bensín vél? Þær þjóna sama tilgangi og komast nánast jafn hratt. Koma þér jafn örugglega á milli staða A og B. Menn geta líka rifist endalaust um hvort er betra, því bæði hefur sína kosti og galla.

6,5 x 55 væri þá díselvélin með meira tog, gerði þannig kannski aðeins meira fyrir þig með fullt skottið (þyngri kúla).

6,5 x 47 væri þá bensín vélin, svolítið kvikari og sprækari. Nærð aðeins meiri hraða ef eitthvað er með léttustu kúlurnar, þó varla merkjanlegur munur.

6,5 x 47 er áhugaverðara að mínu mati, en þetta er svona meira personal preference heldur en eitthvað sem skiptir verulegu máli. Vél saman settir rifflar í báðum þessum caliberum geta skotið úrvals vel.

Ég geri ráð fyrir að þú vitir að 6,5 x 47 notar slatta minna púður og er með small primmer. Það passar líka í stuttan lás á meðan ég er ekki alveg viss hvað 6,5 x 55 þarf langan lás þegar þú ert kominn með þunga og langa VLD kúlu setta nálægt rílum.

Ég myndi velja 6,5 x 47, vegna þess að það sem ég datt niður á þegar ég var að pæla í þessu fyrir 5 árum síðan. En ef ég ætti 6,5 x 55 dia þá myndi ég ekki ómaka mig við að skipta yfir í 47.

Hylkin eru slatta dýrari í 47 og dia-rnir líka ef ég man rétt.

Hafa ber í huga að ég er enginn sérstakur aðdándi mjög mikils hraða og títuprjóna hlaupa (Hunter), vegna þess að það takmarkar möguleikan á því að skjóta mikið í einu.

Hvaða kúlu ertu að spá í að skjóta?

Ég sé að Magnús hefur svarað mér á Hlað spjallinu varðandi spurningu þína um daginn, ég útskýri betur hvað ég átti við þar síðar, mér sýnist að Magnús hafi misskilið það sem ég var að reyna að koma til skila til þín.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Haglari
Póstar í umræðu: 6
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Haglari » 26 Sep 2015 10:57

Ég er búinn að lesa slatta um bæði og áttaði mig að ég er að bera saman græn epli og rauð epli. Þetta er að mörgu leyti það sem ég bjóst við, ef ég ætla að fara þessa leið að skipta um hlaup þá vildi ég vera viss um að mér væri ekki að yfirsjást eitthvað. 6,5x55 er klassískt kalibar hannað fyrir 100 og eitthvað árum sem hefur hepnast alveg furðuvel. 6,5x47 meira modern, hannað fyrir léttari target kúlur, háþrístara, með c.a. 10 grain +/- minna púður undir sömu kúluþyngd m.v. 6,5x55.

Mér finnst 6,5x47 helvíti spennandi... svona er bara dellan :D ég hinsvegar nokkuð góða redding dia (S-neck dia, body die og standard seater) fyrir 6,5x55 þannig að það væri auðveldara fyrir mig að halda mig við 6,5x55 SE. Það er svosem ekkert eitthvað stórt issue samt að þurfa að kaupa annað sett af dium.

Ég er að hlaða 6,5x55 rétt undir max og mér hefur fundist ég doldið reglulega þurfa að trimma og ýta öxlunum aftur með body dia þegar ég er farinn að finna viðnám við að loka boltanum (þessvegna fór ég að velta fyrir mér að ackleya 6,5x55). Hvernig hefur 6,5x47 verið að fara með brass?

Ég er einmitt með standard veiðihlaup á mínum sako.... frábært þegar kemur að veiði en þegar maður tekur löng kvöld í að skjóta verður stundum doldið þreitt að þurfa að kæla í 1,5-2,5min á milli skota. Ég veit ekki hvað ég geri varðandi barrel contour ef ég breyti rifflinum sem ég á núna... spurning um einhverskonar light varmint/hunting varmint hlaup

Takk fyrir þetta Stebbi, það er gaman að fá svona innlegg! ég á örugglega eftir að fara í marga hringi áður en ég kemst að einhverri niðurstöðu :D

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Sep 2015 15:13

Ég er búinn að skjóta c.a. 10 - 11 sinnum úr fyrr helmingnum af hylkjunum sem ég keypti mér og er núna búinn að setja þau til hliðar vegna þess að ég ætla ekki að nota þau fyrr en ég er búinn að afglóða þau.

Ég veit ekki hvað þau munu endast lengi en það er á stefnu skránni hjá okkur Jenna að koma okkur upp afglóðara og trimmara sem er fljótlegt að nota.

Ég er að nota Redding Type-S full length bushing diea og Wilson kúlusetjara. Þetta er combó sem mér finnst virka mjög vel. Ef þú átt leið um Grafarholtið þá er þér velkomið að kíkja við á græjurnar sem ég nota og skoða riffilinn minn.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Sveinn » 26 Sep 2015 16:59

Hér er þráður um 6,5 hylki sem gæti verið gagnlegt að kíkja á:

endurhledsla/hradfleygar-sexkommafimmur-t1762.html

Held að 6,5x55 ráði betur við þyngri kúlur sem hafa góðan flugstuðul til að ráða við löng færi.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Sep 2015 20:02

Hárrétt Sveinn

6,5 x 55 ætti að gera betur með þyngstu kúlurnar og munurinn eykst væntanlega eftir því sem hlaupið lengist. Það er stærri baukur með hægara púðri sem nýtir það samt kannski ekki til fullnustu nema í lengri hlaupunum. Þetta er mín tilfinning.

Hinsvegar hef ég verið að skjóta 130 grs Berger kúlu upp í 2880 fps og 120 Lapua Scenar L upp í 3050 fps, sem mér finnst glettilega gott. Þetta er þó með hleðslum sem fer nokkuð yfir uppgefið hámark, meðal annars vegna þess að ég set kúlurnar fram í eða fram undir rílur.

Það er líklegt að maður geti náð meiri hraða en þetta með 6,5 x 55 sérstaklega ef menn hafa hlaupið lengra en 25 tommur. Gallinn er hinsvegar að balansinn í rifflinum verður oft leiðinlegur ef hlaupið fer mikið yfir 27 tommur. Þannig að það er að mörgu að huga. :)

Það væri fróðlegt ef eitthver er með mældan hraða úr 6,5 x 55 með 130 til 140 grs kúlum.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 26 Sep 2015 20:24

Gluggaði aftur í þráðinn... hann heldur enn gildi sínu og er mjög ítarlegur, nema ég er búinn að skipta yfir Norma 203B púður sem er nokkurnveginn á pari við RL-15 og með því næ ég töluvert meiri hraða en áður með VV N-140.

Ég er þó ekki að skjóta þessum allra heitustu hleðslum þar sem þær voru ekki að gefa mér eins góða nákvæmni og aðeins mildari hleðslur.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Haglari
Póstar í umræðu: 6
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Haglari » 26 Sep 2015 21:57

Þetta eru hraðamældar hleðslur úr 6,5x55, hleðslurnar eru mjög nálægt eða rétt undir max.

Lapua Scenar L 120, Norma MRP 49,3 grain 2910 fps
Lapua Scenar L 136, Norma MRP 48,2 grain 2801 fps
Lapua Scenar 139, Norma MRP 48,3 grain 2824 fps

Riffillin er með 580mm (22 7/8") hlaup 8" twist.


Talandi um twist.... fyrir 6,5x47, þar sem það er miðað á léttari kúlur ætti er þá verið að notast við hægara twist en 1:8?

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 28 Sep 2015 18:02

Sæll Óskar

6,5 x 47 er ekki miðað á léttari kúlur og getur í raun skotið öllum kúlum í 6,5 mm ef þú ert með heppilegt twist.

Fyrir allta þyngstu kúlurnar er líklega heppilegt að nota 1/8 eins og í 6,5 x 55, 260 rem o.fl.

Þú velur twistið í hlaupið eftir kúluni sem þú ætlar að skjóta þegar þú ert að panta þér nýtt hlaup. Ekki öfugt.

Ég er nokkuð viss um að þessar hleðslur sem þú ert með þarna í 6,5 x 55 séu rétt undir upp gefnu maxi samkvæmt hleðslubókum. Ég ætla svosem ekki að mælast til þess að menn séu að prófa að fara yfir max uppgefna hleðslu og reyndar myndi ég frekar mæla sterklega gegn því.

Það er þó nokkuð yfir uppgefnu Max-i sem ég er að ná þessum hraða sem ég sagði frá hérna að ofan.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Haglari
Póstar í umræðu: 6
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Haglari » 28 Sep 2015 19:44

Stebbi Sniper skrifaði:Sæll Óskar

6,5 x 47 er ekki miðað á léttari kúlur og getur í raun skotið öllum kúlum í 6,5 mm ef þú ert með heppilegt twist.

Fyrir allta þyngstu kúlurnar er líklega heppilegt að nota 1/8 eins og í 6,5 x 55, 260 rem o.fl.

Þú velur twistið í hlaupið eftir kúluni sem þú ætlar að skjóta þegar þú ert að panta þér nýtt hlaup. Ekki öfugt.

Ég er nokkuð viss um að þessar hleðslur sem þú ert með þarna í 6,5 x 55 séu rétt undir upp gefnu maxi samkvæmt hleðslubókum. Ég ætla svosem ekki að mælast til þess að menn séu að prófa að fara yfir max uppgefna hleðslu og reyndar myndi ég frekar mæla sterklega gegn því.

Það er þó nokkuð yfir uppgefnu Max-i sem ég er að ná þessum hraða sem ég sagði frá hérna að ofan.
Ég prófa iðulega hleðslur í litlum þrepum þangað til riffillin/hylkin segja mér hvað er max. Stundum fer þetta yfir eða undir það sem er uppgefið í hleðslubókum. Þegar það er fundið reyni ég að finna bestu hleðsluna sem næst þessu. Ég bý nú ekki að langri reynslu en furðulega oft finnst mér besta hleðslan (optimal charge waight) vera bara rétt undir max hleðslu, hefurðu upplifað þetta líka?

Það er greynilega að nokkru að huga við val á hlaupi..... ég þarf að losa einn riffil og síðan ákveð ég hvað ég geri. Eins spennandi mér finnst það að vera með riffil sérsniðin að því sem ég er að gera að þá finnst mér Sauer 404 Synchro XT líka alveg ofboðslega fallegur! :D en þá þarf sakoinn að fara líka!

Haglari
Póstar í umræðu: 6
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Haglari » 28 Sep 2015 21:31

Stebbi Sniper skrifaði:Sæll Óskar

6,5 x 47 er ekki miðað á léttari kúlur og getur í raun skotið öllum kúlum í 6,5 mm ef þú ert með heppilegt twist.
Það er rétt, ég var að lesa þetta aftur núna og hef greynilega lesið smá vitlaust í upphafi. 6,5x47 er optimizeað fyrir target kúlur óháð þyngd. Þá mynd ég sennilega halda mig við 8" twist ef ég fer þessa leið....

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Morri » 28 Sep 2015 21:33

Það var minnst á hlað spjall hér að ofan

haha, ég var búinn að gleyma að það væri til
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Haglari
Póstar í umræðu: 6
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Haglari » 28 Sep 2015 21:40

seinustu 2-3 dögum á hlaðspjallinu hefur verið varið í tuð og rifrildi... go figure! ... eins og hlaðspjallið var nú ágætt á sínu blómaskeiði nenni ég ekki að pósta þarna inn lengur

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 28 Sep 2015 22:39

Sælir.
Hafa menn eh. hugleitt 6.5 Creedmoor??
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: 6,5x55 vs. 6,5x47

Ólesinn póstur af Árni » 29 Sep 2015 14:29

Ég hugleiddi það vel áður en ég ákvað að smíða 6,5x47.
Þá stóð valið á milli
6,5x47 Lapua
6,5 Grendel
6,5 Creedmoor
260 Remington

Eftir allt allt alltof miklar lesningar á hinum og þessum greinum á netinu, spjallborðum og úrslitum úr mótum í USA þá ákvað ég að fá mér 6,5x47 þar sem mér fannst það alltaf koma best út úr umsögnum.

Sá ekki eftir því.
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Svara