Byrjanda pæling.

Allt sem viðkemur byssum
eythoringi
Póstar í umræðu: 11
Póstar:11
Skráður:01 Oct 2015 00:54
Fullt nafn:Eyþór Ingi Eiríksson
Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af eythoringi » 01 Oct 2015 01:05

Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera skoða svolítið á netinu og er farið að langa að fá byssuleyfi og kaupa mér haglabyssu. Er búinn að vera að skoða og var orðinn mjög hrifinn af remington 870 en þá fattaði ég það að safety-ið er á svolítið slæmum stað fyrir mig þar sem ég er örfhentur. Þá datt mér mossberg 500 til hugar en hef ekki enn fundið hana á netinu hjá þessum helstu byssu og veiðibúðum.

Ég er að pæla hvað þið reynsluboltarnir mynduð gera ?

Með hvaða merkjum og týpum mælið þið ?

Ætla mér að nota hana til æfinga til að byrja með og svo líklegast gæs,rjúpu og þessháttar.

kveðja.

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af TotiOla » 01 Oct 2015 10:45

Hefur þú eitthvað skoðað það að fá þér tvíhleypu, eða er það alveg út úr myndinni?
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 1
Póstar:51
Skráður:19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn:Kristján Krossdal
Staðsetning:Egilsstaðir
Hafa samband:

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af krossdal » 01 Oct 2015 11:11

Ef þú ert að hugsa um að fá þér pumpu þá mundi ég skoða að fá mér Benelli Super Nova. Eftir því sem ég best veit getur þú breytt örygginu á henni svo það passi fyrir örvhentar skyttur og einnig fylgja með skífur til að breyta bæði kastinu og skeftishallanum til að aðlaga byssuna að skyttunni.

Það skiftir öllu máli að byssan passi skyttunni.

Mín tvö sent.

Mbk,
KK
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

eythoringi
Póstar í umræðu: 11
Póstar:11
Skráður:01 Oct 2015 00:54
Fullt nafn:Eyþór Ingi Eiríksson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af eythoringi » 01 Oct 2015 13:19

TotiOla skrifaði:Hefur þú eitthvað skoðað það að fá þér tvíhleypu, eða er það alveg út úr myndinni?
Hef pælt í því og það er alveg inni í myndinni, en er meira hrifinn af pumpu. Ertu með einhverja í huga ?

eythoringi
Póstar í umræðu: 11
Póstar:11
Skráður:01 Oct 2015 00:54
Fullt nafn:Eyþór Ingi Eiríksson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af eythoringi » 01 Oct 2015 13:21

krossdal skrifaði:Ef þú ert að hugsa um að fá þér pumpu þá mundi ég skoða að fá mér Benelli Super Nova. Eftir því sem ég best veit getur þú breytt örygginu á henni svo það passi fyrir örvhentar skyttur og einnig fylgja með skífur til að breyta bæði kastinu og skeftishallanum til að aðlaga byssuna að skyttunni.

Það skiftir öllu máli að byssan passi skyttunni.

Mín tvö sent.

Mbk,
KK
Skil þig. Hef skoðað hana eithvað en svo hef ég heyrt að ég eigi ekki að fá mér benelli, hef samt engin rök fyrir þvi.

Skoða það.

Freysgodi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af Freysgodi » 01 Oct 2015 15:23

Ég held að (miklu?) fleiri myndu mæla með Benelli framyfir Rem 870 - svo þú skalt ekki hafa áhyggjur af því ef einhver villuráfandi sála hafi talað illa um Benelli við þig ;)

eythoringi
Póstar í umræðu: 11
Póstar:11
Skráður:01 Oct 2015 00:54
Fullt nafn:Eyþór Ingi Eiríksson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af eythoringi » 01 Oct 2015 16:03

Freysgodi skrifaði:Ég held að (miklu?) fleiri myndu mæla með Benelli framyfir Rem 870 - svo þú skalt ekki hafa áhyggjur af því ef einhver villuráfandi sála hafi talað illa um Benelli við þig ;)
Nei þessvegna spyr ég ykkur, til að sjá hvað mönnum finnst og þá fara útfrá því að skoða og svoleiðis :)

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af TotiOla » 01 Oct 2015 17:13

eythoringi skrifaði:Hef pælt í því og það er alveg inni í myndinni, en er meira hrifinn af pumpu. Ertu með einhverja í huga ?
Sæll aftur

Sjálfur gerði ég þetta í þessari röð:

1. Benelli Super Nova Synthetic (pumpa)
2. Benelli Super Black Eagle 2 (hálfsjálfvirk)
3. Marocchi Zero 3 Sporting (tvíhleypa)

Í fyrsta lagi get ég vel mælt með Super Nova pumpunni. Mjög góð byssa, skemmtilegir fítusar og frábært umboð (hef persónulega reynslu af því). Eini ókosturinn við hana, að mínu mati, er sá að hún er hönnuð fyrir allt að 3,5" skot og því er "slagið" eða "pumpunin", eða hvað þú vilt kalla þetta, frekar langt. Það venst þó og hefur ekki teljandi áhrif. Sé alltaf svolítið eftir því að hafa selt hana. Hefði verið flott í "varabyssu", en að sama skapi hefur hingað til ekki reynt á að vera með backup fyrir SBE2 þar sem hún hefur aldrei klikkað (7-9-13). :D S.s. Benelli klikkar ekki... og ef hún klikkar þá reddar umboðsaðilinn þér á no-time.

Í öðru lagi þá hefur mér alltaf fundist tvíhleypur meira spennandi en pumpur. Ég keypti þó pumpu sem fyrstu byssu eftir ráðleggingar/sögusagnir af netinu og frá reyndari aðilum þar sem því var haldið fram að tvíhleypur væru vonlausar í skurði og annað slark. Það má vel vera að tvíhleypur séu viðkvæmari fyrir skít og drullu en aðrar byssur en þó þekki ég í dag nokkra aðila sem veiða alla sína fugla með tvíhleypu. Hvort sem það er gæs, önd eða rjúpa.

Ég keypti mér því tvíhleypu um leið og færi gafst (eftir að hafa uppfært úr pumpu í hálfsjálfvirka). Ég get í því samhengi vel mælt með Marocchi, en í dag tæki ég Zero3 Field fram yfir Sporting. Einna helst vegna þess að Field gerir ráð fyrir ól (festingar), sem Sporting gerir ekki. Þ.e.a.s. ég mundi vilja geta gengið með hana á öxl (með ól) og notað hana í önd og rjúpu. Það fannst mér aldrei fýsilegt með Sporting.

Eins finnst mér Baikal tvíhleypa áhugaverður kostur sem fyrsta byssa. Ég þekki til nokkurra sem eru með svoleiðis og þeir láta mjög vel af. Hún er, að ég tel, mjög mikið "bang for the buck" eins og þeir segja ;) Ég mæli með því að þú skoðir hana.

Í þriðja lagi þá verð ég að taka undir með Krossdal varðandi það að mestu skiptir að þú sért að velja þér byssu byggt á því hversu vel hún hentar þér og því sem þú ætlar þér að nota hana.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af TotiOla » 01 Oct 2015 17:28

Ég þarf náttúrulega ekkert að taka það fram að þarna er ég bara að fjalla um þær byssur sem ég hef reynslu af og læt öðrum það eftir að mæla með, eða á móti, öðrum byssum.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Sigurður
Póstar í umræðu: 1
Póstar:5
Skráður:01 Oct 2015 18:18
Fullt nafn:Sigurður Rúnar Ólafsson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af Sigurður » 01 Oct 2015 18:28

Ég er sjálfur örfhentur og ég myndi alls ekki kaupa byssu fyrir rétthenda, búinn að prófa það og það er ótrúlega óþægilegt að fá eldglæringar fyrir framan augun þegar þú ert að skjóta . Það er náttúrulega tvíhleypan sem er alveg klassík en ég á Ithaca pumpu sem kastar hylkinu niður og þá verður þú ekki var við þetta . Get hiklaust mælt með henni.

Kveðja

Sigurður Ólafsson
emstrur@hive.is
Sigurður Ólafsson
emstrur@hive.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 01 Oct 2015 23:22

Af hverju færðu þér ekki vinstrihandar Remington 870?

Til á lager í Ellingsen Reykjavík.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

eythoringi
Póstar í umræðu: 11
Póstar:11
Skráður:01 Oct 2015 00:54
Fullt nafn:Eyþór Ingi Eiríksson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af eythoringi » 01 Oct 2015 23:44

Sveinbjörn skrifaði:Af hverju færðu þér ekki vinstrihandar Remington 870?

Til á lager í Ellingsen Reykjavík.
Var bara ekki búinn að sjá neina svoleiðis og net síðan hjá ellingsen er alveg skít léleg, þarf að fara á næstunni og kíkja í þessar búðir og skoða og sjá hvað er til og hvað ekki.

Takk fyrir skjót og góð svör allir! :D

eythoringi
Póstar í umræðu: 11
Póstar:11
Skráður:01 Oct 2015 00:54
Fullt nafn:Eyþór Ingi Eiríksson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af eythoringi » 01 Oct 2015 23:50

Sigurður skrifaði:Ég er sjálfur örfhentur og ég myndi alls ekki kaupa byssu fyrir rétthenda, búinn að prófa það og það er ótrúlega óþægilegt að fá eldglæringar fyrir framan augun þegar þú ert að skjóta . Það er náttúrulega tvíhleypan sem er alveg klassík en ég á Ithaca pumpu sem kastar hylkinu niður og þá verður þú ekki var við þetta . Get hiklaust mælt með henni.

Kveðja

Sigurður Ólafsson
emstrur@hive.is
eru tvíhleypurnar ekki yfirleitt dýrari en pumpur ?

Þar sem þetta er mín fyrsta byssa langar mér að fá mér eithvað í ódýrari kantinum (en samt eithvað sem hægt er að treysta á) til að prufa og sjá hvort þetta sé eithvað sem ég hef áhuga á.

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af TotiOla » 02 Oct 2015 00:07

eythoringi skrifaði:eru tvíhleypurnar ekki yfirleitt dýrari en pumpur ?

Þar sem þetta er mín fyrsta byssa langar mér að fá mér eithvað í ódýrari kantinum (en samt eithvað sem hægt er að treysta á) til að prufa og sjá hvort þetta sé eithvað sem ég hef áhuga á.
Sæll enn og aftur

Um leið og ég skil þetta viðhorf, varðandi það að kaupa eitthvað í ódýrari kantinum, þá verð ég líka að fá að bæta við mín 2 cent.

Yfirleitt fara verð og gæði saman og því muntu líklega þurfa að borga fyrir "eitthvað sem hægt er að treysta á". Einnig eru mun meiri líkur á því að þú hættir ef/þegar þú lendir í vandræðum með einhverja budget-byssu (svoleiðis sögur eru út um allt á netinu). Að sama skapi verður þetta allt miklu skemmtilegra ef byssan virkar og hentar þér vel, eins og áður hefur verið bent á að skiptir mestu máli. :D

Að lokum getur reynst erfiðara að losa sig við budget byssur, að hluta til út af takmarkaðri eftirspurn sem og miklu framboði.

Ég mundi þ.a.l. mæla með því að þú skoðaðir næsta skref fyrir ofan ódýrari kantinn og bíða og safna ef budget-ið leyfir það ekki. Mætti líka líta í kringum sig eftir góðum notuðum byssum.

P.s. Allar ofangreindar byssur (þær sem ég taldi upp í mínum síðasta pósti) hafa verið keyptar notaðar ;) Hef bara lent í einni bilun og umboðsaðilinn reddaði því samstundis (þrátt fyrir að byssan væri nokkurra ára gömul og keypt notuð - þjónusta sem þú færð líklega ekki frá mörgum umboðsaðilum).
Mbk.
Þórarinn Ólason

eythoringi
Póstar í umræðu: 11
Póstar:11
Skráður:01 Oct 2015 00:54
Fullt nafn:Eyþór Ingi Eiríksson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af eythoringi » 02 Oct 2015 00:57

TotiOla skrifaði:
eythoringi skrifaði:eru tvíhleypurnar ekki yfirleitt dýrari en pumpur ?

Þar sem þetta er mín fyrsta byssa langar mér að fá mér eithvað í ódýrari kantinum (en samt eithvað sem hægt er að treysta á) til að prufa og sjá hvort þetta sé eithvað sem ég hef áhuga á.
Sæll enn og aftur

Um leið og ég skil þetta viðhorf, varðandi það að kaupa eitthvað í ódýrari kantinum, þá verð ég líka að fá að bæta við mín 2 cent.

Yfirleitt fara verð og gæði saman og því muntu líklega þurfa að borga fyrir "eitthvað sem hægt er að treysta á". Einnig eru mun meiri líkur á því að þú hættir ef/þegar þú lendir í vandræðum með einhverja budget-byssu (svoleiðis sögur eru út um allt á netinu). Að sama skapi verður þetta allt miklu skemmtilegra ef byssan virkar og hentar þér vel, eins og áður hefur verið bent á að skiptir mestu máli. :D

Að lokum getur reynst erfiðara að losa sig við budget byssur, að hluta til út af takmarkaðri eftirspurn sem og miklu framboði.

Ég mundi þ.a.l. mæla með því að þú skoðaðir næsta skref fyrir ofan ódýrari kantinn og bíða og safna ef budget-ið leyfir það ekki. Mætti líka líta í kringum sig eftir góðum notuðum byssum.

P.s. Allar ofangreindar byssur (þær sem ég taldi upp í mínum síðasta pósti) hafa verið keyptar notaðar ;) Hef bara lent í einni bilun og umboðsaðilinn reddaði því samstundis (þrátt fyrir að byssan væri nokkurra ára gömul og keypt notuð - þjónusta sem þú færð líklega ekki frá mörgum umboðsaðilum).
Skil hvað þú ert að meina. Þess vegna var ég að pæla í rem 870 og mossberg 500 til að byrja með, virðist vera að þessar séu rosalega vinsælar úti og eitt besta bang for the buck, mjög áreiðalegar og allt það.

En eins og titillinn segir eru þetta bara pælingar, fer einhverntímann á næstunni og skoða þessar helstu búðir. Ætla að taka mér ágætis tíma í að skoða bæði notað og nýtt, er ekkert að drífa mig að þessu. Takk annars fyrir góð svör :)

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 02 Oct 2015 01:19

Það eru yfir 30.000 virk vörunúmer í Ellingsen og trúlega svipað hjá mörgum verslunum.

sjálfssagt má stórlega draga úr atvinnuleysi á Íslandi með því að láta alla uppfæra allt sem til í búðum.
En það verður seint gert og hafi menn rúman tíma til þess að spá og spöglera er oftar en ekki best að fara á staðinn.

Gangi þér vel með þínar hugleiðingar og eflaust kemur þú til með að hafa ánægju af veiðum og skotfini hverjar svo sem græjurnar verða.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af TotiOla » 02 Oct 2015 08:51

eythoringi skrifaði:Ætla að taka mér ágætis tíma í að skoða bæði notað og nýtt, er ekkert að drífa mig að þessu. Takk annars fyrir góð svör :)
Flott mál :D Gangi þér vel með þetta og endilega leyfðu okkur að heyra hvar þú endar (t.d. í "Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?"-þræðinum hér á spjallinu).
Mbk.
Þórarinn Ólason

eythoringi
Póstar í umræðu: 11
Póstar:11
Skráður:01 Oct 2015 00:54
Fullt nafn:Eyþór Ingi Eiríksson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af eythoringi » 02 Oct 2015 14:13

TotiOla skrifaði:
eythoringi skrifaði:Ætla að taka mér ágætis tíma í að skoða bæði notað og nýtt, er ekkert að drífa mig að þessu. Takk annars fyrir góð svör :)
Flott mál :D Gangi þér vel með þetta og endilega leyfðu okkur að heyra hvar þú endar (t.d. í "Hafa spjallverjar verið að kaupa sér eitthvað dót ?"-þræðinum hér á spjallinu).
Þakka þér og ég geri það :D

Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af Sveinn » 02 Oct 2015 21:55

Mæli með að sleppa pumputímabilinu, átti eina í mörg ár og hún tók fullt af fugli en tvíhleypan er málið. Ef þú átt ekki fyrir henni, fáðu lánað þangað til þú átt fyrir sæmilegri notaðri tvíhleypu á ca 100-120þ+. Viss um að einhverjir hér eiga rykfallna pumpu sem vilja lána þér gegn handtaki (og pappírsvinnu) - þangað til þú átt fyrir tvíhleypu. Búinn að selja mína pumpu. Kíktu á vesturrost.is , bland.is eða facebook eftir tvíhleypu.
Ég keypti mér því tvíhleypu um leið og færi gafst (eftir að hafa uppfært úr pumpu í hálfsjálfvirka). Ég get í því samhengi vel mælt með Marocchi, en í dag tæki ég Zero3 Field fram yfir Sporting. Einna helst vegna þess að Field gerir ráð fyrir ól (festingar), sem Sporting gerir ekki. Þ.e.a.s. ég mundi vilja geta gengið með hana á öxl (með ól) og notað hana í önd og rjúpu. Það fannst mér aldrei fýsilegt með Sporting.
Hmm... ég á Marocchi Zero3 Sporting með ólarfestingum, keypti hana notaða :D lítur út eins og að festingarnar hafi verið settar á af verksmiðju. Byssumiðir gera þetta með annarri (festing við hlaup), gæti þurft blámun sem hleypir eitthvað upp kostnaði. Sammála að Field er betri í veiði (svart non-glare skothús) en Sporting er fallegri, finnst mér, hægt að setja camo-teip á húsið ef mikið liggur við. Báðar týpur frábærar tvíhleypur sem eru vanmetnar í verði og gæðum - eins og allt frá Marocchi :)
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

eythoringi
Póstar í umræðu: 11
Póstar:11
Skráður:01 Oct 2015 00:54
Fullt nafn:Eyþór Ingi Eiríksson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af eythoringi » 02 Oct 2015 23:17

Það bætist í hópinn sem mælir með tvíhleypum, Hvers vegna tvíhleypur frekar ? Hef alltaf haldið að pumpa væri málið þar sem mér finnst ég sjá fleyri nota pumpur og meira talað um þær, eða það kannski bara vitleysa ? Er alveg tilbúinn að safna aðeina meira og kaupa mér dýrari byssu strax sem kannski endist mér þá lengur og ég mun ekki sjá eftir.

En svo annað, eru einhver merki sem eru síðri en annað eða eithvað sem maður á að forðast ? Eithvað í max 150 budgetinu.

Kv

Svara