Ég er aðeins að byrja að reyna fækka veiðibjöllu hérna hjá mér sem hefur gengið hart að æðavarpi fjölskyldunnar undanfarin ár.
Fór í fyrsta skiptið í dag og puðraði nokkrum skotum en náði ekki nema einum fugli. Mér fannst í eitt annað skipti sem ég hefði örugglega hitt fugl en hann hélt áfram að fljúga. Ég fékk þess vegna bakþanka varð'andi val á skotum. Ég var með 42 gr haglaskot með #5 höglum.
Ætti þetta ekki að vera fyllilega nógu öflug skot á veiðibjölluna?
Er þetta ekki bara klaufaskapur í mér eftir veturinn?
Haglaskot á Svartbak
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík
Reykjavík
Re: Haglaskot á Svartbak
Sæll Skaut þetta í þúsundum hér áður við að verja æðarvarp, notuðum mest no 3 , þú ert kanski að skjóta af of löngu færi? Mávsi er fljótur að fynna út hvar hann er öruggur.
Kv JóiVill
Kv JóiVill
Re: Haglaskot á Svartbak
Já, ég var kannski aðeins of ákafur. Eins var rokið ekki hjálpa til þarna í gær.
Fer í skárra veðri næst og verð þolinmóðari, sjáum hvort það geri ekki gæfumuninn.
Fer í skárra veðri næst og verð þolinmóðari, sjáum hvort það geri ekki gæfumuninn.
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík
Reykjavík
Re: Haglaskot á Svartbak
Ég hef yfirleitt verið að nota 42gr no2, hef síðan 50gr nr4 (þarf að versla mér 50-53gr no2 aftur).
En ertu búinn að prufa að pattern skjóta til að sjá hvernig dreifingin er á höglunum ?
Hvaða þrengingu ertu með ?
En ertu búinn að prufa að pattern skjóta til að sjá hvernig dreifingin er á höglunum ?
Hvaða þrengingu ertu með ?
Með kveðju
Ragnar Franz
Ragnar Franz
Re: Haglaskot á Svartbak
Baksinn er nú ekki það skotharður, 5 á alveg að duga en eins og einn sagði að ofan, þá er hann ótrúlega nojaður og fljótur að tilkynna þig sem hættu.
Sindri Karl Sigurðsson
Re: Haglaskot á Svartbak
Nei, hef ekki patternskotið og ekki notað þessi skot áður, ætti kannski að gera það einhverntíma. Var með mod í byssunni, á full og ic líka. Gæti prófað að skipta yfir í ic.
Held samt að fyrsta skrefið sé að taka sér betri tíma í þetta og velja færin betur.
Ef þetta klikkar aftur svona skipti ég yfir í 3" skot. Á 50gr #2 líka, sem hlýtur að vera overkill á þessi grey.
Held samt að fyrsta skrefið sé að taka sér betri tíma í þetta og velja færin betur.
Ef þetta klikkar aftur svona skipti ég yfir í 3" skot. Á 50gr #2 líka, sem hlýtur að vera overkill á þessi grey.
Baldvin Örn Einarsson
Reykjavík
Reykjavík
Re: Haglaskot á Svartbak
Sæll No 3 50 gr og full þrenging , ef þeir liggja ekki ,er eitthvað annað að hjá þér.
Kv Jói Vill
PS Það er ekkert sem er over kill á mávinn
Kv Jói Vill
PS Það er ekkert sem er over kill á mávinn