Skorum á ráðherra

Allt sem viðkemur byssum
Sveinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af Sveinn » 03 Feb 2016 22:24

Við þurfum að krefjast afnáms þessarar fáranlegu "vinnureglu" í stjórnkerfinu um bann við notkun hljóðdempara. Hér er mitt bréf til ráðherra, frjálst til notkunar (copy/paste). Endilega bendið mér á villur.
Reykjavík, 4. feb. 2016.

Til Innanríkisráðherra
Ólafar Nordal

Ágæti Innanríkisráðherra,

Íslenskir skotveiðimenn, sérstaklega þeir sem nota riffla við veiðar, búa við sérstaka áhættu sem á ekkert skylt við þær kúlur sem úr byssunum fara. Þessi áhætta felst í heyrnarskaða sem of margir veiðimenn og skyttur geta borið vitni um eftir heimsóknir til heyrnarsérfræðinga. Ísland skipar sér nefnilega í þann fáliðaða flokk Evrópuríkja sem hafa bannað notkun hljóðdempara á riffla. Í staðinn verða íslenskir skotmenn að treysta á öflugar heyrnarhlífar á sín eyru, sem ná þó varla að dempa skothljóðið niður fyrir skaðleg mörk, um 130 desibel (db).

Þegar miðkveiktu (centerfire) skoti er hleypt af úr riffli myndast hávaði sem er á bilinu 165 – 170 db, stundum meira. Þó hlífar séu notaðar getur hávaðinn því samt verið yfir 130 db, sem veldur strax heyrnarskaða og beinlínis sársauka við 140 db. Heyrnarhlífar duga því ekki til sem heyrnarvörn. Hins vegar dugar notkun hljóðdempara og heyrnarhlífa saman til að ná skynjuðum hávaða niður í u.þ.b 100 db - sem er þó umtalsverður hávaði.

Til að leyfa notkun hljóðdempara þarf enga lagabreytingu þar sem ekki er minnst sérstaklega á notkun þeirra í núgildandi lögum og reglugerðum um skotvopn. Það þarf einungis einfalda breytingu á eða afnám vinnureglu sem undirmenn þínir í innanríkisráðuneytinu hafa sett. Núverandi vinnuregla segir að hljóðdemparar séu ekki leyfilegir á byssur nema í örfáum undantekningartilvikum (meindýraeyðar).

Umhverfisstofnun (UST) hefur í umsögn sinni um ný vopnalög (sem hafa ekki verið samþykkt á Alþingi) frá árinu 2012 eindregið hvatt til notkunar hljóðdempara og stutt það mjög góðum rökum (sjá http://www.ust.is/library/Skrar/Umsagni ... 3-2012.pdf ). Í umsögn UST er bent á ýmsar aðrar jákvæðar hliðar notkunar hljóðdempara en þeirrar sem snýr að heyrn, t.d. að bakslag minnkar sem hefur jákvæð áhrif á hittni og þar með auknar líkur á mannúðlegri aflífun veiðidýra.

Ótaldir eru kostir notkunar hljóðdempara fyrir leiðsögumenn með hreindýraveiðum sem atvinnu sinnar vegna þurfa búa við endurtekinn hávaða riffilskota en sjaldan vinnst tími til verja heyrnina þegar fella þarf dýr með litlum fyrirvara. Einnig má ætla að notkun hlaupbremsa (muzzel brake), sem nú tíðkast á stærri hlaupvíddir til að draga úr bakslagi, leggist af en þær auka skynjaðan hávaða umtalsvert og þar með tjónið á heyrn skotveiðimanna í dag.

Ég skora því á þig, ágæti innanríkisráðherra, að fella alveg niður núgildandi vinnureglu eða takmarka hana við skot undir hljóðhraða og skammbyssur. Við þurfum að stíga skrefið inn í heim siðmenntaðra veiðiþjóða, heyrnar okkar vegna. Við getum ekki beðið eftir nýjum vopnalögum. Til þess er málið of brýnt og of mikið að veði.

Með góðri kveðju,
__________________

Afrit: Þingmenn
Síðast breytt af Sveinn þann 09 Feb 2016 08:05, breytt 4 sinnum samtals.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 5
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af karlguðna » 03 Feb 2016 22:55

Gott mál , væri til í að setja mitt fróma nafn við þetta. :D vantar eitt " í " í síðustu setninguna ,annars er ég ekki hæfur til að leiðrétta stafsetningu . :mrgreen:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:251
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 03 Feb 2016 23:42

Það er soldið síðan ég sendi á innanríkisráðherra bref um sama efni. Jón Gunnarsson þingmaður og nágrani minn í kopavogi fékk líka afrit. Svona rétt til upplýsa karlinn um hvað hugsanlegur kjósandi er með hugan við þessa daganna.

Taldi heppilegast að sleppa því að senda Kötu Júl og vinstrigrænum þingmönnum í mínu kjördæmi því ekki á ég von á skilning þar. Þó er ekki óhugsandi að ég dragi upp mitt gamla flokksskýrteini með kreptum hnefa og rós ef allt annað bregst.

Hef reyndar ekki enn fengið svar og gerist það ekki um eða eftir páska verða sett á samskot og vælt út fyrir frímerki upp á gamla móðinn. Því eins og alkunna er þá erum við skotmenn nýskari en andskotinn.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af Sveinn » 04 Feb 2016 07:45

Takk Karl, búinn að laga :) Svo er spurning hvort SKOTVÍS og Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum geti tekið höndum saman í þrýstingi á ráðuneytið. Ég er til í þá vinnu ef þarf.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Þórður
Póstar í umræðu: 1
Póstar:5
Skráður:18 Jan 2015 20:41
Fullt nafn:Þórður Pálsson

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af Þórður » 04 Feb 2016 10:19

Sælir full ástæða til að taka undir þessa áskorun. Er nýlega búin að fjárfesta í hljóðdeyfi og breytingin á byssunni er ótrúleg. Betri grúbba, miklu minna bakslag og minni hávaði. Er með 270 Win og þetta er allt annað líf að skjóta úr byssunni með þessari litlu viðbót.
Kveðja Þórður Pálsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af skepnan » 08 Feb 2016 20:31

Sæll Sveinn, í þriðja dálki fyrstu setningu skrifar þú skotvopnum í enda setningarinnar en ætti að vera skotvopn. Annars ágætis bréf og best væri ef það yrði sett á einhvern stað þar sem við myndum kvitta undir og það svo sent í okkar nafni. Þannig held ég að við fengjum fleiri til að taka þátt og mörgum þætti það betra en að senda sjálfir á ráðherra.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af gkristjansson » 08 Feb 2016 20:44

Sælir,

Hefur einhver kíkt á "www.change.org" þar sem hægt er að safna saman undirskriftum fyrir málefni sem þetta?

Ég hef veitt með rifflum sem hafa hjóðdeyfi og þetta er allt annað líf! Alveg ótrúlegt að Íslensk stjórnvöld eru að þráast við að halda þessu áfram bönnuðu. Nýjustu fréttir segja að Þýskaland er að "sjá ljósið" og eru að vinna í því að leyfa hljóðdeyfa.

Ég persónulega held að einhverskonar undirskriftarsöfnun sé líklegri til að ná árangri heldur en einstök bréf til ráðherra en hafandi séð hvað varð um söfnunina hans Kára, hvað veit maður.....
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af gkristjansson » 08 Feb 2016 20:55

Hér er tengill sem ég var að búa til, veit ekki hvort það er vit í þessu, en sakar ekki að reyna.

https://www.change.org/p/ust-ust-is-ley ... m=copyLink

Ég tók þátt í einu svona þegar að "Bandalagið" vildi banna hálfsjáfvirk skotvopn og það hafði áhrif.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af Sveinn » 09 Feb 2016 08:08

Líst vel á þetta framtak. Spurning hvort þú vildir skoða að setja þennan texta (eða útgáfu af honum) inn í staðinn? Mér líst ekki alveg á að segja að þessir starfsmenn sjái of mikið af bíómyndum, held ekki að það sé líklegt til árangurs...
Við skorum á þig, ágæti innanríkisráðherra, að fella alveg niður núgildandi vinnureglu stofnana innanríkisráðuneytisins um bann við hljóðdempurum eða takmarka hana við skot undir hljóðhraða og skammbyssur. Sjá nánar umsögn Umhverfisstofnunar (UST) um ný vopnalög frá 2012 um notkun hljóðdempara. Við þurfum að stíga skrefið inn í heim siðmenntaðra veiðiþjóða, heyrnar okkar vegna. Við getum ekki beðið eftir nýjum vopnalögum. Til þess er málið of brýnt og of mikið að veði.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
krossdal
Póstar í umræðu: 1
Póstar:51
Skráður:19 Mar 2012 11:40
Fullt nafn:Kristján Krossdal
Staðsetning:Egilsstaðir
Hafa samband:

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af krossdal » 09 Feb 2016 09:10

Sammála síðasta ræðumanni. Við verðum að passa að vera málefnalegir í samskiptum við stjórnvaldið. Hefði eins verið til í að sjá allt bréfið hans Sveins sem texta við þessa undirskriftasöfnun.
Kristján Krossdal
Árskógum 5
700 Egilsstaðir

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af gkristjansson » 09 Feb 2016 09:15

Það eru þegar komnar undirskriftir á þennan link og það er ekki hægt að breyta texta eftir að undirskriftir eru komnar enda væri það ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem búnir eru að skrifa undir.

Það er nátturulega ekkert að því að hafa tvær safnanir í gangi, þessa sem ég setti inn og aðra með textanum hans Sveins, ég myndi hiklaust skrifa undir textann hans líka.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af Sveinn » 09 Feb 2016 09:55

Leiðinlegt að vera með svona nöldur eftir á... en mér sýnist þessi listi vera stílaður á UST en ætti að vera á innanríkisráðuneytið, UST er með okkur í þessu máli :)
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af gkristjansson » 09 Feb 2016 10:21

Þetta er alls ekki nöldur, þetta er réttgild athugasemd.

Málið er það að ég er ekki með neitt póstfang fyrir innanríkisráðuneytið þannig að ég notaði það póstfang sem ég hafði (UST) þar sem þeir eru jú framkvæmdar aðili hvað varðar skotveiðar fyrir hönd ráðuneytisins.

Ef einhver hefur réttara / betra póstfang fyrir viðtakanda á þessum undirskriftum þá mun ég glaður bretya því (ef það er hægt, ég hef aldrei notað change.org áður).
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Feb 2016 10:27

Flott framtak hjá Guðfinni og Sveini.
Þið félagarnir möndlið þetta með ykkur og komið ykkur saman um lokaútgáfu.
Ásamt ábendingum sem þið fáið hérna.
Síðan setjið þið hana upp, keyrið af stað og eyðið þeim gömlu út.

Allir sammála, ekki satt ??
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af gkristjansson » 09 Feb 2016 10:35

Ég komst að því að það er hægt að breyta textanum, búinn að setja inn textann hans Sveins.

Ég breytti líka viðtakanda á undirskriftunum úr UST yfir í ráðuneytið.

Komnar 66 undirskriftir sem komið er........
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af gkristjansson » 09 Feb 2016 13:07

Komnar yfir 200 undirskriftir á innan við sólarhring.

Of seint fyrir suma (eins og mig) þar sem heyrnarskemmdir eru þegar veruleiki en ekki of seint fyrir yngri kynslóðina sem er að byrja í skotfiminni.

Endilega deilið þessu á vini og vandamenn, við þurfum að láta heyra í okkur.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af Sveinn » 09 Feb 2016 13:10

Vel gert, Guðfinnur!

Netfang ráðherra er: olof.nordal@irr.is
og hafa í cc: postur@irr.is

Bendi mönnum á að gera helst hvorttveggja, skrifa undir í undirskriftasöfnuninni og senda tölvupóst (lengri eða styttri útgáfuna) til innanríkisráðherra sbr. ofan.

Hvað segja menn í Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, er þetta ekki áfram verkefni fyrir félagið? Ásamt Skotvís?
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af gkristjansson » 09 Feb 2016 14:12

Búinn að setja inn netfangið hennar Ólafar og bætti líka við Ríkislögreglustjóra eftir ábendingu um að það væri gott líka.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 5
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af karlguðna » 09 Feb 2016 17:29

Tími til komin að gera eitthvað,,, búinn að setja nafn mitt við þetta,, :D flott framtak.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 22
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skorum á ráðherra

Ólesinn póstur af gkristjansson » 09 Feb 2016 18:13

Flott er,

Komnar 303 undirskriftir á innan við sólarhring. Endilega kvetja vini og vandamenn að skrifa undir þetta líka, þetta á ekki bara við okkur skotmenn og veiðimenn heldur okkar vini og vandamenn líka.

Ég veit fyrir víst að ef konan mín væri Íslenskur ríkisborgara (hún er hvorki veiðimaður eða skotmaður) þá myndi hún skrifa undir þetta, held að hún sé orðin langþreytt á heyrnarleysinu hjá mér stundum :(
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Svara